Vikan


Vikan - 16.05.1991, Blaðsíða 31

Vikan - 16.05.1991, Blaðsíða 31
KROSSGÁTUGERÐ: GUÐJÓN BALDVINSSON FLOGAVEIKI Frh. af bls. 27 annars man ég eftir að hafa heyrf hvemig floga- veikum var útskúfað úr fjölskyldum sínum og til eru dæmi þess að fólk, sem nú er orðið fullorðið, kannist ekkert viö systkini sitt sem er flogaveikt. En slíkt ástand er ekki eingöngu að finna á ís- landi. í Noregi er til dæmis mikil barátta við fordóma gagnvart flogaveikum. Aftur á móti er aðra sögu að segja frá Svíþjóð. Ég tel að við getum margt lært af Svíum I þessum efnum því viðhorf þeirra til flogaveikra eru svo allt önnur en við eigum að venjast. Þó margt megi án efa finna að Svíum þá standa þeir sig ótrú- lega vel hvað varðar allan aðbúnað og stuðn- ing við flogaveika. Þar er þörfum þeirra mætt án þess að þeim finnist þeir á einhvern hátt skera sig úr fjöldanum. En ef við víkjum aftur að ástandinu hér á landi er óhætt að segja að fordómarnir komi víða fram. Við vitum meöal annars af fjölda flogaveikra sem enn hafa ekki gengið í félagið okkar einfaldlega vegna þess að þeir vilja ekki láta bendla sig við flogaveiki. Þannig að oft eru þeir flogaveiku einnig haldnir fordómum. Þetta erfurðulegt ástand því floga- veiki hefur alltaf verið til, margir þekktir ein- staklingar úr mannkynssögunni voru flogaveik- ir. Nægir þar aö nefna Sókrates, Sesar og Napóleon sem allir voru flogaveikir. Einnig er talið að John F. Kennedy hafi verið flogaveik- ur. Ugglaust eru margir af frammámönnum þessa lands einnig flogaveikir, þeir bara fela það vegna hræðslu og fordóma. - Hvaða aðferðum telur þú best að beita til að sigrast á þessum fordómum? Fyrst og fremst þarf þekking á þessum mál- um að síast hægt og bítandi inn í þjóðarsálina. Ég hef enga trú á áróðursherferðum, þær springa alltaf eins og blöðrur og ekkert situr eftir. Best væri að markviss kennsla ætti sér staö sem víðast í þjóðfélaginu, til dæmis í skólakerfinu. Það verður ekki fyrr en vanþekk- ingin víkur fyrir þekkingunni að við vinnum á fordómum gagnvart flogaveiki. STARFSEMI LAUF - Hver er megintilgangur Landssamtaka áhugamanna um flogaveiki? Að fræða og upplýsa félagsmenn og al- menning um flogaveiki. Að bæta félagslega aðstöðu flogaveikra og styðja rannsóknir á flogaveiki. í sámtökunum eru jafnt þeir sem eru sjálfir flogaveikir, aðstandendur og aðrir sem hafa áhuga á málefninu. - Veitið þið fólki, sem til ykkar leitar, ráð- gjöf varðandi flogaveiki? Við reynum að greiöa götu þeirra sem til okkar leita sem best við getum. Við getum yfir- leitt vísað fólki hvert það á að leita varðandi þær spurningar sem upp kunna að koma. Einnig eigum við mikið lesefni á erlendum mál- um sem við lánum fólki vilji það fræðast um flogaveiki. - Hvernig er starfsemi samtakanna háttað? Við höfum haldið uppi fræðslu og upplýs- ingamiðlun sem hefur nær eingöngu beinst að félagsmönnum. Við fræðum þá meðal annars um réttindamál flogaveikra, um lyf, um floga- veiki almennt, mataræði og tannhirðu svo eitthvað sé nefnt. En öllum er velkomið að sækja fundi okkar hafi þeir áhuga á. - Eru samtökin aðili að Öryrkjabanda- lagi íslands? Já og félagsmenn leita oft til Öryrkjabanda- lagsins, til dæmis hvað varðar húsnæðismál. - Hvert er helsta baráttumál samtakanna um þessar mundir? Það er að geta safnað nægilegu fé til kaupa á greiningartæki sem notað er í Bandaríkjunum og gerir það að verkum að eftir greiningu er hægt að lækna um tíu prósent flogaveikra með einfaldri skurðaðgerð. Tækið kostar um sex milljónir króna og eins og gefur að skilja er af- skaplega mikilvægt fyrir okkur að fá það hing- að til lands. - Lokaorð, Þorlákur. Ég vil nota tækifærið og beina orðum mínum til foreldra flogaveikra barna. Það er mjög mik- ils virði að flogaveik börn séu að öllu leyti alin upp sem önnur börn. Miklu skiptir að þau verði eins sjálfstæð og sjálfbjarga og hægt er. Því miður hefur mér virst sumir foreldrar vilja af misskilinni góðmennsku hlífa börnum sínum um of og ofvernda þau. Þetta er að mínu mat stórhættulegt og barninu síst til góðs. Um leið og Vikan þakkar Þorláki viðtalið er rétt að benda á að skrifstofa LAUF er til húsa að Ármúla 5 í Reykjavík. Símatímar eru á mið- vikudögum og föstudögum frá kl. 13 til 17 í síma 91-82833. Á Akureyri er símatími á föstudögum kl. 10 til 12 í símum 96-25880 og 96-25881. □ GlAÐuR 2. £i/J$ SKS-RU- Li-öA 7? SPjoTi HHLvA HRRLaJ þoFi KA&l c> / n iP?1 Jí(\uc.kZ KUEJJ' íJAFfJ Z s > m'al FUC.L- í/VaJ S&MÍIE-CiT s > v/ DXoPi Kejra bRuSLfí l'i tíl DRfíuip b H y/ > MÍME^ SoL- (JuiÐ 5 > \ / Sumd /M/’ZXf- 'ATT ClK-ÍT) PiRi/VAJ dótöJ 5 Vi K HAF V > > ? 5TAR.F~ ^Ti STi-js/6* SLAGc > > sA z/. / z s~ é> ? FPi-BiK 3 Lausnarorð í síðasta blaði 1-8: SUMARFRÍ 10.TBL.1991 VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.