Vikan


Vikan - 16.05.1991, Blaðsíða 20

Vikan - 16.05.1991, Blaðsíða 20
OFBELDI kannast ekki við að ég eigi við félags- lega eða geð- ræna örðug- leika að stríða og rótieysið stafar af því að við höfum þurft að fíýja undan henum um land allt RAGNHEIÐUR HILMARSDÓTTIR: Vil ieggja mHt crf mörlcum til að uppræta heimilisofbeldi Ragnheiður Hilmarsdóttir komst í fréttirnar þegar fyrrverandi sam- býlismaður hennar kom vopnaður barefli í býtið morgun einn og barði allar rúður úr bílnum hennar á bíla- stæðinu fyrir utan núverandi heimili hennar. Hún ákvað að brjótast út úr þagnarmúr fjöl- skylduofbeldis og kom fram í eigin persónu í fréttatíma Stöðvar 2 sama dag og verknaður- inn var framinn. En hver er saga hennar? Hún hefur dvalið í Kvennaathvarfinu undan- farna fjóra mánuði ásamt fjórum börnum sín- um sem eru öll undir átta ára aldri. „Mér hefur gengið erfiðlega að fá húsnæði, fólk vill ekki leigja einstæðri móður með þetta mörg börn. En að lokum fékk ég þessa íbúð.“ Það eru þrjú ár síðan Ragnheiður skildi við fyrrverandi sambýlismann sinn en þá var yngsta barn þeirra fjögurra mánaða gamalt og það næstyngsta rúmlega ársgamalt. „Við bjuggum saman í tæp þrjú ár eða frá því í september ’85 þar til í ágúst '88. Síðasta sam- eiginlega heimili okkar var í Bolungarvík en þaðan á ég mjög alvarlega líkamsárásarkæru á hann. Við gengum frá forræði barnanna á (safirði en hann hefur nú farið fram á að fá for- ræði yfir næstyngsta stráknum og þeim yngsta til vara.“ Og Ragnheiður tekur fram skjal sem henni hefur borist frá dómsmálaráðuneytinu þar sem faðir barnanna fer fram á forræðið á þeim forsendum að mikið rótleysi hafi verið á Ragnheiði eftir að þau skildu og ekki sé heppi- legt fyrir börnin að alast upp hjá henni þar sem hún eigi við geðræna og félagslega örðugleika að stríða. „Mér fannst þetta nú bara fyndið þegar ég las þetta," segir hún. „Ég kannast ekki við að ég eigi við félagslega eða geðræna örðugleika að stríða og rótleysið stafar af því að við höfum þurft að flýja undan honum um land allt.“ Ragnheiður og sambýlismaður hennar kynntust er þau unnu bæði sem leigubílstjórar í Reykjavík. Hún bjó þá í Skipasundi í Reykja- vík en hann í Kópavogi „en hann var alltaf eins og grár köttur í Skipasundinu". Ragnheiður átti þá tvær dætur en hann átti níu börn. Skömmu síðar fóru þau að búa saman. „Hann lagði fyrst á mig hendur þegar ég var ófrísk að elsta stráknum. Á nýársnótt fyrsta sambúðarárið okkar réðst hann aftur á mig. Þá sparkaði hann í mig svo ég var öll blá og marin. En fyrstu árásirnar voru þó þannig að hann sparkaði í mig á þeim stöðum þar sem fötin huldu áverkana. Hann er mjög dagfars- prúður maður og ég hef átt erfitt með að sann- færa lögregluna um að hann hafi ráðist á mig því hann virkar þannig á aðra eins og hann eigi svo bágt og að allir séu vondir við hann.“ Það var þann 7. ágúst fyrir tæpum þremur árum að Ragnheiður ákvað að slíta sambúð- inni. „Vinkona mín á Suðureyri útvegaði mér íbúð og ég fékk mér vörubíl og flutti búslóðina út í hann. Skömmu áður hafði hann ráðist á mig og lögreglan hafði komið á staðinn. Lög- reglan ætlaði að fara að tala á milli okkar en það kom ekki til mála frá minni hendi, ég var ákveðin í að búa ekki við þetta lengur. Við vorum komnar í bílinn, ég, vinkona mín og strákarnir litlu þegar hann kom. Hann braut rúðuna í bílnum svo glerbrotunum rigndi yfir okkur og strákana. Svo dró hann mig út úr bllnum og bað mig um að koma með sér inn í hús. Ég vildi það ekki því þá var ég viss um að hann réðist á mig þar sem enginn sæi til. Vin- kona mín stökk út úr bílnum og fór í næsta hús 20 VIKAN 10. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.