Vikan - 16.05.1991, Blaðsíða 29
10. TBL. 1991 VIKAN 29
þeim hárgreiöslum sem hún
hyggst nota og svo mætti lengi
telja. Þetta verður umfangs-
mesta tískusýning sem sett
hefur verið upp á Islandi þegar
allt er tekið með í reikninginn.
Það þarf aö setja upp ýmiss
konar aukabúnaö sem ekki er
fyrir hendi, s.s. sjónvarps-
vaktskjá fyrir stjórnendur sem
þurfa aö hafa yfirsýn yfir allan
skemmtistaðinn meðan á sýn-
ingu stendur, flókinn Ijósabún-
að, sérstakan göngupall
o.m.fl.
Það segir sig sjálft að tísku-
sýningin veröur hápunkur
Frh. á næstu opnu
FURÐUFUGLINN
MKHIKO KOSHINO
Fyrir þrem árum var
Michiko Koshino ekki
mikið þekkt og þá helst
fyrir uppblásnu jakkana sína.
Hún átti litla búð, sem lítið fór
fyrir, í London og ensk tísku-
blöð tóku ekkert eftir henni.
Hún var afbrigði sem tísku-
heimurinn skipti sér ekki af,
japanskur hönnuður sem bjó í
London en ekki í París og
forðaðist allar tískusveiflur. í
staðinn einbeitti hún sér að
skemmtilegum flíkum sem
áttu að endast og lifði í skugga
glæsihönnuðanna en á meðan
var hún að koma sér upp litlu
einkaheimsveldi sem nær nú
frá Tokyo til Toronto og inni-
heldur um 250 tískuverslanir.
Nú er verslun hennar orðin
ein af mest áberandi tísku-
verslunum Lundúna og þó er
hún ekkert lík tískuverslunum
almennt. Þarna spila plötu-
snúðar líflega músík allan lið-
langan daginn og fatnaðurinn
er fyrst og fremst ætlaöur
fólkinu af götunni. Þetta eru föt
á mótorhjólatöffara og föt
handa unglingum sem eru að
fara út að skemmta sér. Þetta
er eins og byrjunin á veldi
Carnaby Street upp á nýtt en
með allt öðrum formerkjum þó.
Þegar Michiko hitti plötu-
snúðinn Johnny Rocca fyrir
tveim árum, benti hann henni
á hvað hún væri ekki að gera
og hvað hún ætti að gera.
Hann gerðist umboðsmaður
hennar og í sameiningu hafa
þau gert ótrúlegustu hluti.
„Núna, árið 1991, ættu
tískuhönnuðir ekki að hanna
tískufatnað," segir Mishiko.
„Það átti við árið 1970 en er
Japanski fatahönnuðurinn Michiko Koshino, sem hingað er kominn
til að kynna landsmönnum nýstárleg föt sin.
orðiö úrelt í dag. Þeir ættu aö
endurspegla það sem er að
gerast I kringum þá, fylgjast
með götulífinu. Heil kynslóð
hefur breyst með klúbba-
menningunni. Ungt fólk í dag
kærir sig kollótt um tískuna.
Það vill klúbbabúninga."
Johnny og Mishiko eru sam-
mála um aö I dag skiþti fatn-
aöur ungs fólks ekki minna
máli og tónlistin sem það
hrærist (. Fyrir nokkrum árum
þótti nóg að eiga ákveðnar
þlötur eða diska til að vera
með á nótunum. Fötin skiþtu
ekki eins miklu máli. Nú er öld-
in önnur. Maður einfaldlega
verður að eiga ákveðnar flíkur
til að vera gjaldgengur á al-
mannafæri. Þetta er eins og á
árunum 1966-67 áður en
hippabyltingin skall á nema
hvað sá fatnaður virðist vera
frá allt annarri öld en það sem
Mishiko Koshino er að fást við.
Fatahugmyndir Mishiko fyrir
sumarið eru farnar að líta
dagsins Ijós. Þær tengjast,
eins og áöur, þeim straumum
sem ungt fólk hrærist I og eru
síbreytilegir. En þar sem hún
sýnir það sem koma skal hér á
landi 31. maí og 1. júní er eng-
in ástæða til að Ijóstra neinu
upp um það sem hún ætlar að
sýna okkur. □
klæða fyrirsæturnar og æfa.
Allar fyrirsæturnar verða ís-
lenskar en þannig vill sú jap-
anska hafa það.
UÓSUM BAÐAÐIR
KLÚBBGESTIR
Áður en Michiko samþykkti
að koma hingað þurfti að sýna
henni viðamikið myndaefni frá
íslandi, til dæmis myndbönd
og auglýsingar, og svo fékk
hún myndir af fyrirsætum lce-
landic Models en hún velur
sjálf það fólk sem henni líst
best á. Viku fyrir sýninguna
sendir hún myndir hingað af