Vikan - 16.05.1991, Blaðsíða 19
Rótin að öðrum
ofbeldisverkum
Jenný Anna Baldursdóttir er ein af vakt-
konum Kvennaathvarfsins. Viö heim-
sóttum hana á vinnustað eitt kvöldið.
Það var fimmtudagskvöld og opið hús
á staðnum. Þá er opið þeim konum
sem hafa dvalið þar einhvern tíma eða komið
þangað í viðtöl. Að jafnaði dvelja um 200 kon-
ur á ári hverju í Kvennaathvarfinu og skráð
sfmtöl vegna ofbeldis á heimilum voru 1704 í
fyrra og 600 hafa hringt í sömu erindagjörðum
það sem af er árinu 1991.
Ofbeldi hefur talsvert verið til umræðu að
undanförnu og víst er að óhugs gætir þegar
menn eru farnir að óttast um líf sitt og heilsu er
þeir ganga um miðbæinn að kvöldlagi. Heimil-
is- og fjölskylduofbeldi hefur þó lengi verið látið
afskiptalaust af lögreglu sem og öðrum sam-
borgurum sem verða varir við það. Oft þurfa
konur, sem beittar eru ofbeldi, að sanna sak-
leysi sitt; ef fréttist að einhver tiltekin kona hafi
verið barin af manni sínum eða sambýlismanni
er oft spurt hvernig kona hún sé, ekki hvers
konar maður það sé sem leggi hönd á konu
sína, sem í fæstum tilfellum hefur líkamlegan
styrk á við hann.
„Þær konur sem koma hingað til okkar eru
jafnólíkar og þær eru margar," segir Jenný
Anna. „Það eina sem þær eiga sameiginlegt er
að þær hafa búið við ofbeldi, stundum árum og
áratugum saman. Þær hafa einangrast félags-
lega, standa illa fjárhagslega, hafa litlar ráð-
stöfunartekjur þó þær vinni margar utan heim-
ílís og eru hræddar og spenntar. Þær koma af
öllu landinu og eru úröllum stéttum samfélags-
ins, þó konur úr efri stéttum hafi oft önnur úr-
ræði en að koma hingað.
Margar þessar konur hafa verið beittar of-
beldi frá blautu barnsbeini. Sumar koma ekki
hingað fyrr en eftir áratuga langa ofbeldis-
sambúö. Sjálfsmynd þeirra er niðurbrotin og
þær þjást af mikilli sektarkennd. Þær ásaka sig
um að vera valdar að ofbeldinu, hafa árum
saman reynt að dansa línudans til að valda
ekki ofbeldisviðbrögðum. Eiginmaðurinn eða
sambýlismaðurinn telur sig hafa rétt á að hafa
skoðanir fyrir þau bæði og hann velur þá vini
sem þau umgangast þar sem vinir hennar og
fjölskylda eru að hans áliti ómöguleg. Þegar
konan ætlar að skilja við manninn er því klippt
á öll þau tengsl sem hún hefur haft.
Konurnar, sem koma hingað, hafa orðið fyrir
andlegu ofbeldi, líkamlegu eða kynferðislegu,
í sumum tilfellum öllum tegundum ofbeldis. Ef
konan vill reyna að koma sér út úr samband-
inu, vill skilnað, hótar maðurinn henni oft ýmist
því að drepa hana og börnin eða sjálfan sig.
Reyndar eiga mjög margar konur, sem koma
hingað, það sameiginlegt að gerð hefur verið á
þeim kyrkingartilraun."
- Hvað eiga þeir karlmenn sameiginlegt
sem beita ofbeldi innan veggja heimilisins?
Jenný Anna Baldursdóttir, ein af vaktkonum
Kvennaathvarfsins: „Þær konur sem koma
hingað til okkar eru jafn ólíkar óg þær eru
margar. Það eina sem þær eiga sameiginlegt er
að þær hafa búið við ofbeldi, stundum árum og
áratugum saman.“
„Það er erfitt að eyrnamerkja þá. Þeir hafa
stundum verið sagðir miklir skapmenn og af-
sakaðir með því að þeir kunni ekki að stjórna
skapi sínu. Svo er þó ekki vegna þess að þeir
berja konu sína lengi vel þannig að ekki sjái á
henni. Berja hana á þeim stöðum sem fötin
hylja og mjög margar konur eru farnar að
heyra illa þar sem þær hafa fengiö högg á
höfuðið rétt viö eyrað, þar sem hárið hylur.
Ofbeldi í sambúð er ekki eitthvaö sem
lagast, það eykst stöðugt og endar með skelf-
ingu. Þeir sem beita konu sína ofbeldi eru
jafnólíkir og þær konur sem koma hingað. Það
eina sem þeir eiga sameiginlegt er að þeir eru
ofbeldismenn og þeir eiga einnig sameiginlegt
að þeim finnst þeir ekki vera það og því er erfitt
fyrir þá að vinna í sínum málum. Sumir rétt-
læta barsmíðarnar með því að kalla konu sína
mellu eða druslu. Þeir tala um að konan sé
geðbiluð og þeim finnst þeir vera fórnarlömb,
tala um að konan þeirra hafi barið þá en ekki
öfugt. Þeir eiga þó upptökin að átökunum og ef
konan ber frá sér er það hún sem er að beita
hann ofbeldi, þó svo að hún geti aldrei barið
meira en hann leyfir, þar sem hann hefur lík-
amlega yfirburði. En þeir eiga það líka sameig-
inlegt aö vera dagfarsprúðir og eru manna
fyrstir til að gagnrýna ofbeldi sem á sér stað
annars staðar en á þeirra eigin heimili."
- Hvað heldur þú að sé vænlegast að gera
til að uppræta ofbeldi?
„Ég held að það verði að byrja á því að
viðurkenna að heimilisofbeldi er því miður til
staðar í allt of miklum mæli hér á landi og það
verður að bregðast við því. Þar liggur rótin að
öðrum ofbeldisverkum innan samfélagsins.
Þaö hefur verið tilhneiging til að líta á þetta
sem einkamál fólks. Við rekumst til dæmis á
þetta viðhorf hjá lögreglunni. Lögreglumönn-
um finnst erfitt að að blanda sér í heimiliserjur
og bera fyrir sig að heimilið sé friðhelgur
staður. En það er það ekki fyrir konur og börn
sem búa við þessa hluti. Það þarf að fordæma
allt heimilisofbeldi. Þó að tilfinningatengsl séu
milli fólks er ekki réttlætanlegra að berja þá
sem menn þekkja, frekar en þá sem þeir
þekkja ekki.“
- Hvað gerið þið fyrir þær konur sem koma
hingað?
„Við reynum að hjálpa þeim til sjálfshjálpar.
Kvennaathvarfið er heimili en ekki stofnun og
inngönguskilyrðið er að konan telji að hún hafi
verið beitt ofbeldi. Hún þarf sjálf að meta þaö.
Þær fá mikinn stuðning frá þeim konum sem
hér dvelja og fyrsta áfalliö sem þær þurfa að
komast yfir er að sjá að þær deila reynslu sinni
með mjög mörgum öðrum konum. Þær hafa
verið beittar mjög svipuðum ofbeldisaðgerð-
um, í sumum tilfellum hafa verið notaðar sömu
aðferðir og sömu orð. Heimilisofbeldi er mjög
falið, við þekkjum aðeins brot af því. [ tæplega
helmingi tilfella tengist heimilisofbeldi drykkju-
skap en áfengi er oft notað meðvitað til að
komast yfir ákveðinn þröskuld, til að veita of-
beldinu útrás og kenna drykkju um. Við reyn-
um að aðstoða konurnar við að finna lausnir
fyrir þær sjálfar, segjum þeim ekki hvað þær
eiga að gera, því þær hafa fengið fyrirskipanir
um það of lengi. En við leggjum áherslu á að
þær hafi ákveðið val og beri ábyrgð á lífi sínu.“
- Nú hefur verið sagt að stór hópur kvenn-
anna fari aftur heim tilsín. Ereitthvað til íþví?
„Já, stór hópur kvennanna fer aftur heim.
Tilgangur Kvennaathvarfsins er að veita kon-
um skýli og athvarf og sumar konur þurfa að
koma hingað nokkrum sinnum til að yfirgefa
það ástand sem þær hafa búið við, sumar
mjög lengi. Við segjum konum, sem fara
héðan, að þær séu velkomnar aftur ef þær
þurfi á því að halda. Þegar kona fer aftur heim
breytist ástandið yfirleitt tímabundið, lagast um
tíma, en innan tíðar fer allt á sömu leið og
versnar. Það hefur sýnt sig að konur eru oft í
meiri hættu eftir að þær eru farnar af heimilinu
eða komnar þangað aftur. Ofbeldi elur af sér
ofbeldi og líklegra er að börn, sem alast upp
við þetta, beiti aðra ofbeldi. Drengir hafa föður
sinn sem fyrirmynd og því fer fram verkleg
kennsla í kynhlutverkum innan heimilanna."
- Hafa margar konur verið beittar kynferðis-
legu ofbeldi?
„Þær hafa margar orðið fyrir sifjaspellum
sem börn. Sumar þeirra gáfu upp þá ástæðu
fyrir inngöngubeiðni sinni hingað. Þá veröa
margar þeirra fyrir nauðgunum f hjónaband-
inu. Eftir að til átaka kemur milli mannsins og
konunnar á heimilinu vilja menn oft eiga
kynmök, svona til að sættast við konurnar.
Konurnar sitja uppi með ótta, reiði og áverka
og upplifa kynmökin sem enn eina misþyrm-
inguna.“ □
10. TBL 1991 VIKAN 19