Vikan


Vikan - 16.05.1991, Blaðsíða 66

Vikan - 16.05.1991, Blaðsíða 66
TEXTI: OMAR FRIÐLEIFSSON KVIKMYNDIN EDWARD SCISSORHANDS SOGUÞRADURINN EITTSTQRT ÆVINTYRI 66 VIKAN 10. TBL. 1991 Kvikmyndin Edward Scissorhands er sér- stök að mörgu leyti. Til dæmis er söguþráðurinn eitt stórt ævintýri. Aðalleikararnir tveir, þau Johnny Depp og Winona Ryder, eru að hugsa um giftingu. Þau voru saman þegar tökur á myndinni fóru fram í Los Angeles, nánar til- tekið á sviðum hjá 20th Cent- ury Fox og í hverfi í Flórída þar sem þessi ævintýramynd á að gerast. Það tók sjö heilar vikur að kvikmynda myndina en þá tók klipping við og fieira sem gert er við myndir þar til þær eru fullbúnar. Myndin var frumsýnd um jólaleytiö f Bandaríkjunum og fékk ein- dóma lof gagnrýnenda þar vestra. Sem stendur er „Edward" búinn að skila rúm- lega 50 milljónum dollara í bíómiðasölu, bara í Bandaríkj- unum. Snillingurinn Tim Burton leikstýrir þessari stórmynd en hann framleiðir hana líka og skrifaði upprunalegu söguna. Sem sagt fjölhæfur, ungur og efnilegur. Hann er þó helst frægur fyrir Beetlejuice og síð- ast en ekki síst eina tekju- hæstu mynd fyrr og síðar; Batman með þeim Michael Keaton og Jack Nicholson í aöalhlutverkum. Tim Burton fæddist og ólst upp í Burbank í Kaliforníu. Hann geröi sína fyrstu mynd aðeins tuttugu og þriggja ára að aldri og hefur síðan gert heilar sex myndir sem allar hafa gert það gott. Þessi mynd, Edward Scissor- hands, markar þó tímamót því að aldrei hefur nein af mynd- um hans fengið eins góða dóma hjá gagnrýnendum. Hún fékk til dæmis ekki undir þrem af fjórum stjörnum í Los Ange- les. Titilhlutverkið er í höndum Johnny Depp. Sá er aðeins tuttugu og sjö ára og mjög vin- sæll í Bandaríkjunum. Hann varð frægur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum 21 Jump Street en fyrir utan að leika í þeim lék hann í kvikmyndun- um Cry Baby, Platoon og Nightmare on Elm Street. Winona Ryder leikur stúlkuna sem Scissorhands verður ást- fanginn af en þau eru einmitt saman í hinu raunverulega lífi. Hún er nítján ára og saman eiga þau íbúö í New York. Ryder hefur leikið í myndum á borð við Beetlejuice, Lucas, 1969 og Great Balls of Fire. Hún fæddist og ólst upp f Minnesota í Bandaríkjunum. Aðrir leikarar eru þau Di- anne Wiest (Parenthood, Lost Boys, Footloose, Bright Lights Big City o.fl.), Anthony Micha- el Hall (Sixteen Candles, Breakfast Club, Weird Sci- ence), Alan Arkin (Coup de Ville, Havana, Catch 22 o.fl.) ◄ Fra frumsyningu myndarinnar í Holly- wood. Frá vinstri: Handritahöfundurinn Caroline Thompson, leikstjórinn Tim Burton leikkonan Winona Ryder, Dianne Wiest, Johnny Depp og fram- leiðandi myndarinnar, Denise di Novi. AJohnny Depp í gervi Edwards Scissor- hands. Y Johnny Depp ræðir við einn mót- leikara sinna, hinn þaul- reynda hroll- vekju- leikara Vincent Þrice. og Vincent Price. Sá síðast- nefndi hefur leikið í meira en hundrað myndum en gullmol- arnir eru líklega House of Wax, The Ten Command- ments, The Three Muske- teers, Theater of Blood og Journey Into Fear. Kvikmyndatakan er eins og hún gerist best. Það er snill- ingurinn Stefan Czapsky sem sér um hana en hann kvik- myndaði til dæmis myndirnar The Last Exit to Brooklyn, Childs Play 2, The Thin Blue Line, At Close Range, After Hours. Það var erfitt verkefni sem förðunarmeistaranum Stan Winston var falið en hann sá líka um tæknibrellurnar sem voru ófáar í Edward Scissorhands. Hann gerði tæknibrellurnar í Terminator, Beetlejuice, Aliens og Predat- or og fékk óskarsverðlaun fyrir verk sín í myndinni Aliens. Hann sagði í blaðaviðtali að vinna hans að þessari mynd hefði verið einkar erfið en skemmtileg því að leikararnir væru tillitssamir og Tim Burton gæfi honum oft lausan taum- inn þegar hann væri aö gera eitthvað sem ekki ætti að vera í handritinu eða myndinni. Músíkin hefur mikið að segja í öllum kvikmyndum nú til dags en þessi músík varð að vera „spes“ enda er þetta svolítið „spes“ mynd. Danny Elfman var valinn til þess að semja tónlistina. Það kemur ekki á óvart því hann hefur samið tónlistina í öllum mynd- um Burtons, svo sem Batman, Beetlejuice og Pee Wee the Picture. Einnig hefur hann samið fyrir myndirnar Dick Tracy, Nightbreed, Back to School, Midnight Run, Scrooged og The Flash. Hann fékk Grammy-verðlaun fyrir músíkina í Batman sem var ein mest selda plata úr kvik- mynd það árið. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.