Vikan


Vikan - 16.05.1991, Blaðsíða 10

Vikan - 16.05.1991, Blaðsíða 10
LITLJÓSMYNDIR: BRAGI Þ. JÓSEFSSON SPÁKONUR NÁÐARGÁFA EÐA BULL OG UPPSPUNI? Svo lengi sem menn muna hafa spákonur verið sveipaðar dulúð. Margir hafa talið að þær væru aðeins fyrir ungar stúlkur að leita sér að eiginmanni eða þá auðtrúa einstaklinga sem vantaði stefnu. Hvað svo sem fólki kann að finnast um spákonur verður því ekki neit- að að þær hafa mikið aðdráttarafl og fleiri fara til þeirra en það vilja viðurkenna, að minnsta kosti opinberlega. Vikuna langaði að kanna þessar konur og spár þeirra, jafnvel reyna að komast að þvi hvort eitthvert mark væri á þeim takandi. Þess vegna fékk blaðið konu til að fara í leiðangur og láta fjórar spákonur spá fyrir sér. Og nú geta lesendur sjálfir séð útkomuna því engu hefur verið breytt og sannleiksástin látin ráða ferðinni. VINNST EKKERT MED ÞVÍAÐ SITJA INNI í SÓFA OG BORA í NEFID Ikjallara, í huggulegu íbúðahverfi, býr spákona sem er nokkuð þekkt og þess vegna oft upptekin. Engir tímar lausir fyrr en eftir nokkra daga. Eftir því sem Vikan hefur heyrt hefur hún fengist við spá- sagnir í ein fimmtán ár og nýtur talsverðar hylli hjá viðskiptavinunum. Þegar á staðinn var komið tók kona að nálg- ast miðjan aldur — frjálslega vaxin og frjálsleg í fasi - á móti útsendara Vikunnar. Hún var af- skaplega óformleg, eiginlega eins og hún hefði alltaf þekkt konuna okkar. Spákonan fylgdi gestum, sem voru hjá henni, til dyra og fór með viðskiptavininn inn í lítið herbergi þar sem bækur huldu veggina frá gólfi til lofts. Þar kenndi margra grasa á ýmsum tungumálum. Hún virðist lesa nánast hvað sem er! Víða má sjá skemmtilega gripi sem hún safnar, til dæm- is gamaldags blikkbauka og svo dúkkur sem eru eins og litlar, krúttlegar kerlingar. Um leiö og sest var við spáborðið rétti spá- konan fram verðskrá, skrifaða með áberandi fallegri rithönd. Þarna var gefið upp verð á lófa- Frh. á næstu opnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.