Vikan


Vikan - 16.05.1991, Blaðsíða 52

Vikan - 16.05.1991, Blaðsíða 52
þyrni í loppuna . .. eöa jafnvel ef ég býö þér starf. Viltu íhuga það?“ Þakklæti fyrirfannst ekki í takmörkuðu safni mannlegra tilfinninga Sonny Elliman en áhuga og forvitni hafði hann til að bera. Álit hans á Stillson var blendið. Þessi tryllingur í augum hans benti til ýmislegs en tæplega leiðinda. „Hver veit hvar við verðum eftir nokkur ár?“ tuldraði hann. „Við gætum allir verið dauðir, maður." „Haföu mig bara í huga. Annað fer ég ekki fram á.“ Sonny horfði á brotinn vasann. „Ég skal hafa þig í huga,“ sagði hann. 1971 leið. Upþþotin áströndinni í New Hamþshire tóku enda og nöldrið í verktökunum á ströndinni dvínaði vegna aukinnar innstæðu á bankabókun- um. Óþekktur náungi að nefni George McGovern gaf kost á sér í forsetakjör spaugilega snemma. Allir sem fylgdust með stjórnmálum vissu að sá sem demókrataflokkurinn myndi tilnefna árið 1972 væri Edmund Muskie og sumir töldu að hann myndi hugsanlega taka lukkutröllið frá San Clemente glímubrögðum og skella því á dýnuna. Snemma í júní, rétt fyrir skólaslit, hitti Sara unga laganemann aftur. Hún var í raftækjaverslun að kaupa brauðrist og hann hafði verið að leita aö brúðkaupsgjöf handa foreldrum sínum. Hann spurði hvort hún vildi koma í bíó með honum - það var verið að sýna nýja mynd með Clint East- wood, Dirty Harry. Sara fór. Og þau skemmtu sér vel. Walter Hazlett var búinn að láta sér vaxa skegg og hann minnti hana ekki lengur eins mikið á Johnny. Það varð reyndar alltaf erfiðara og erf- iðara fyrir hana að muna hvernig Johnny leit út. Andlit hans varð einungis skýrt í draumum hennar, draumum þar sem hann stóð framan við lukkuhjólið og horfði á það snúast, andlit hans kuldalegt og blá augun orðin ógnvænlega dökk- fjólublá, horfandi á hjólið eins og það væri friðað landsvæði í hans einkaeign. Þau Walt fóru að hittast reglulega. Það var auð- velt að lynda við hann. Hann gerði engar kröfur - eða ef hann gerði þær þá jukust þær svo jafnt og þétt að maður tók ekki eftir þeim. I október spurði hann hvort hann mætti gefa henni lítinn dem- antshring. Sara bað um að fá að íhuga málið yfir helgi. Það laugardagskvöld hafði hún farið yfir á sjúkrahús Austur- Maine, fengið sérstakan passa með rauðri rönd í móttökunni og farið upp á gjör- gæsludeild. Hún sat við rúm Johnnys í klukku- tíma. Fyrir utan nauðaði haustvindurinn í myrkr- inu, lofandi kulda, lofandi snjó, lofandi árstíð dauða. Það vantaði sextán daga upp á að ár væri síðan hátíðin var, hjólið og áreksturinn. Hún sat og hlustaði á vindinn og horfði á Johnny. Umbúðirnar voru farnar. Örið var á enni hans fyrir ofan hægri augabrún og hlykkjaðist upp undir hársrætur. Hárið var orðið hvítt á því svæði. Sara sá enga hrörnun á honum, nema það þyngd- artap sem við var að búast. Hann var einfaldlega ungur maður sem hún varla þekkti, steinsofandi. Hún hallaði sér yfir hann og kyssti hann mjúk- lega á munninn, eins og hægt væri að snúa gamla ævintýrinu við og koss hennar gæti vakið hann. En Johnny svaf. Hún yfirgaf sjúkrahúsið, fór aftur til íbúðar sinn- ar í Veazie, lagðist á rúmið sitt og grét meðan vindurinn gekk um dimma veröld fyrir utan, fleygj- andi gulum og rauðum laufafeng sínum á undan sér. Á mánudegi sagði hún Walt að ef hann lang- aði að kaupa handa henni demantshring - lítinn demantshring - yrði hún stolt og ánægð að bera hann. Þannig leið 1971 hjá Söru Bracknell. Snemma árs 1972 brast Edmund Muskie í grát í miðri ástríðuþrunginni ræðu fyrir utan skrifstofu mannsins sem Sonny Elliman hafði kallað „þann sköllótta viðþjóð". George McGovern náði betri árangri í forkosningu en búist var við og Loeb til- kynnti glaðhlakkalega í blaði sínu að íbúar New Hampshire væru ekkert fyrir grenjuskjóður. McGovern var útnefndur í júlí. í sama mánuði varð Sara Bracknell Sara Hazlett. Þau Walt voru gefin saman í meþódistakirkjunni í Bangor. Johnny Smith svaf áfram innan við þriggja kíló- metra leið þaðan. Og hann kom upp í hug Söru, skyndilega og hryllilega, um leið og Walt kyssti hana frammi fyrir kirkjugestum sem viðstaddir voru hjónavígsluna - Johnny, hugsaði hún og sá hann eins og hún hafði séð hann þegar Ijósin kviknuðu, hálfan Jekyll og hálfan urrandi Hyde. Andartak stífnaði hún í örmum Walts og svo var sýnin horfin. Minning, sýn, hvað sem það hafði verið var það farið. Eftir langa umhugsun og samræður við Walt hafði hún boðið foreldrum Johnnys í brúðkaupið. ■ Og nú óskaði hann að Johnny myndi deyja, ó hvað hann óskað þess að hann myndi deyja, að hjarta hans hætti að slá, að heilalínuritið yrði slétt, að hann myndi bara deyja út eins og flöktandi kerti í vaxpolli; að hann myndi deyja og láta þau laus. Herb hafði komið einn. I móttökunni spurði hún hann hvernig Vera hefði það. Hann leit í kringum sig, sá að þau voru ein þá stundina og slokaði niður því sem eftir var af viskíinu og sódanum. Hann hafði elst um fimm ár undanfarna átján mánuði, hugsaði hún. Hár hans var að þynnast. Hrukkurnar í andlitinu voru dýpri. Hann bar gleraugun sín á sama varfærna, vand- ræðalega hátt og fólk sem er nýfarið að bera gler- augu og augun voru tortryggin og særð bak við glerin. „Nei... hún hefur það ekki gott, Sara. Sann- leikurinn er sá að hún er í Vermont. Á býli. Að bíða eftir heimsendi." „Hvað þá?“ Herb sagöi henni að Vera hefði farið að skrifast á við tíu manna hóp fyrir hálfu ári, hóp sem kallaði sig Heimsendisfélag Bandaríkjanna. Fyrir hópn- um fóru herra og frú Harry L. Stonkers frá Racine i Wisconsin. Herra og frú Stonkers sögðu að fljúg- andi diskur hefði sótt þau þegar þau voru í útilegu. Það var farið með þau til himna sem voru ekki ná- lægt stjörnusamstæðunni Orion heldur á þlánetu svipaðri jörðinni og gekk umhverfis Arktúrus. Þar höfðu þau meðtekið heilagt sakramenti með englaskara og höfðu séð Paradís. Stonkers-hjón- unum hafði verið tilkynnt að heimsendir væri í nánd. Þeim voru gefnir hugsanaflutningshæfileik- ar og send til jarðar til að safna saman nokkrum rétttrúuðum - í fyrstu ferðina til himna. Og þannig höfðu þessi tíu safnast saman, keyþt býli norðan við St. Johnsbury þar sem þau höfðu nú verið í sjö vikur að bíða þess að diskurinn kæmi að sækja þau. „Þetta hljómar...“ byrjaði Sara og lokaði síðan munninum. „Ég veit hvernig það hljómar," sagði Herb. „Það hljómar geðveikislega. Býlið kostaði þau níu þús- und dollara. Þetta er ekkert annað en niðurníddur sveitabær með tveimur ekrum af kjarri vöxnu landi. Hlutur Veru var sjö hundruð dollarar - hún gat ekki útvegað meira. Þaö var engin leið að stöðva hana... önnur en að láta leggja hana inn.“ Hann gerði hik á máli sínu en brosti síðan. „En þetta er ekkert til að tala um í brúðkauþinu þínu, Sara. Þú og pilturinn þinn eigið eftir að lifa góðu lífi. Ég veit þið gerið það.“ Sara brosti á móti sem best hún gat. „Þakka þér fyrir, Herb. Ætlar þú . .. ég á við, heldurðu að hún ...“ „Komi aftur? Ó, já. Verði ekki heimsendir fyrir veturinn þá held ég að hún komi aftur.“ „Ó, ég óska þér bara alls hins besta,“ sagði hún og faðmaði hann. Það var engin kynding á býlinu í Vermont og þeg- ar diskurinn var enn ekki kominn síðast í október kom Vera heim. Diskurinn hafði ekki komið, sagði hún, vegna þess að þau voru enn ekki fullkomin - þau voru ekki búin að brenna burtu ónauðsynleg- an og syndsamlegan sora úr lífi sínu. En hún fann til andlegrar uþpörvunar og gleði. Hún hafði feng- ið tákn í draumi. Kannski var henni ekki ætlað að fara til himna í fljúgandi diski. Hún fann sterkar og sterkar á sér að hennar yrði þörf til að leiðbeina drengnum sínum, vísa honum rétta veginn þegar hann vaknaði úr leiðslunni. Herb veitti henni húsaskjól, elskaði hana eftir bestu getu - og lífið hélt áfram. Johnny hafði verið í dauðadái í tvö ár. Nixon var settur í embætti aftur. Bandarískir piltar fóru að koma heim frá Víetnam. Walter Hazlett tók próf til að öðlast lögmannsréttindi og var boðið að taka það aftur síðar. Sara Hazlett kenndi með- an hann las undir þróf. Nemarnir, sem höfðu verið kjánalegir, klunnalegir fyrstaársnemar þegar hún byrjaði að kenna, voru nú á þriðja ári. Flatbrjósta stúlkum voru vaxin brjóst. Trítlar, sem ekki höfðu ratað um skólabygginguna, voru nú í aðalkeþpn- isliði skólans í körfubolta. Annað stríðið milli araba og ísraela kom og fór. Viðskiptabann á olíu kom og fór. Hroðalega hátt bensínverð kom og fór ekki. Vera Smith sann- færðist um að Kristur myndi snúa aftur úr iðrum jarðar á Suðurpólnum. Þessi fróðleikur byggðist á nýjum bæklingi (sautján síður á fjóra dollara og fimmtíu sent) sem hét Hitabelti Guðs neðanjarð- ar. Hin sláandi kenning höfundarins var að himna- ríki væri raunar undir fótum okkar og að auðveld- asta inngönguleiðin væri á Suðurpólnum. Ein greinanna í bæklingnum hét „Dulræn reynsla Suðurpólskönnuða". Herb benti henni á að ekki væri ár síðan hún hefði verið sannfærð um að himnaríki væri ein- hvers staðar í geimnum og snerist líklega um- hverfis Arktúrus. „Ég hef meiri tilhneigingu til að trúa því en þessu Suðurpólsrugli," sagði hann. „Biblían segir þrátt fyrir allt að himnaríki sé á himnum. Þessi hitabeltisstaður neðanjarðar á að vera..." „Hættu þessu!“ sagði hún hvasst, varirnar eins og mjó, hvít strik. „Ástæðulaust að hæðast að því sem þú ekki skilur.“ „Þetta var ekki háð, Vera,“ sagði hann hljóð- lega. „Guð veit hvers vegna hinn vantrúaði hæðir og hinn heiðni tryllist," sagði hún. Tómlegi svipurinn var kominn í augu hennar. Þau sátu við eldhús- borðið, Herb með gamlan skrúfbolta fyrir framan sig, Vera með stafla af National Geographic sem hún hafði verið að leita í að myndum og sögum frá Suðurpólnum. Fyrir utan flúðu hvíldarlaus skýin frá vestri til austurs og laufunum rigndi af trjánum. Það var í byrjun október aftur og október virtist alltaf vera versti mánuðurinn hennar. Það var 52 VIKAN 10. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.