Vikan - 16.05.1991, Blaðsíða 42
' í-. i'í '.- ':-1::-
----------KATHY BATES----
ÓSKARSVERÐLAUNAHAFINN
SEM POTTIOF FEIT FYRIR SÁPUÓPERUR
Kvikmyndin Misery,
sem verið er að sýna
hér á landi, ýmislegt til
síns ágætis. Hún er gerð eftir
handriti spennusagnahöfund-
arins Stephens King sem er
ekki aðeins höfundur hinnar
nýju framhaldssögu Vikunnar,
Sýnir, heldur er hann svo eftir-
sóttur handritahöfundur að
kvikmyndaframleiðendur bíða
með óþreyju eftir hverri hug-
mynd sem hann fær. Annar
gæðastimpill á myndinni er
leikkonan Kathy Bates sem
fékk óskarsverðlaun fyrir leik
sinn í henni. Konan er svo
hversdagsleg útlits að menn
taka ekki eftir henni á götu, en
það er næstum því skelfilegt
hvað hún lumar á mögnuðum
leikhæfileikum. Þegar leikarar
voru valdir til að leika í nýjustu
hugarórum Stephens King var
z o
or ciE
o LJ_I
aði ekki að láta gullstyttuna af
Óskari ganga sér úr greipum.
I myndinni leikur hún geð-
veikt glæpakvendi, eins og
Stephen King getur einn hugs-
að upp, og rænir metsöluhöf-
undi sem leikinn er af James
Caan. Þessi rithöfundur hefur
orðið frægur fyrir rómantískar
bækur sínar um stúlku sem
heitir Misery Chastain. Hann
lendir í bílslysi og er bjargað af
hjúkrunarkonunni geðveiku,
Annie Wilkes, sem segir við
hann: „Ég er aðdáandi þinn
númer eitt,“ með uggvænlegu
brosi og læsir hann inni í fjalla-
kofa sínum.
Ekki er rétt að fara nánar út
í söguþráðinn en Kathy segir
um hlutverk sitt:
„Ég fer alveg hroðalega illa
með hann en samt ekki eins
illa og mig hefði langað til.
Leikstjórinn fjarlægði sumt af
því andstyggilegasta sem mér
datt í hug og ég sé svolítið eftir
því.“
Leikstjórinn Rob Reiner,
sem stýrði meðal annars
myndinni When Harry Met
Sally, var ekkert að tvínóna
við að velja Kathy í hlutverkið.
„Hún hefur svo mikla hæfi-
leika," segir hann, „að hún
hlaut einfaldlega að slá í gegn.
Það skiptir engu máli hvort
hún lítur út eins og kvikmynda-
stjarna eða ekki.“
hún því strax fengin til að leika
geðveiku hjúkrunarkonuna
Annie Wilkes.
SVO SEM ENGIN
MICHELLE PFEIFFER
Þegar Kathy Bates tók við ósk-
arsverðlaununum fyrir leik
sinn í myndinni Misery hafði
sérkennilegur draumur ræst.
Henni hafði verið sagt að hún
væri engin Michelle Pfeiffer,
að hún væri of feit fyrir sápu-
óperur í sjónvarpi og að hún
ætti öruggiega ekkert erindi til
Hollywood. En þarna var hún
samt og gaf í skyn að hún ætl-
Þegar Kathy Bates tók
við óskarsverðlaunun-
um fyrir leik sinn í
myndinni Misery hafði
sérkennilegur draum-
ur ræst...