Vikan - 16.05.1991, Blaðsíða 8
LJÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON
Mjöll Daníelsdóttir hjá Hári og förðun tekur sér
augnabliks hvíld frá því að greiða Svövu á
krýningarkvöldinu til að ræða við Henný Her-
mannsdóttur danskennara.
í sjoppu, auk þess sem hún tekur þátt í tísku-
sýningum og auglýsingagerð í gegnum fyrir-
sætusamtökin lcelandic Models. Hún hefur
mjög gaman af módelstörfunum og gæti vel
hugsað sér að reyna fyrir sér erlendis á þeim
vettvangi í einhvern tíma. Hún segir aö sig
myndi langa mest til að starfa í Bandaríkjun-
um. Þar eru gerðar kröfur til þess að fyrirsæt-
urnar séu ekki lægri en 175 sentímetrar en þar
sem hún er 173 sentímetrar þarf hún að leita
á önnur mið og kemur Japan einna helst til
greina. Nokkrar stúlkur, sem hún þekkir, hafa
starfað þar og láta vel af dvölinn eystra.
Áöur en það getur oröið að veruleika þarf
Svava að koma sér upp myndamöppu og þá
kemur sér vel að hafa hlotið titilinn ungfrú ís-
land því margir vilja taka myndir af henni í alls
konar tilgangi og getur þá Svava fengið myndir
í safnið. Það stendur því fyrir dyrum að ákveða
hvort hún ætlar að hella sér út í þennan starfa
og láta skólann bíða eður ei.
Svava á eftir eitt og hálft ár í að Ijúka stúd-
entsprófi. Eftir það stefnir hugurinn til frekara
náms á háskólastigi og þá á erlendri grund þar
sem leggja á stund á innanhússarkitektúr.
Svava hefur alltaf verið mikið fyrir að teikna og
hefur gert töluvert að því. Þess má geta að hún
teiknaði sjálf kjólinn sem hún var í á lokakvöld-
inu í fegurðarsamkeppninni en Líf Þorsteins-
son, sjúkraliði á Borgarspítalanum, saumaði
hann fyrir hana. Svava haföi velt mikið fyrir sér
hvernig kjóllinn ætti að vera. Hún hafði skoðað
fjöldann allan af tískutímaritum og eftir það
komst hún aö þessari niöurstöðu. Hún var þó
frá upphafi ákveðin í að hafa kjólinn grænan.
Svava og Einar Örn, unnusti hennar, láta fara vel
Áni AÐ SAFNA MEIRA AF VÖÐVUM
Mikill undirbúningur átti sér stað fyrir fegurðar-
samkeppnina og hefur hann staðiö allt frá
janúarlokum. [ undirbúningnum fólust meðal
annars gönguæfingar, sviðsframkoma og lík-
amsrækt af miklu kappi. Þjálfararnir í líkams-
ræktinni lögðu ekki mikið aö Svövu að grenna
sig heldur átti hún þvert á móti að safna vöðv-
um og verða töluvert stæltari en hún var og
tókst þaö með ágætum.
„Mér fannst á heildina litið mjög gaman að
taka þátt í þessari keppni," segirSvava. „Maö-
ur náði aö kynnast vel stelpunum sem tóku
þátt í þessu og við vorum allar orðnar mjög
góðar vinkonur þegar þessu lauk og erum
ákveðnar í því að halda sambandi. Það sem
kom mér mest á óvart var hversu miklar og
strangar æfingar voru á undan, sérstaklega
gönguæfingarnar. Maður sá þó ekki eftir
tímanum sem fór í þær þegar maður gekk
fram á sviöið á lokakvöldinu.“
um sig á heimili hennar i Hraunbænum.
„Já, ég var mjög ánægð með skipulagið I
heild. Mér heföi samt þótt mega taka meira tillit
til okkar. Æfingar og ýmis annar undirbúningur
stóð oft langt fram á kvöld og þar sem margar
okkar eru til dæmis í skóla gefur augaleið að
lítill tími gefst fyrir námið og maður er ekki
beint upplagður í skólanum snemma morgun-
inn eftir.
Einnig er ég ekki sátt við að maður skuli ekki
vera upplýstur meira en gert var um hvaða
kvaðir fylgja titlinum og hvað framundan er fyrir
þá sem hlýtur hann. Núna veit ég ósköp lítið
um hvað er framundan. Ég veit til dæmis ekki
í hvaða fegurðarsamkeppnum ég mun taka
þátt í framhaldi af sigrinum."
Hvernig myndi leggjast í þig að taka þátt í
Miss World keppninni?
„Það myndi leggjast ágætlega í mig. Því
fylgdi ábyggilega mikið stress og mér myndi
hálfpartinn óa við allri þeirri vinnu sem ég ætti
eftir að inna af hendi áður en það gæti orðið.
Ég var ákveðin í að slappa ærlega af þegar
Ásamt því að hafa áhuga á að teikna finnst
Svövu mjög gaman að skipuleggja umhverfi
sitt og er mikið fyrir að hafa huggulegt í kring-
um sig. Gamlir munir heilla hana mikið og
gamaldags, hlýlegur stíll á hug hennar.
„Ég hef mjög gaman af köttum," segir
Svava. „í rauninni elska ég ketti og angóra-
kettir eru mitt uppáhald. Ég hef var^ tölu á þeim
köttum sem ég hef átt um dagana. Því miöur
get ég ekki haft kött núna því Ragnheiður
stjúpsystir mín er með ofnæmi fyrir köttum. Ég
verð því að láta mér nægja að heimsækja kött-
inn hennar mömmu og gæla við páfagaukinn
minn.“
Svava fer oft f bíó, hefur mest gaman af
spennu- og grínmyndum en segir að hrollvekj-
ur og óraunverulegar ævintýramyndir eigi ekki
upp á pallborðið hjá sér.
Hún segist ekki hafa nein sérstök áhugamál
en sig langi til að ferðast meira innanlands en
hún hafi gert og sig langi mikið að skoða þjóð-
garðinn í Jökulsárgljúfrum.
Svava iðkar ekki mikið íþróttir en fer stund-
um á skíði og lagði töluvert stund á líkamsrækt
áður en hinar ströngu æfingar fyrir fegurðar-
samkeppnina hófust.
Ertu sátt við úrslitin?
„Já, en ég bjóst við að Rakel systir mín
myndi hafna í einu af efstu sætunum. Það
kom mér einnig verulega á óvart að ég skyldi
vera valin ungfrú ísland og ég er í rauninni ekki
búin að átta mig á því ennþá að þetta sé raun-
veruleiki. Það fer þó ekki á milli mála þar sem
síminn hefur ekki stoppað frá því ég kom heim
og ég hef stöðugt verið að taka á móti blóma-
sendingum."
Fannst þér ekkert skrítið að keppa við systur
þína á þessum vettvangi?
„Við vorum ekkert að keppa," segir Svava.
„Við tókum bara þátt í þessu saman til að hafa
gaman af því og studdum að sjálfsögðu dyggi-
lega hvor við aðra. Við erum mjög líkar bæði í
útliti og háttum og meðal annars þess vegna
kom mér á óvart að við skyldum lenda f svo
ólíkum sætum. í Bandaríkjunum vorum við oft
spurðar að þvi hvort við værum tvíburar en
Rakel er tveimur og hálfu ári eldri en ég. Við
erum mjög samrýndar og gerum margt saman
eins og þessi fegurðarsamkeppni er glöggt
dæmi um. Við erum einnig báðar í lcelandic
Models fyrirsætusamtökunum."
Fannst þér vel að keppninni staöiö?
8 VIKAN 10. TBL. 1991
LJÓSM.: ÞORSTEINN ERLINGSSON