Vikan - 16.05.1991, Blaðsíða 61
ÞÝÐING: LÍNEY LAXDAL
titilhlutverkið, anda Sams
nokkurs Wheat. Sá er fram-
takssamur ungur maður sem
deyr og gengur aftur og sér þá
heiminn upp á nýtt.
Myndin gaf vel af sér í
bandarískum bíóhúsum eða
80 milljónir dollara. - Þetta er
mynd sem flestir ættu að sjá,
segir hann. - Hún snýst um
gamla verðleika eins og trú,
góðan móral meðal fólks og
síðast en ekki síst kærleika.
Eftir að hafa leikið í Road
House og Next of Kin var ég
orðinn þreyttur á hasarmynd-
um og langaði í eitthvað fyrir
sálina að melta. Lisa vissi það
reyndar á undan mér. Viö
erum eins og eineggja tvíburar
hvað það varðar, við finnum á
okkur hvað hitt langar til að
gera.
Patrick kom í þetta viðtal á
Harley Davidson mótorhjólinu
sínu, fór afsíðis til að skipta
um föt og greiða hárið sem var
klesst undan hjálminum. Það
vekur athygli okkar að hann er
með Ijóst hár.
- Það er út af næsta hlut-
verki mínu, segir hann og
brosir að svipnum sem á okkur
kemur. En hann verður fljótt
alvarlegur þegar við spyrjum
hann út í hjónabandið og
hvernig þeim hafi tekist að
halda því gangandi. Það er
sannarlega ekki óalgengt að
leikarar skilji.
- Við höfum því miðurenga
haldgóða uppskrift í þeim efn-
um en vinnum hörðum hönd-
um að því! Við gerum allt
mögulegt saman þegar við
erum ekki að vinna. Jafnvel
þegar mikið er að gera hjá
okkur hittumst við um helgar
og yfirgefum alls ekki hótelher-
bergið þann tíma sem við
höfum, segir hann og brosir út
að eyrum. Það á ekki að fara
milli mála hvað hann meinarl-
En það allra besta er að ferð-
ast á hestbaki inn í eyðimörk-
ina. Við eigum þrettán hesta
og nestispakkarnir eru alltaf til
þegar ég kem heim svo við
getum látið okkur hverfa í
hvelli ef svo ber undir. Bara við
HJARTAKNÚSARINN
PATRICK
SWAYZE
Ast og mannkærleikur er
það sem skiptir mestu
máli í þessu lífi. Það er
líka það eina sem þú getur
tekið með þér í gröfina, segir
leikarinn og hjartaknúsarinn
Patrick Swayze.
Hann er 38 ára og sló eftir-
minnilega í gegn í Dirty
Dancing. Hann hefur verið gift-
ur Lisu Niemi [ fjórtán ár og er
enn jafnhamingjusamur. - Eft-
ir svona langan tfma veit mað-
ur hvað maður vill og gerir sitt
besta fyrir sambandið. Við
erum ekki hrædd við að ausa
úr skálum reiði okkar yfir hvort
annað en það fer aldrei undir
beltisstað. í þessu máli sem
öðrum er mikilvægt að hafa
reglur til að fara eftir.
Patrick er ekta Texasbúi, í
kúrekastígvélum og gallabux-
um. Hann vill láta taka sig al-
varlega, er góður dansari og
karatesnillingur. Hann kann
líka vel með sverð að fara.
Það geta allir séð í myndum
hans.
Þessi sæti náungi með sexi
brosið - sem er skakkt að
hans mati - hefur áhuga á
andlegum málefnum. Það
varð öllum Ijóst þegar hann lék
í myndinni Ghost. Hann leikur
Patrick Swayze og Liza Niemi hafa veriö gift i fjórtán ár og eru afar hamingjusöm. „Eftir svona langan tíma veit maöur
hvað maður vill og gerir sitt besta fyrir sambandið," segir hann.
10. TBL.1991 VIKAN 61