Vikan


Vikan - 19.09.1991, Side 16

Vikan - 19.09.1991, Side 16
VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: A ÞITT VIÐSKIPTAKORT HEIMA HÉR? EURO-HfllR á íslandi Lausnin er: Enzymol # **. Nýtt í Evrópu ■ Engin hárígræðsla ■ Engin gerfihár ■ Engin lyfjameðferð ■ Einungis tímabundin notkun Eigið hár með hjálp lífefna-orku P ORBoxI1 88?121 Rvík ® 91 ' 676331 e.kl.16.00 LITUN, STRÍPUR, KLIPPING REYKJAVÍKURVEGI 64 ■ HAFNARFIROI - Sl'MI 662620 ■ HEIMASÍMI 52030 Höfum opnað nýja fatahreinsun með öllum nýjustu og bestu vélum sem fáanlegar eru i dag. Hreinsum allan venjulegan fatnað. Tökum í þvott fyrir fyrirtæki. Hreinsum einnig gluggatjöld, sængur, kodda, svefnpoka, gólfmottur, tjöld o.fl. HAKSEL í MJÓDD Hárísnyrtlstofa Þarabakki 3-2. h. Sími 79266 Hársnyrting fyrir dömur, l \ JX €y* % o herra og börn. V Agnes og Iagunn 16 VIKAN 19. TBL1991 HUGARÓRAR HALLGERÐAR Tóta er með húfu úr fjórföldum lopa Eg verð sennilega í meiri háttar straffi fram að áramótum. Pabbi, þessi Ijúflingur, er gjörsamlega brjál- aöur. Málið er að Tóta frænka í Breiðholtinu kemst ekki út úr húsi vegna þess að ég setti í hana meiri háttar permanent tvisvar sama daginn, þrátt fyrir það að einhver grasakona hefði sagt henni að ef gellan ætlaði að halda hárinu yrði hún að fara á fáránlegan lýs- iskúr næstu sex mánuðina. Manneskjan er með Óla ennþá og gat bara ekki boðið honum upp á að sofa hjá sér eftir að hafa sett þorskalýsi í hársvörðinn þrisvar á dag, enda lyktaði geitin eins og bræðslustöð eftir hverja aðgerð. Ég sagði henni náttúr- lega að hárið á henni myndi sjöfaldast ef hún fengi mjúkt permanent í það, auk þess sem Óli myndi dýrka dúninn og sennilega biðja hennar. Tóta frænka er núna með húfu úr fjórföldum lopa. Hvert einasta strá brann af henni eft- ir seinna permanentið. Við skulum bara athuga að ef hún hefði ekki verið svona gráðug eftir fyrstu ísetningu og heimt- að aðra með það sama, til þess að fá ennþá meiri lyftingu og aðgerö sem entist i tvö ár, þá væri allt silkið á sínum stað ennþá. Óli kom hingað heim með videóspólu þar sem Tóta var öll útgrátin og hárlaus í al- gjöru móðursýkiskasti, að prjóna húfu á fulli. Óli hótaði pabba að láta lögsækja mig fyrir fikt og annað almennt vesen. Mamma sagði hágrát- andi að Tóta frænka hefði neytt mig út í seinna perman- entið því það væru engin tak- mörk fyrir nískunni og tilætlun- arseminni í þessari herfu. Hann skyldi bara átta sig á því að álagið sem ég var undir þennan dag væri þannig að þau mættu þakka fyrir ef ég gæti nokkurn tíma notað á mér upphandleggina aftur. Tóta talaði við grasakonuna og hún sagði henni að hafa Óla í næsta herbergi á meðan hún skellti sér aftur á lýsiskúr- inn og bað hana ( öllum bæn- um að auka skammtinn um helming strax. Óli er fluttur út og hefur ekki sést í átta daga og Tóta er eitt stress. Ég veit ekki betur en ég hafi sett permanent í Jóu vinkonu og gamla settið boðið henni enskunám ( London þegar hún kom heim með annað hvert hár brunnið af. Jóa var búin að reyna allt til að kýla námið i gegn og eftir að gamla gengið sá hana neituðu þau að hafa hana heima í Hrafna- nesinu og pöntuðu flugfar ( hvelli. Við skulum bara athuga það, að það er ekkert óeðlilegt þó efnabreyting verði á höfð- inu á fólki sem búið er að stressa upp úr skónum eins og Jóu eftir að hún fór fram á smástyrk til London með við- komu á Stones-tónleikum i París. Hugsið ykkur stressið, þó Jóa gerði þeim þann greiða að nefna ekki Parísarferðina. Vonandi verð ég uppgötvuð fljótlega. Ég er meiri háttar, það er á tæru. □

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.