Vikan


Vikan - 19.09.1991, Qupperneq 16

Vikan - 19.09.1991, Qupperneq 16
VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: A ÞITT VIÐSKIPTAKORT HEIMA HÉR? EURO-HfllR á íslandi Lausnin er: Enzymol # **. Nýtt í Evrópu ■ Engin hárígræðsla ■ Engin gerfihár ■ Engin lyfjameðferð ■ Einungis tímabundin notkun Eigið hár með hjálp lífefna-orku P ORBoxI1 88?121 Rvík ® 91 ' 676331 e.kl.16.00 LITUN, STRÍPUR, KLIPPING REYKJAVÍKURVEGI 64 ■ HAFNARFIROI - Sl'MI 662620 ■ HEIMASÍMI 52030 Höfum opnað nýja fatahreinsun með öllum nýjustu og bestu vélum sem fáanlegar eru i dag. Hreinsum allan venjulegan fatnað. Tökum í þvott fyrir fyrirtæki. Hreinsum einnig gluggatjöld, sængur, kodda, svefnpoka, gólfmottur, tjöld o.fl. HAKSEL í MJÓDD Hárísnyrtlstofa Þarabakki 3-2. h. Sími 79266 Hársnyrting fyrir dömur, l \ JX €y* % o herra og börn. V Agnes og Iagunn 16 VIKAN 19. TBL1991 HUGARÓRAR HALLGERÐAR Tóta er með húfu úr fjórföldum lopa Eg verð sennilega í meiri háttar straffi fram að áramótum. Pabbi, þessi Ijúflingur, er gjörsamlega brjál- aöur. Málið er að Tóta frænka í Breiðholtinu kemst ekki út úr húsi vegna þess að ég setti í hana meiri háttar permanent tvisvar sama daginn, þrátt fyrir það að einhver grasakona hefði sagt henni að ef gellan ætlaði að halda hárinu yrði hún að fara á fáránlegan lýs- iskúr næstu sex mánuðina. Manneskjan er með Óla ennþá og gat bara ekki boðið honum upp á að sofa hjá sér eftir að hafa sett þorskalýsi í hársvörðinn þrisvar á dag, enda lyktaði geitin eins og bræðslustöð eftir hverja aðgerð. Ég sagði henni náttúr- lega að hárið á henni myndi sjöfaldast ef hún fengi mjúkt permanent í það, auk þess sem Óli myndi dýrka dúninn og sennilega biðja hennar. Tóta frænka er núna með húfu úr fjórföldum lopa. Hvert einasta strá brann af henni eft- ir seinna permanentið. Við skulum bara athuga að ef hún hefði ekki verið svona gráðug eftir fyrstu ísetningu og heimt- að aðra með það sama, til þess að fá ennþá meiri lyftingu og aðgerö sem entist i tvö ár, þá væri allt silkið á sínum stað ennþá. Óli kom hingað heim með videóspólu þar sem Tóta var öll útgrátin og hárlaus í al- gjöru móðursýkiskasti, að prjóna húfu á fulli. Óli hótaði pabba að láta lögsækja mig fyrir fikt og annað almennt vesen. Mamma sagði hágrát- andi að Tóta frænka hefði neytt mig út í seinna perman- entið því það væru engin tak- mörk fyrir nískunni og tilætlun- arseminni í þessari herfu. Hann skyldi bara átta sig á því að álagið sem ég var undir þennan dag væri þannig að þau mættu þakka fyrir ef ég gæti nokkurn tíma notað á mér upphandleggina aftur. Tóta talaði við grasakonuna og hún sagði henni að hafa Óla í næsta herbergi á meðan hún skellti sér aftur á lýsiskúr- inn og bað hana ( öllum bæn- um að auka skammtinn um helming strax. Óli er fluttur út og hefur ekki sést í átta daga og Tóta er eitt stress. Ég veit ekki betur en ég hafi sett permanent í Jóu vinkonu og gamla settið boðið henni enskunám ( London þegar hún kom heim með annað hvert hár brunnið af. Jóa var búin að reyna allt til að kýla námið i gegn og eftir að gamla gengið sá hana neituðu þau að hafa hana heima í Hrafna- nesinu og pöntuðu flugfar ( hvelli. Við skulum bara athuga það, að það er ekkert óeðlilegt þó efnabreyting verði á höfð- inu á fólki sem búið er að stressa upp úr skónum eins og Jóu eftir að hún fór fram á smástyrk til London með við- komu á Stones-tónleikum i París. Hugsið ykkur stressið, þó Jóa gerði þeim þann greiða að nefna ekki Parísarferðina. Vonandi verð ég uppgötvuð fljótlega. Ég er meiri háttar, það er á tæru. □
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.