Vikan


Vikan - 19.09.1991, Side 21

Vikan - 19.09.1991, Side 21
almennilegan söngvara fyrr en ári síðar þegar Sebastian varð á vegi þeirra og allt small saman. Hann heitir réttu nafni Sebastian Bierk (borið fram svipað og Björk), skírður til heiðurs John Sebastian úr hljómsveitinni Lovin’ Spoonful. (Þessi sami John Sebastian hefur undanfarið kynnt rokkþætti í Ríkissjónvarpinu á föstudagskvöldum.) Ástæðan fyrir því að hann breytti eftirnafninu í Bach er tvíþætt. í fyrsta lagi rímar Bierk við Jerk sem þýðir skít- hæll og í öðru lagi var þrjú hundruð ára afmæl- is Johanns Sebastian Bachs minnst um þetta leyti. Söngvarinn Sebastian fæddist á Bahama- eyjum en ólst að mestu leyti upp í Kanada og Kaliforníu. Hann var farinn að syngja á bjór- krám skömmu eftir fermingaraldur enda átti hann auðvelt meö að svindla sér inn þar sem hann hefur alla tíð verið hár í loftinu. ( dag er hann um 190 cm á hæð. Á hægri handlegg hans hefur setningin „Youth Gone Wild“ verið tattóveruð en það er einmitt nafnið á fyrsta myndbandinu sem hann gerði með Skid Row. Sebastian Bach hefur verið orðaður við eit- urlyfjaneyslu og skapofsaköst. Sömu sögu er hins vegar ekki hægt aö segja um Rachel Bolan, sem líka er skrautlega húðflúraöur. Hann kemur notalega fyrir, er rólyndur að eðl- isfari og hefur alla tíð haft andstyggð á eiturlyfj- um. Þegar ég spurði hann um daginn um tatt- óveringarnar, sem hann er með á handleggn- um, sagði hann að það væri engin sérstök ástæða fyrir þeim. „Mér dettur bara stundum í hug að fá mér nýtt húðflúr á ferðum mínum um heiminn," bætti hann við. Um litlu hringina ( nefi sínu og keðjuna sem hangir úr öörum þeirra segir hann að honum hafi þótt gaman aö pönk-tímabilinu og ýmsu sem fylgdi því. FRÁ BON JOVI AÐ FORSÍÐU ROLLING STONE Frá því að fyrsta plata hljómsveitarinnar, sem hét einfaldlega Skid Row, kom út fyrir rúmum þrem árum hefur vegur hljómsveitarinnar farið stöðugt vaxandi, ekki síst vegna þess að sjón- varpsstöðin MTV tók hana strax upp á arma sína. í fyrstu hljómleikaferðunum hitaði hún upp fyrir Bon Jovi og síðan Guns’n’Roses, en þegar nýjasta piatan, Slave to the Grind, kom út og þaut beint upp í efsta sæti vinsældalistanna í Ameríku, án viðkomu í öðrum sætum, má telja öruggt að hljómsveitin sé komin á stall með frægustu þungarokksveitum heimsins í dag. Auðvitað gera strákarnir sér Ijóst að löng röð tilviljana hefur gert það að verkum að þeir eru orðnir svona frægir. í Bandaríkjunum einum eru til þúsundir þungarokksveita. Flestar þeirra komast aldrei á hljómplötu hvað þá meira. Það er því svipað og að ætla sér að fá hæsta vinn- inginn í happdrættinu að ætla sér að ná frægð og frama í músíkinni. ( hverri einustu viku koma út tugir ef ekki hundruð hljómplatna. Fæstar þeirra komast á áberandi staði í hljóm- plötuverslunum og jafnvel þótt svo vel takist til eiga þær á hættu að vera ýtt til hliðar þegar nýjar plötur koma á markaðinn örfáum dögum síðar. En strákarnir í Skid Row eru búnir að slá ( gegn. í nýjasta hefti tímaritsins Rolling Stone er forsíðumyndin af Sebastian Bach. Það er engin smávegis viðurkenning að fá birta for- síðumynd af sér utan á því blaði. Hljómsveitin Dr. Hook var til dæmis löngu orðin heimsfræg Björgvin Ijósmyndari var óvelkominn baksviðs, enda vildu rótarar og lífverðir hljómsveitarinnar ekki sjá neina Ijósmyndara þar. Þó tókst að ná þessari mynd af nokkrum af gíturum Daves Sabo. þegar hún fékk birta af sér mynd þar og hafði meira að segja sent frá sér lag þar sem segir í textanum að hljómsveitin eigi sér enga ósk æðri en að fá birta mynd af sér á forsíðu þessa virta tímarits. ÍSLAND - SÍÐASTI VIÐKOMUSTAÐURINN í EVRÓPU Laugardaginn 7. september sl. hélt svo hljóm- sveitin síðustu hljómleika sína á vel heppnaöri Evrópuferð. Eins og margir vita fóru þeir fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Þar voru um þúsund áheyrendur en höfðu verið að minnsta kosti þrisvar sinnum fleiri kvöldið áður. For- ráðamenn hljómleikanna höfðu vonast eftir meiri aðsókn, ekki síst þar sem nokkrir af föstudagsgestunum voru svo hrifnir að þeir töl- uðu um að fara aftur kvöldiö eftir, þótt miðinn kostaði á fjórða þúsund króna. En sennilega var of stuttur tími liðinn frá Kaplakrikahátíðinni. Sebastian stingur svolítið í stúf við hina í hljómsveitinni; næstum höfðinu hærri en þeir og bjartur yfirlitum. Meðan hann öskraði for- mælingar, söng í gegnum kerfi sem kallað er „voice processor” (raddmeðhöndlari) á máli tónlistarmanna, sveifluðu strákarnir hárbrúsk- um sínum, samæföir, hring eftir hring eða brugðu á sprett á upphækkunum bakatil á sen- unni og upp á risastórar hátalarasamstæðurn- ar sitt hvorum megin við hana þegar þeir tóku sóló. Þeir voru reyndar á fleygiferð allan tím- ann og á meðan gekk Sebastian berserks- gang; sparkaði vatnsmálum út í loftið eða frussaði vatni út úr sér til að skapa myndræn áhrif, þeytti hljóðnemasnúrinni í allar áttir eða þá að hann var þotinn upp á hátalarasamstæð- urnar. Á milli laga gat hann ekki stillt sig um að lýsa aðdáun sinni á fegurð (slands, sem hljómsveit- in hafði fengið tækifæri til að skoða lítils háttar, en áheyrendur virtust lítið velta þvi fyrir sér. Sumir þeirra dönsuðu eins og í álögum, aðrir dilluðu sér en meiri hlutinn stóð sem bergnum- inn fyrir framan sviðið og tók þátt (gjörningun- um með því að veifa handleggjunum, sveifla logandi kveikjurum eða öskra með, allt eftir viðeigandi tilefnum. Ljósin áttu líka sinn þátt í að ná fram rétt- um þungarokksáhrifum sem eru kölluð „Head- bangers effects" á ensku og er kannski hægt að líkja við hauskýlingar. Stundum voru Ijósin dularfull, seiðandi og allt að því rómantísk en í næstu andrá lýstu tugir kastara með fullum styrk og flennibirtu beint framan í áhorfendur. Hljóðfærin öskruöu hvert í kapp við annað, trommarinn gerði sitt besta til að yfirgnæfa þau en háværastur var þó söngvarinn og sær- ingameistarinn mikli, Sebastian Bach. 19. TBL. 1991 VIKAN 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.