Vikan


Vikan - 19.09.1991, Side 33

Vikan - 19.09.1991, Side 33
ss 'Q o co co E2 LU Q CD co q; Bófinn við hinn bófann: Eig- um við að taka saman leigu- bíl? Hinn: Já, endilega! Upphaflegi bófinn: Ókei, þú tekur dekkin, ég tek útvarp- ið, þú tekur geyminn... Leikstjórinn var að reyna að sannfæra fjármálastjóra kvik- myndarinnar um að myndin yrði mesta stríðsmynd allra tíma. - Þetta verður það stórkost- legasta sem nokkru sinni hefur sést á hvíta tjaldinu. Ég verð með raunverulega hermenn, 9000 manns í öðrum hernum og 12000 í hinum! - 21000 statistar í einni kvikmynd! Hvernig eigum við að geta borgað þeim öllum? sagði fjármálastjórinn áhyggjufullur. - Borgað? Ekkert mál. Við notum bara alvörukúlur! Cecil B. DeMille auglýsti eina af stórmyndum sínum úr Biblíunni með viðlíka orða- flaumi og aðrar myndir sínar: Stórbrotin og mikilfengleg mynd í aliri sinni dýrð. Mesta mynd allra tima. 100.000 leikendur. Óhemju spenn- andi. Technicoior, o.s.frv., o.s.frv. John Steinbeck skrifaði um myndina og var dómurinn á þessa leið: Sá myndina, finnst bókin betri. Vitur maður sagði eitt sinn: Það er betra að hafa munninn lokað- an og vera talinn heimskur en að opna hann og taka af öll tví- mæli. „Róleg kona, ég er aöeins að skola aí bílnum!" Vinnuveitendur athugið: Látið latasta starfsmanninn ávallt fá vandasömustu verkefnin. Hann er vís til að finna ein- földustu og fljótlegustu leið- ina tii að leysa þau. - Þegar ég vil fara í bæinn er ég alltaf of lítill og þegar ég á að taka lýsið er ég alltaf svo stór strákur. Má ég ekki skipta? Svo er það einn enn af borg- arbarninu sem sá hest á leið- inni á Þingvöll: „Mamma, mamma, þarna er dýr sem labbar bæði að aftan og framan!“ Hvað meinarðu að allt hafi farið vel? Hann giftist henni! hann er dáldið dýr, en það er alveg þess virði að fá eitthvað sem ekki allir eru í. - Eitt orð frá þér í viðbót og ég lem þig í kjötkássu, sagði Kalli kjaftfori við Dúdda digra. - Þegiðu. - Eh ... Þetta var ekki rétta orðið. - Datt maðurinn þinn í það í gær? - Já, heldur betur. Hann var svo fullur að hann fór að leita að eggjum í gauks- klukkunni. „Hún stækkar fljótt í þá!" - Vertu nú góður strákur, Doddi minn, og segðu Aaah svo að læknirinn geti tekið fingurinn á sér út úr munninum á þér. Síamstvíburarnir höfðu unnið eftirvinnu alla nóttina. Þeir voru svo þreyttir að þeir héngu varla saman ... - Húsbóndinn var svo nísk- ur að hann hitaði alltaf brauð- hnifinn til þess að konan hans notaði ekki of mikið smjör. Tveir strákar stæra sig af feðrum sínum. - Pabbi er svo ríkur að hann á heilt dagblað. - Hvað er svona merki- legt við það? Dagblað kost- ar ekki nema hundraðkall. - Ég er milljónamæringur, lagsi. Ég gæti keypt þig og selt ef mér sýndist. - Puh! Ég er margmilljóna- mæringur. Ég gæti keypt þig og þyrfti aldrei að selja þig aftur. 19. TBL 1991 VIKAN 33

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.