Vikan


Vikan - 19.09.1991, Side 54

Vikan - 19.09.1991, Side 54
að mestu undir berum himni og lýsir á ein- stæðan hátt daglegu lífi á Englandi um síðustu aldamót. Þar má finna heimili tannlæknis, kennara og lögfræðings. Á hverju þeirra er fólk klætt samkvæmt aldamótatísku og í allri hegð- un eins og búast má við af fólki þess tíma. Verslanir, blaðaútgáfu, járnbrautarstöð og kolanámu má einnig finna og þar gegnir fólk störfum sínum af mikilli innlifun í takt við anda safnsins. MANNLEGIR VARNARSKILDIR í nágrenni Newcastle má síðan finna einstæð mannvirki reist á heimsvaldatímum Rómverja enda markaði borgin nyrstu mörk rómverska heimsveldisins að austanverðu. Þar er meðal annars veggur sem Rómverjar reistu til varnar yfirráðasvæöi sínu þvert yfir England. í mið- borginni stendur dómkirkja sem kennd er við heilagan Nikulás. Kirkjan er frá 14. öld að megninu til og skartar mikilli turnspíru sem bætt var ofan á hana 1470. Turnspíra þessi á sér nokkuð sérstaka sögu sem endurtók sig nú nýverið í Persaflóastríðinu. Þannig var að árið 1644 sat skoski herinn um borgina og hótaði að sprengja turninn af með fallbyssum. Þeirra tíma kollegi Saddams Hussein, enskur, greip þá til ráðs nokkurs sem Saddam hafði að fyrir- mynd til aö vernda helstu byggingar sínar. Setti hann skoska stríðsfanga sína í turninn og bjargaði honum þar með frá tortímingu. PASSAÐU ÞIG Á BÍLUNUM - ÞEIR KOMA HINUM MEGIN FRÁ Þannig státar Newcastle bæði af sögu og sjón auk hinna miklu verslunarmöguleika. Þetta er hrein og falleg borg þar sem glæpir eru fátíðir miðað við margar aðrar enskar borgir, að sögn fulltrúa borgarinnar. Hótel og veitingastaöir af öllum stærðum og gerðum eru á hverju strái í miðborginni, næturklúbbar og enskir „pöbbar“ þar sem hálfur lítri af bjór kostar um 120 krónur (slenskar, nokkuð sem mörlandinn á ekki að venjast. Þá er vinstri umferð ökutækja á götum borgarinnar eitthvað sem „hægrisinnaöur" (slendingur áttar sig illa á í fyrstu. Eina gullna reglu fann óg þó við fyrstu kynni mín af þessu fyrirbæri; horfðu fyrst til hægri, síðan til vinstri, áður en þú gengur yfir enska götu. Bílarnir koma nefnilega hinum megin frá! □ RISASAFN í ANDA SÍÐUSTU ALDAMÓTA Skammt fyrir utan borgina er Beamish-safnið sem meðal annars hefur fengið viðurkenningu sem athyglisverðasta safn Evrópu. Safnið er Byggingasaga frá A-Ö. Newcastle státar af mörgum fallegum byggingum frá fornöld til nýaldar. Þeir eru vinaiegir „elsku kaliarnir" við kolanámuna sína. múr. Eiginlega má segja að maður fái bygg- ingarsögu borgarinnar beint í æð þar sem mað- ur stendur á götuhorni og horfir á þrjár bygg- ingar hlið við hlið, hverja frá sínu tímabilinu. Eftir gangstéttunum hlaupa síöan riddarar nú- tímans vopnaöir greiðslukortum, ferðatékkum og enskum pundum enda er Newcastle að verða ein helsta verslunarborg Englands. STÆRSTA VERSLUNARMIÐSTÖÐ EVRÓPU Lega borgarinnar meðfram ánni gerir þaö að verkum að ef gist er í miöbænum er stutt [ helstu verslunargötur og verslunarmiðstöðvar. Það sem kom einna mest á óvart við borgina var að hún státar nú af stærstu verslunarmið- stöð Evrópu, Metro Center. Miðstöðin er um það bil fimm kílómetra utan við miðbæinn og þar má finna flest þaö sem hugurinn girnist í yfir þrjú hundruð og fimmtíu verslunum undir einu þaki. Óhætt ætti að vera að mæta á svæðið á bíl þar sem tólf þúsund bílastæöi eru til taks en auk þess ganga sérstakar járnbraut- arlestir og almenningsvagnar til verslunarmið- stöðvarinnar. Dæmi eru þess að á sérstökum rútustæðum hafi á einum degi verið þar þrjú hundruð og fimmtíu rútur og þá voru þar hundrað og fimmtíu þúsund manns að versla. Það mun vera um fimm kílómetra labb að fara í gegnum alla keðjuna og á leiðinni er hægt að tylla sér á einhvern af þeim fimmtíu veitinga- stöðum sem þar eru. Auk verslana er í mið- stöðinni skemmtigarður með hringekju og fleiri leiktækjum, tíu sala kvikmyndahús og keilusal- ur. ( miðbænum er síðan önnur risastór versl- unarmiðstöð, Eldon Square. Úr henni er geng- ið út á mestu verslunargötu Newcastle borgar, Northumberland street. Verð í verslunum mun vera fyllilega sambærilegt við aðrar borgir bæði á Englandi og í Skotlandi og stöðugt færist í vöxt að fólk fari þangað í verslunarferð- ir. En Newcastle og nánasta umhverfi borgar- innar státar af fleiru en verslunum. Þessl aldurhnigni „erni“ strætisvagn flutti gesti milli áfangastaða í Beamish-safninu. 54 VIKAN 19. TBL. 1991

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.