Vikan


Vikan - 19.09.1991, Side 64

Vikan - 19.09.1991, Side 64
SNYRTING HELENA RUBINSTEIN Haustlitirnir sóttir til náttúrunnar Haustlitirnir frá Helena Rubinstein eru sóttir til náttúrunnar. Eðlileg og falleg förðun er ríkjandi þetta haustið. Nýju litirnir í augnskuggum eru annars vegar heitur brons með djúpum lit. Mjó lína er dregin umhverfis augun með svörtum blýanti og augnhárin virðast þéttari með svörtum augnháralit. Kinnaliturinn Spicy Chestnut fer vel með þessum litum. Hins vegar er bjartur fjólu- blár litur með djúpum plómulit og augnblýanturinn Night Violet er notaður umhverfis augun. Á augnhárin er notaður Black Amethyst, mjög dökkur plómulitur. Með þessum litum má til dæmis nota farða númer 22 eða 12 (Contact Finish) og litlaust púður númer 06. Varir og neglur verða ekki útundan. Terra, brúngylltur jarðarlitur, og Precious Plum, bjartur plómulitur, eru nýir litir sem fara vel með áðurnefnd- um litum. □ ROUG ABSO Nýr varalitur frá Lancome £ ROUGE ABSOLU línuna I frá Lancome hafa nú bæst I við hvorki fleiri né færri en tuttugu nýir varalitir - í öllum regnbogans litum, allt frá bleikum og orangetónum upp í brúna og rauða tóna. ROUGE ABSOLU varalitirn- ir innihalda E-vítamín í ríkum mæli og vörn gegn skaölegum sólargeislum. Þeir innihalda jurtaolíur sem eiga að gera þá mjög næringarríka. Varalitirnir koma í svörtu hulstri með gylltri rönd. □ 64 VIKAN 19. TBL. 1991

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.