Vikan


Vikan - 19.09.1991, Blaðsíða 66

Vikan - 19.09.1991, Blaðsíða 66
EVRÓPSKAR KVIKMYNDIRII Hér á eftir fer umfjöllun um franskar og ítalsk- ar kvikmyndir, myndir sem verða eða verða ef til vill aldrei sýndar hérlendis vegna Feðgarnir að koma úr veiðiferð í myndinni La gloire de mon pére (Dýrð föður míns). þess að þær eru ekki á engil- saxnesku máli. Þó er aldrei að vita. Hver veit nema þær verði sýndar á einhverri kvikmynda- hátíð hér í borg. Frakkar og ítalir eiga sér langa kvik- myndahefð. Það voru Frakkar (Lumiere-bræðurnir) sem gerðu sér fyrst grein fyrir nota- gildi leikinna kvikmynda. Við skulum kynna okkur nokkrar ítalskar og franskar myndir sem hafa verið framleiddar á þessu ári. Hver sá ekki ítölsku mynd- ina Cinema Paradiso eða Paradísarbíóið sem Gius- eppe Tornatore leikstýrði? Þetta er hjartahlý, innileg og manneskjuleg mynd sem fær alla til að tárast örlítið enda er maður bara mannlegur. Leik- stjórinn Giuseppe Tornatore gerði síðan myndina Stanno tutti bene (Öllum líður vel) sem fjallar um föður einn sem langar til að heimsækja börnin sín og sjá hvernig þeim farn- ast í lífinu. Hann gerir engin boð á undan sér og það á eftir að draga dilk á eftir sér. Persóna Sophie Marceau gerir sér grein fyrir að ekki er allt gull sem glóir í myndinni Pacific Palisades. ► Faðir og dóttir í frönsku myndinni Daddy Nostalgie. Hann er dauðvona, hún að kynnast honum að nýju eftir margra ára aðskilnað. ◄ Djörf eða ekki djörf, það er spurningin. Svipmynd úr kvikmyndinni Sumarnótt í borg. Alain Delon sem franskur guðfaðir í myndinni Dancing Machine. La Stazione (Járnbrautar- stöðin) fjallar um Domenico sem starfar á lítilli brautarstöð í smáþorpi á Suður-Ítalíu. Hann er mjög nákvæmur að eðlisfari og hefur mikið dálæti á áætl- unum. Auk þess dýrkar hann þýska tungu. Er það nú sögu- þráður eða hvað! En meira hangir á spýtunni. Einn daginn heldur auðjöfur einn í þorpinu mikið teiti sem eingöngu er ætlað vel stæðu fólki. Nóg er af víni og villtum meyjum. Ein þessara villtu meyja hleypur til járnbrautarstöðvarinnar sem er í námunda við heimili ríka mannsins. Stúlkan vill taka næstu lest heim til sín. Járn- brautarstarfsmaðurinn útskýrir fyrir henni að hennar lest komi ekki fyrr en seinna um kvöldið og því þurfi hún að bíða örlítið. Hún lætur sé það lynda og byrjar að tala við Domenico sem verður yfir sig ástfanginn. Þá kemur babb í bátinn. Stúlk- an á kærasta og hann kemur til sögunnar því hann hafði elt stúlkuna sína eftir að hún yfir- gaf teitið. Hefst nú mikið tilfinn- ingastríð. Þegar svo lestin kemur tekur stúlkukindin veigamikla ákvörðun sem á eftir að hafa áhrif á líf járn- brautarstarfsmannsins. ítalska myndin Tarassachi er í raun þrjár smásögur sem allar fjalla um eiturlyfjafíkla á öllum aldri. Myndin tekur fyrir innri baráttu þessa fólks og hvernig því tekst að berjast gegn fíkninni. Fólkið gerir sér grein fyrir hversu hættuleg þessi fíkn er og að eiturlyfja- neysla leiði aðeins eitt af sér: Tortímingu mannlegs lífs. Open Doors er ítölsk þrátt fyrir enskan titil. Hún gerist á fasistatímabilinu á Ítalíu árið 1937. Fjallar hún um mann sem myrðir einn morguninn þrjár manneskjur, flokksbróður sinn, yfirboðara sinn og eigin- konu sína. Síðan býður hann TEXTI: CHRISTOF WEHMEIER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.