Vikan


Vikan - 19.09.1991, Page 68

Vikan - 19.09.1991, Page 68
Morðingi að hlusta á dóm sinn í ítölsku réttarhaldsmyndinni Open Doors. syni sfnum í morgunverö og játar á sig morðin af fúsum og frjálsum vilja. Hann vill fá dauðadóm en dómarinn, sem dæmir í málinu, er á móti dauðarefsingu. Hann vill fá góða og gilda ástæðu fyrir þessum illa verknaði. Morð- inginn sleppur við dauðarefs- ingu, öllum til mikillar furðu. Mörgum árum síðar er málið tekið fyrir aftur og þá kemur margt upp á yfirbórðið sem ekki var vitað um áður. Þetta er ítölsk réttarhaldsmynd, byggð á sannsögulegum at- burðum. Dicembre eða Desember er líka dramatísk mynd sem fjallar um hvernig kona nokkur sigrast á sjálfri sér eftir að hafa misst eiginmann sinn rétt fyrir jólahátíðina. Þetta er sorgleg mynd en mannleg. Við skulum þessu næst vinda okkur yfir í franskar kvik- myndir. Ein frönsk kvikmynd hefur fengið frábærar móttök- ur f kvikmyndahúsum Evrópu. Hún er í tveimur hlutum og heitir La gloire de mon pére (Dýrð föður míns) og Le chat- eau de ma mére (Höll móður minnar). Myndin fjallar um æskuár Marcel Pagnol sem er nafntogaður höfundur f heimalandi sínu, Frakklandi. Sögusviðið er Suður-Frakk- land sem síðustu aldamót. Fjallað er um strákapör, sam- skipti barna og foreldra og síð- ast en ekki síst ástina. Myndin eða myndirnar verða sýndar f Regnboganum f lok þessa árs. I Daddy Nostalgie leika nafnkunnir leikarar sem ekki hafa þó leikið lengi, Dirk Bog- arde (The Night Porter) og Jane Birkin. Myndin er undir leikstjórn Bertrands Tavern- ier sem leikstýrði djassmynd- inni Round Midnight árið 1986 og hlaut lofsamlega dóma á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Daddy Nostalgie greinir frá dauðvona manni. Hann á dóttur sem hann hefur ekki hitt lengi. Hann langar að kynnast henni aftur þar sem djúp gjá hefur myndast milli þeirra. Hann vill sem sagt bæta fyrir öll árin sem hann hefur ekki séð dóttur sína. Dóttirin kemur og heimsækir föður sinn. Hún ákveður síðan Monsieur Hire eða Herra Hire, sem gerö var árið 1989 og var undir leikstjórn Patric- es Leconte, hlaut góðar við- tökur bæði á meginlandi Evr- ópu, Bretlandseyjum og viti menn - f Bandaríkjunum. Þetta er sakamálamynd í „Film Noir“ stíl. Nú hefur sami leikstjóri gert mynd sem heitir á íslensku Maður hár- greiðslukonunnar. Þar er greint frá hjónum sem reka hárgreiðslustofu. Þau elska hvort annað svo mikið að þeim er gersamlega sama hvað gerist utan við þeirra líf. Ekkert annað kemst að hjá þeim nema .. .að njótast og lifa líf- inu. Það er einmitt það. Alain Delon, sem er álíka þekktur leikari og Gerard Depardieu og Jean Paul Bel- mondo, leikur í nýrri franskri hasar- og glæpamynd sem Litli strákurinn úr Paradísarbíóinu og stórleikarinn ítalski Marcello Mastroianni taka tal saman í myndinni Stanno tutti bene eða Ölium líður vel. ◄ Domenico vinnur á lítilli brautarstöð og skýrir út fyrir dömunni hvenær von er á næstu lest, hennar lest. Svipmynd úr myndinni La Stazione eða Brautarstöðinni. að vera um kyrrt til að sinna honum. Hún kveður hann síð- an á ástríkan hátt þegar hann lýkur jarðvistinni. Myndin er mjög hjartnæm. Nuit déte en ville eða Sumarnótt í borg er mjög óvenjuleg mynd. Þar leika ein- ungis tvær persónur sem eru þar aö auki naktar í gegnum alla myndina. Um hvað ræða svo þessar manneskjur. Nú auðvitað ástina. Þessari mynd hefur verið líkt við Betty Blue sem Jean-Hugues Anglade leikstýrði árið 1986. Sumar- nótt í borg er djörf og gaman- söm að auki. heitir Dancing Machine. Leik- ur hann glæpaforingja með sítt svart hár og þriggja daga skegg. Myndin hefur fengið fádæma góða dóma á megin- landi Evrópu. Auk þess hefur Alain Delon fengið lofsamlega dóma fyrir leik sinn í myndinni. Franska leikkonan Sophie Marceau leikur í mynd sem heitir Pacific Palisades og fjallar um unga franska stúlku sem sér Bandaríkin í hilling- um. Hún heldur til drauma- landsins en gerir sér síðan grein fyrir að ekki er allt gull sem glóir. Það er mikill munur á draumi og veruleika. Per- sónan, sem Sophie Marceau túlkar, gefst þó ekki upp því hún veit það innst inni að vandamál eru til þess eins að sigrast á þeim. Ekki satt! Kona sem sigrast á sjálfri sér eftir að hafa misst eiginmann sinn. Svipmynd úr kvikmyndinni Dicembre eða Desember. Eiturlyfjafíkill i einni smásög- unni. Svipmynd úr kvikmynd- inni Tarassachi. Ástin blossar upp í Pacific Palisades. VIKAI'

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.