Vikan


Vikan - 14.11.1991, Qupperneq 17

Vikan - 14.11.1991, Qupperneq 17
hana með hverjum deginum." í stofunni er einnig stór, svartur, útskorinn skápur sem virðist hafa verið þar frá fyrstu tíð. „Nei, nei,“ segir Hanna Maria brosandi, „þennan skáp kom ég með með mér, sá hann í gegnum glugga á einni af fornsölum borgarinnar og þó fjárhagurinn væri slæmur á þeim tíma fannst mér ég verða að kaupa hann og gerði þvf ráðstafanir til að eignast hann. Það hefur þó aldrei farið eins vel um hann og hérna.“ Annað myndverk vekur athygli þarna i stofunni, það er mynd eftir Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur af konu sem er að spyrna sér upp klettana í Almannagjá. „Þessa mynd fékk ég rétt áður en sr. Heimir varð útvarpsstjóri og staðan losnaði." Það hafði því enginn hugmynd um það á þeim tíma að myndin ætti eftir að hanga uppi á vegg í stof- unni á prestssetrinu andspæn- is klettunum í Almannagjá. Hanna María er fædd og uppalin í Hveragerði. „Þrettán ára gömul var ég send á heimavistarskóla í Skóga- skóla undir Eyjafjöllum og var þar í þrjá vetur. Það var mjög lærdómsríkt því þó það sé ekki alltaf gott að þurfa að senda börn í heimavist er það mjög þroskandi á þessum unglingsárum og ekki minni skóli að búa með sama fólkinu allan sólarhringinn en að læra lexíurnar. Þetta var mjög sér- stök reynsla sem ég er mjög þakklát fyrir og hef búið að síðan. Þarna myndast sérstök bönd milli skólafélaganna og ég hef alltaf fylgst mjög vel með þeim krökkum sem voru með mér í skólanum. Enn man ég ótrúlega mikið af námsefninu; ég var til dæmis að rifja upp Ijóðið Fjallið Skjaldbreiður um daginn þar sem það er mjög tengt mér núna, því Skjaldbreiður hefur verið nefndur móðir Þingvalla. Ég hef ekki hugsað um Ijóðið í tuttugu ár en mundi það frá orði til orðs. Við vorum látin læra fjöldann allan af Ijóðum utan að og Sigga vinkona mín spilaði á gítar og bjó til lag við Ijóðið. Og það rifjaðist auð- veldlega upp. Þetta voru viðkvæm ár og mikilvæg í þroskaferlinum. Ég á tvo bræður, annan eldri en hinn yngri, en það má segja að með því að fara á heimavist- ina hafi ég fengið nýjan systk- inahóp. Við fórum lítið heim þar sem vegakerfið var ekki upp á marga fiska, heimsótt- um heimili okkar einu sinni á haustönn og einu sinni á vorönn. Einu tengslin við heimilin voru pakkasendingar. Einkum var vinsælt að fá sendar kökur og ég bað oft um að fá senda bananatertu sem var mjög vinsæl hjá okkur. Síðan hef ég haldið mikið upp á þessa tertu! Ég á margar dýrmætar minningar frá þessum árum. Minjasafnið á Skógum tengdi okkur við fortíðina og gamla íslenska menningu. Þórður Tómasson safnvörður sat oft og raulaði gamlar vísur og spilaði undir á langspil. Þetta síaðist inn í mann og ég raula þessar vísur oft fyrir börnin mín. Á þessum árum voru krakk- arnir farnir að skjóta sér hvert í öðru. Það var þó lítið gert í málunum annað en að senda bréf á milli og svo var skipst á úrum. Einu sinni í viku, mig minnir að það hafi verið á þriðjudögum, fór skólastjórinn á Lionsfund og þeir sem voru skotnir fóru bak við minjasafn- ið og kysstust, allir í kór. Sum- um fannst þetta mjög tilkomu- lítið, einni stelpunni fannst þetta mjög leiðinlegt og var að skoða gang himintungla með- an þetta stóð yfir! Þarna var víðast mikil nátt- úrufegurð, Sólheimasandurinn var svartur og yfirþyrmandi og nálægð við náttúruna mikil. Skipskaðar höfðu orðið við ströndina og því voru drauga- sögur sagðar á kvöldin. Nokkr- ir draugar áttu að vera í hús- inu, til dæmis einn sem gekk um í fatahenginu með hausinn undir hendinni. Ekki man ég þó eftir að neinn hafi séð hann né aðra drauga sem áttu að vera þarna. Við vorum þó það hræddar að við fórum í hópum saman á klósettin á kvöldin, stelpurnar, fjórar til fimm saman.“ Dætur Hönnu Maríu, Saga og Katla, koma nú inn í stof- una, nýkomnar úr skólanum. Önnur er i Ljósafossskólanum og hin í leikskóla á sömu slóðum. Yngsta barnið, sonur- inn Þórður, sefur hins vegar værum blundi úti í garði. Og skömmu síðar kemur eigin- maðurinn, dr. Sigurður Árni, en hann er rektor Skálholts- skóla fram að áramótum. Hann var að sýna nokkrum Bretum þjóðgarðinn en mikill fjöldi ferðamanna sækir stað- inn heim á öllum árstímum. „Það var einstaklega gaman að sjá hve margir voru á ferð- inni hér í gær. Hingað koma þúsundir ferðamanna, mikið af foreldrum með börn sín.“ Það er mikið að gera í land- vörslunni á haustin og á sumr- in eru auk þeirra hjóna átta starfsmenn sem sjá um að ekki séu brotin landslög og leiðbeina fólki um þjóðgarðinn. „Við erum þó aðeins þrjú hér að vetrarlagi. Haustið er mjög annasamt hérna, rjúpnaveiði er stranglega bönnuð og það þarf að elta uppi menn á jeppum. Því miður eru þeir ▼ „Þaðvar einstaklega gaman að sjá hve margir voru á ferðinni hér í gær. Hingað koma þús- undir ferða- manna, mikið af foreldrum með börn sín.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.