Vikan


Vikan - 14.11.1991, Blaðsíða 19

Vikan - 14.11.1991, Blaðsíða 19
- Þú ert mikil áhugakona um kvennaguðfræði. Eru allir kvenprestar fylgjandi kvenna- guðfræðinni? „Nei, þetta er aðallega ákveðinn hópur sem var sam- an í guðfræðideildinni. Ég kynntist kvennaguðfræðinni á síðasta námsári mínu. Mér fannst þetta vera mjög fjarlægt mér í fyrstu og nánast hefðar- rof að lesa guðfræði eftir konur. En þetta var merkileg lesning og það var nýr heimur sem opnaðist. Ég fór að spyrja sjálfa mig hvort það gæti verið að allt sem ég hefði lesið fram að þessu væri mótað af kenn- ingakerfi karla og byggt á reynslu þeirra. Þar sem karl- menn hafa verið prestar svo til eingöngu fram á okkar daga hafa þeir túlkað ritninguna eftir eigin reynslu. Við skiptumst á skoðunum um þetta, konurnar í deildinni, og eftir að við vor- um orðnar prestar hittumst við reglulega og lásum saman. Ég hef þó ekki tekið mikinn þátt í þessu undanfarin ár vegna búsetu. Kvennaguðfræðin kemur fram í tengslum við kvennabaráttuna. Margar kvenréttindakonur sneru baki við trúnni þar sem þeim fannst hún stuðla að misrétti kynj- anna. Kvennaguðfræðin kom sem andsvar við þessu, mark- miðið með henni er að reynsla karla og kvenna fái að vinna saman og konur fái að skil- greina sig út frá sjálfum sér og eigin reynslu í stað þess að lúta boðum og bönnum karla.“ - Kvennaguðfræðin snýst þá ekki um hvort Guð sé karl eða kona? „Nei, kristnir hugsuðir hafa um allar aldir vitaö að Guð er ekki karl eða kona heldur ann- að og meira. Hins vegar er ekki hægt að iðka guðfræði án þess að nota tungumál, líking- ar og hugtök úr heimi manna. Líkingarnar, sem notaðar eru, móta hugsun. Það voru fyrst og fremst karlar sem voru guð- fræðingar kirkjunnar og auð- vitað hafði reynsla þeirra áhrif á hugsun þeirra. Þetta sjá kon- ur nú, þegar farið er að rann- saka sögu guðfræðinnar. Lík- ingar eins og faðir, sonur, kon- ungur, dómari o.fl. eru óneit- anlega tengdar körlum og hafa orðið hluti karlaguðfræði. Reynsla kvenna, kvenlíkingar, þarf að koma sem mótvægi, ekki til að útrýma karlhugsun og karlreynslu heldur til að gera guðfræði ríkulegri og dýpri og til að gera trúarhugs- un hagnýtari enn fleirum. Þessa er þörf ( dag og mín reynsla er sú að konur hafa orðið bæði undrandi og glaðar þegar þær hafa byrjað að skilja kvennaguðfræði. Konur eiga fullan rétt á að nefna sjálf- ar sig og fá sjálfar að reyna Guð án þess að þurfa að fara leið karlatúlkunar. Kvennaguðfræðin er hluti af svokallaðri frelsunarguðfræöi. Önnur grein á þeim meiði er til dæmis svarta guðfræðin. Þetta er að mínu viti mjög eðli- leg þróun í því fjölhyggjusam- félagi sem við lifum í, þar sem gömlu gildin eru að gliðna og allt virðist komið í upplausn í samfélaginu. Boðskapur Jesú á ekki síst við um konur en konur eiga líka að túlka boð- skap til kvenna. Við kvenprest- arnir erum hluti af sama veru- leika, með sömu formæður og rætur. Sá prestur sem predik- ar hverju sinni er að túlka ritn- inguna í það samfélag sem við lifum í hverju sinni." - Sumir kaþólikkar vilja halda því fram að kaþólska kirkjan sé kvenvinsamlegri en sú lúterska. Hvað viltu segja um það? „María mey var tekin frá okkur í siðbreytingunni. Það var mikil mýkt í kringum átrún- að á Maríu sem var blessunar- rík fyrir konur og karla. Þessa mýkt má meðal annars sjá í sálmum og bænum til Maríu. Það hefur mikið verið talað um það innan kvennaguðfræðinn- ar hvort Marla geti verið fyrir- mynd í kvenfrelsisbaráttunni. Marla er hin upphafna og sak- lausa kona sem karlmenn bera lotningu fyrir. En margar konur hafa bent á að hún geti ekki verið æskileg fyrirmynd I kvennaguðfræði þar sem það hefur verið ein aðalsynd kvenna að lúta og láta stjórna sér og líða. María getur hins vegar verið ágætis fyrirmynd fyrir karla, sem þyrftu að læra meira af auðmýkt, þjónustu og áreynslu. Konur þarfnast þess að fá að rísa upp, nefna sig sjálfar, efla sjálfsvirðingu og reisn. Þær þurfa því aðrar fyrirmyndir og líkingar." - Hvaða afstöðu hefur þú til hinna svokölluðu nýaldar- fræða? „Það er svo mikil gerjun í samfélaginu núna, öll gömlu gildin eru að breytast. Við slík- ar aðstæður finnur fólk fyrir ákveðnu öryggisleysi og leitar inn á við til að finna svör við spurningum um lífið og tilver- una. Þetta óöryggi einkennir líf fólks i flestum löndum í kring- um okkur. Miklar breytingar áttu sér einnig stað fyrir síð- ustu aldamót og þá kom spírit- isminn til sögunnar. Nýaldar- fræðin leggja áherslu á að þú þurfir að fara inn í þig til að kryfja sjálfa þig. Það er þó ekki nema skammtímalausn og svarar ekki spurningum um hver þú ert og hvað þú vilt gera með líf þitt. Ungt fólk er að leita að rótum sínum og þær finnur það eingöngu í okkar eigin menningu, annars er hætt við að þetta verði hamslaus leit. Það getur verið hættulegt að taka erlenda hugmyndafræði og tileinka sér hana sem einhverja allsherjar- lausn. Meiru skiptir að tengja sjálfan sig sögunni, spyrja hverjar eru formæður mínar og forfeður og hver er ég í samhengi sögunnar. Sögu- þekking okkar er því miður of lítil. Við vitum ekkert hver við erum sem þjóð og þurfum að svara spurningum um sjálf- stæði og sjálfsvirðingu. Það er okkur því mjög mikilvægt að finna fortíðina. Við snúum þó ekki aftur til moldarkofanna, búum áfram í fjölhyggjusam- félagi nútíðarinnar. Þetta eru spennandi en jafnframt erfiðir tímar og gaman að velta því fyrir sér hvaö við tökum með okkur inn í framtíðina sem veganesti úr fortíðinni. Þannig fáum við tengsl við fyrri tíma og verðum sterkari í ólgusjó framtíðarinnar." - Sumirhafagagnrýntkirkj- una fyrir að vera ekki í takt við breytta tíma. Hvað viltu segja um það? „Við skulum minnast þess að eitt er kirkja Krists og ann- að er stofnun eins og þjóðkirkj- an. Þjóðkirkjan er að breytast í starfsháttum og nú er bryddað upp á mörgum nýmælum sem eru góð. Fræðslustarf Skál- holtsskóla er dæmi um marg- háttaða þjónustu við fólk, sem margir hafa notið og þakkað fyrir. Verið er að auka við hópastarf í kirkjunum vítt og breitt um landið. Hjúskapar- þjónusta kirkjunnar er sett á laggir, kirkjuskjól fyrir börnin eru á leiðinni og fleira og fleira. En það er rétt, kirkjan er ekki nógsamlega kröftug og vantar meiri fjölbreytni en líklega í grunninn meira trúarlegt vit." - Nú hefur hjónaskilnuðum fjölgað mjög á undanförnum árum. Hefur kirkjan áhyggjur af því? „Já, það er mjög slæmt þeg- ar fjölskyldubönd bresta. En fólk skilur út frá mismunandi forsendum. Sumir hjóna- skilnaðir eiga fyllilega rétt á sér. Mjög mörg sambönd ganga ekki vegna þess að fólk gefur sér ekki tíma til að rækta samböndin. Það er svo mikið ■ Þegar ég hóf nám í guð- fræðideildinni voru aðeins fimm konur þar meðal stú- dentanna... Þetta er víð- feðm húmanistísk menntun og ég tók ekki ákvörðun um að taka vígslu fyrr en sumarið eftir að ég út- skrifaðist. ■ ... kristnir hugsuðir hafa um allar aldir vitað að Guð er ekki karl eða kona heldur annað og meira. Hins vegar er ekki unnt að iðka guðfræði nema að nota tungumál, líkingar og hugtök úr heimi manna. ■ Það er svo mikil gerjun í samfélaginu núna, öll gömlu gildin eru að breyt- ast. Við slíkar aðstæður finnur fólk fyrir ákveðnu öryggisleysi og leitar inn á við til að finna svör við spurningum um lífið og tilveruna. af tjáskiptum sem fara fram án orða og í góðu hjónabandi þurfa makarnir að lesa hvort annað, lesa hvort úr augum annars það sem ekki er hægt að segja með orðum.“ Síamskötturinn Helga Dúlla kemur nú til okkar inn f stof- una. Það er kominn tími til brottfarar, Hanna María þarf að fara að undirbúa fyrirlestur sem hún á að halda um Þing- velli þá um kvöldið. Við fáum okkur smágöngutúr í lokin, skoðum Þingvallakirkju og skáldareitinn þar sem þeir Ein- ar Benediktsson og Jónas Hallgrímsson hvíla. Sagan er alls staðar í kringum okkur. „Og þarna einhvers staðar var það sem Hallgerður sá Gunn- ar á Hlíðarenda í fyrsta sinn,“ segir Hanna María og bendir yfir á bakkana hinum megin. Þar voru miklar tjaldborgir reistar á þeim tíma og allt iðaði af mannlífi. „Ég er mjög þakk- lát fyrir að vera hérna,“ segir Hanna María. „Hér er allt sem ég hef áhuga á, náttúran, sag- an og kirkjan og það er yndis- legt að fá að þjóna fólki, söfn- uðinum, vinum og gestum Þingvalla, því það hefur oft gefið mér meira en ég hef get- að gefið því,“ segir hún að lok- um og bætir við að fram undan sé akstur í annarri birtu á heimleiðinni. □ 23. TBL.1991 VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.