Vikan


Vikan - 14.11.1991, Qupperneq 39

Vikan - 14.11.1991, Qupperneq 39
sinni og sinna er í mun betri stöðu sálrænt og tilfinn- ingalega séð ef heimur ytri framgangs hrynur eða bíður tímabundinn hnekki. Það sem þú ert að uppgötva núna, elskulegur, er að betra hefði verið í öllu peningaflóðinu að staldra við og ígrunda stundarkorn þinn innri mann. Hann er vafalaust skoðunarverður, ekki síst með tilliti til þess sem þú bendir sjálfur svo skynsamlega á, að eins og er ertu eðlilega nokkuð blankur, enn þó ekki gjaldþrota sem betur fer. Það er einmitt vegna þess sem þú sérð sjálfur galla þess í augnablikinu að hafa lagt ofurkapp á að styrkja veraldlega stöðu þína og þinna, án umhugsunar um það ríkidaemi eða auð sem fæst einungis með ræktun og upp- fræðslu þeirra þátta sálar okkar sem tengjast okkar andlega manni. GJALDÞROT SEGIR EKKI ALLT UM MANNGILDI FÓLKS Ef við íhugum manngildi okkar reynir fyrst á styrk þess þegar illa árar eins og hjá þér núna. Vissulega verður að viðurkennast að það er ekkert grín og engan veginn sársaukalaust að sjá á bak ævistarfi sem liggur í erfiði og mikil vinna. Það segir sig sjálft að þó ýmsum hafi tekist með þeim hætti að verða nokkuö vel stæðir er engin ástæða til að ætla að á bak við þannig árangur liggi endilega hrein og klár græðgi.eins og stundum er heldur ósmekklega látið í veðri vaka. Það er nú einu sinni þannig að sumum veitist auðveldara en öðrum að láta gull eins og vaxa við fætur sér. Flest sem slíkt fólk tekur sér fyrir hendur virðist skila einhverjum arði. Aftur á móti þarf upphaflegur ásetningur ekki endilega að hafa legið í því að hrifsa sem mest til sín, á sem auðveldastan og fyrirhafnarminnstan máta. Alveg eins getur verið að viðkomandi pen- ingamaður eigi sér auðsöfnun og þau viðskiptasjón- armið sem henni oftast fylgja að ástríðu sem fremur liggi í framkvæmdaþrá, dugnaði og útsjónarsemi en nokkru öðru. Smám saman leggja slíkir eiginleikar síðan í lófa viðkomandi þá þyngd þykkra seðla sem svo margir þrá en fáir fá - og alls ekki endilega þeir sem þrá að fá féfúlgu nokkurn veginn fyrirhafnar- laust í fang sér. Ef við leggjum áherslu á manngildissjónarmið jafnframt veraldlegum sjónarmiðum má með sanni segja að sá einn er í raun ríkur sem á nokkurn innri auð á sama tíma og túkallar ávaxtast alls staðar í kringum viðkomandi. Ef þannig er staðið að eigin velferð má segja að áfallið, sem fylgir i kjölfar gjaldþrots, verði mun óverulegra og fái ekki viðkom- andi þolanda til að efast um ágæti sitt og raunveru- legt manngildi, þrátt fyrir að bresti um tíma það sem ávinningur er í efnislegum gæðum. AFNEITUN TIL VANDRÆÐA Eins og berlega kemur fram í bréfi þínu er eins og við bregðumst við vandanum með fyrirhyggjuleysi og sjálfsblekkingum ef halla fer undan fæti í ytri vel- gengni. Við hreinlega látum reka á reiðanum með allar þær upplýsingar sem við fáum frá lánardrottn- um um að nú sé mál að linni og endurskoðunar sé þörf í peningamálum sem og kannski öðrum tengd- um málum. I stað þess að ígrunda ábendingar sem berast okkur má segja að uþþ komi staða sjálfsblekkingar og glundroða. Þetta blandast ótta sem knýr okkur jafnvel til að klóra í bakkann þar sem síst skyldi. Jafnvel og kannski oftast, þegar endir verður gjaldþrot, hefur verið horft fram hjá einhverjum þeim sannleika og staðreyndum sem hefðu mögulega getað fyrirbyggt þannig niðurstöðu ef þeim hefði verið gefinn gaumur af raunsæi og trúað. Af því að við erum svo mörg bundin af því hvað öðrum kann að finnast um okkar ágætu persónu - í ástandi kreppu sér í lagi - dettur okkur iðulega sú reginfirra í hug, þegar kemur að tímabundnum þrot- um í lífi okkar, að vinir og vandamenn, jafnvel þjóð- félagið allt, muni hafna okkur ef við getum ekki hald- ið þeirri samfélagströppu sem þegar hefur orðið hlutskipti okkar, til dæmis vegna ytri velgengni eða framgangs. Hvað sem þannig afstöðu líður er nokk- . <a 1 ■ mm % 1 'M| I ## Það má segja að síðustu tvö árin hafí verið mér eg mínum sem martröð eg eiginlega ersve komið að ég sé ekki beint tilgang með lífínu enda yfír mig þreyttur og svekktur, satt best að segja. Ég er algjöriega eignalaus og fínnst ég líka mannorðslaus. Ég verð síteiH eins og háðari fólkinu í kringum mig og vex fíest í augum. Þó er ég að vinna og vinn mjög mikið. Ég get alveg viðurkennt að í öllum þessum hildarieik mínum tengdum peningum og persónulegum frama hefur fíest annað í lífí mínu orðið útundan og ég fínn svo sannariega fyrir þeirri vanrækslu núna. ## uð Ijóst, þó hæpið kunni að virðast í sumra augum, að einmitt ótti við þannig samfélagslegt hrap verður ómeðvitað til þess að ágætustu menn, ákaflega hæfir að auki, falla í þá einfeldningsgryfju sjálfs- blekkingar að reyna undir drep að leyna peninga- vandræðum sem fylgja ótæpilegri skuldasöfnun. Þeir lenda þá í alls kyns sjálfsblekkingum og sýnd- armennsku. Rétt er að minnast á lygarnar sem þrífast oft við þessi skilyrði, bæði lygar að sjálfum okkur og öðrum. Ótti við einhvers konar útskúfun getur dreg- ið óþægindadilk vandræöa á eftir sér fyrir viðkom- andi og í ofanálag telur hann sig kannski kunna að verða minni mann í augum þeirra sem með fylgjast. Því fer sem fer víða og því miður. Það er hreint ekk- ert óeðlilegt við það, þótt ömurlegt sé, að fyrirtæki eða stofnanir fari á hausinn í samfélagi þar sem fólk lifir langt um efni fram á ótal mörgum sviðum. Fyrir- hyggja, sparsemi, staðgott raunsæi og ráðdeild eru ekki endilega þau öfl sem reka fólk áfram í ytri fram- kvæmdum. Þó eru þetta öfl sem þyrftu að fá sitt Frh. á næstu opnu 23. TBL 1991 VIKAN 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.