Vikan


Vikan - 14.11.1991, Side 43

Vikan - 14.11.1991, Side 43
VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: áður en hún fór: „Ég er gáfuð og aðlaðandi kona. Ég veit um fullt af áhugaverðum umræðu- efnum. Ég leita að tækifær- um til að ræða við annað fólk.“ Það getur einnig verið tíma- bært að huga að innri röddinni þegar maður finnur að maöur er farinn að hegða sér á nei- kvæðan hátt gagnvart öðrum. Starfsmann grunar að hann sé farinn að taka upp á þeim ósið að þykjast ekki heyra fyrirmæli frá yfirboðurunum eða „gleyma" fundum sem hann þarf að fara á. Ef hann hlustar vandlega á það sem innri rödd hans er að segja við hann, um vinnuna og yfirboðara, þá gæti hann komið i veg fyrir að staðna í sama farinu eða jafn- vel láta reka sig. Er hann hræddur við yfir- boðara sína, er honum illa við þá, öfundar hann þá - eða er hann ekki viss um sína eigin hæfileika? Hvað svo sem það er þá er kominn tími til að horfa raunsætt á hlutina. Hann þarf að meta sinn eigin styrk og reyna að komast að bestu leiðinni til að fást við hinar raunverulegu orsakir. í þriðja lagi er rétt að hlusta á innri röddina þegar maður er undir miklu tilfinningalegu álagi eða verður fyrir miklum breytingum á högum sínum. Slíkar kringumstæöur eru oft upphafið að nýrri stefnu í lífinu og því úreldast oft eldri hug- myndir sem maður hefur um sjálfan sig. Kona sem hefur jafnan verið eina konan í stjórnunarstöðu í fyrirtæki, aðallega upp á punt, er orðin vön því að ekki sé hlustað á hana eða tekið mark á henni. Ef hún síðan ræður sig til starfa hjá fyrirtæki þar sem hæfileikar kvenna eru metnir að verðleikum þarf hún að stokka upp viðhorf sín til yfirmanna og starfsins og hvernig hún kemur fram við aðra. HLUSTAÐ AF GAUMGÆFNI Hvernig getur maður hlustað á innri rödd sína til þess að geta greint hana og leiðrétt? Sumt fólk er í sterkum tengslum við innri rödd sína, á auðvelt með að hlusta á hana og nota hana sér í vil. Gott dæmi um þetta er kona sem hafði mátt þola bæði líkamlega og andlega misnotkun og einangrun í æsku. Þegar hún er sem full- orðin beðin um að lýsa tilfinn- ingum sínum og hugsunum grípur hún til þess ráðs að tala uþþhátt við sjálfa sig. Þegar hún var spurð hvernig henni iiði eftir að hafa lent í rifrildi við samstarfsmann sinn svaraði hún: „Súsanna (hennar eigið nafn), þú þarft ekki að 'taka það nærri þér sem þessi náungi sagði við þig. Það er miklu verra fyrir þig ef þú ferö að gráta núna þannig aö þú skalt bara halda þér saman.“ Þessi kona hafði greinilega lært það sem barn að treysta á sjálfa sig og sína innri rödd til aö hugga sig og róa sig niður. Flestum gengur samt heldur illa að greina það sem innri röddin er að muldra. Það eru margar aðferðir sem geta að- stoðað menn við aö leggja við hlustir. í fyrsta lagi á maður aö spyrja sjálfan sig nokkrum sinnum á dag: „Hvað er ég að segja sjálfum mér einmitt núna?“ Síðan á maður að skrifa niður, ef maður hefur tækifæri til, það sem maður var að hugsa, hvernig manni líður og undir hvaða kringum- stæðum maður er. Markmiðið er að þróa innri röddina þannig að hún verði eins raunhæf og mögulegt er. Þaö er mikilvægt að draga ekkert undan. Það má nota óþægilegar til- finningar og kringumstæður til þess að nálgast það sem innri röddin er að segja. Þegar það gerist er mikilvægt að reyna að gera sér sem besta grein fyr- ir því hvernig manni líður, skilgreina tilfinninguna sem nákvæmast. Síðan á maður að spyrja sjálfan sig: „Hvað var ég að segja við sjálfan mig áður en mér fór að líða svona?" eða „Hvað hef ég verið að segja við sjálfan mig á meðan mér hefur liðið svona?“ Þeir atburðir eða kringum- stæður sem búast má við að verði erfiðar eru einnig góður tími til þess að leggja við hlustir. Best er að skrifa niður lýsingu á því sem á að fara að gerast og spyrja síðan sjálfan sig: „Hvað er ég að segja við sjálfan mig um þennan atburð?“ Ef hugsanirnar eru neikvæðar er best að reyna að nota þá kosti sem maður veit maður hefur til þess að breyta þeim yfir í uppbyggilegar og bjartsýnar hugsanir. Það er gagnlegt að bera saman væntingar (það sem maður heldur að muni gerast undir ákveðnum kringum- stæðum) og það sem gerðist síðan í raun og veru. Ef þarna er ósamræmi á milli er það vísbending um að innri rödd- in sé á villigötum stödd og þá er þörf á að komast að því Frh. á næstu opnu HARGREIÐSLUSTOFA W ROGNU MÝRARSELI 1 \ J T / SÍMI 78424 Bjóðum uppá alla almenna hársnyrtingu fyrir dömur og herra. 15% afsláttur fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. 5% staðgreiðsluafsláttur á upphæðum yfir 3000. Opið frá: 9 - 6 virka daga. RAGNA HALLDÓRSDÓTTIR Verið velkomin sigríður ósk halldórsdóttir SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR S? 676330 HVERAFOLD 1-3 GRAFARVOGI HÁRSNYRTISTOFA LITUN, STRÍPUR, KLIPPING REYKJAVÍKURVEGt 64 • HAFNARFIROI ■ SÍMI 662620 • HEIMASÍMI 52030 Hreinsum allan venjulegan fatnað með bestu vélum sem fáanlegar eru í dag. Tökum í þvott fyrir fyrirtæki. Hreinsum einnig gluggatjöld, svefnpoka, gólfmottur, tjöld o.fl. Hárgreiðslustofa Bleikjukvísl 8, Sími 673722 23.TOL. 1991 VIKAN 43
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.