Vikan


Vikan - 14.11.1991, Page 49

Vikan - 14.11.1991, Page 49
„Magga mín, ætlarðu ekki að fara að gifta þig,“ spurði faðirinn 25 ára gamla dóttur sína. „Já, en pabbi, þú veist hvað ég hef litla löngun til að fara frá mömmu." „Hmm, geturðu ekki bara tekið hana með þér?“ - Einhver var að segja mér að kærastinn þinn væri nískur. Er það ekki einhver vitieysa? - Ja, hann gekk lengi með fimm hundruð króna seðil á sér en tímdi ekki að eyða hon- um fyrr en myndin á honum af Jóni Sigurðssyni var orðin fúlskeggjuð. Síminn hringdi á fæðingar- heimilinu og æst rödd á hinum enda línunnar sagði: „Sendið mér sjúkrabíl strax. Konan mín er að fara aö eignast barn.“ „Vertu rólegur," sagði hjúkrun- arkonan. „Er þetta fyrsta barnið hennar?“ „Nei, þetta er eiginmaðurinn." Vinur okkar kom heldur seint heim eina nóttina. Hann var vel við skál og kaus að kom- ast í rúmið án þess að frúin vaknaði og yrði vör ástands- ins, sem á honum var. Eftir talsverðar vangaveltur fékk hann snjalla hugmynd. Hann fór inn í eldhúsið, sem var á neðri hæðinni, safnaði saman pottum og pönnum, batt allt saman í langa snúru og dró á eftir sér upp stigann og inn í svefnherbergi -sann- færður um að frúin mundi ekki heyra fótatak hans fyrir skarkalanum í búsáhöldun- um. - Afsakið ónæðið, herra minn, en getur verið að ég hafi séð þig einhvern tíma á Egilsstöðum? - Nei, útilokað. Þangað hef ég aldrei komið. - Ekki ég heldur. Þetta hljóta bara að vera einhverjir tveir aðrir. - Mikið rosalega ertu með falleg og kynæsandi brjóst. - Þetta segirðu bara af því að þú ert örugglega kynferð- islegt viðrini. - Ég? Nei, ég meina þetta, Kalli. FINNDU 6 VILLUR Finnið sex villur eða fleiri á milli mynda ! jbiuba aji ‘Qe>(uu!uj jni9L| jeuunuo>( e>(ser ‘uuewej) esof| e jbuujo>i nja jn|Q) ‘tsAajq jnjaij jBBniB 'jBQau ja suueujnios puoi) ‘ejjæis ja Q|i||>is STIÖRNUSPÁ HRÚTURINN 21. mars - 19. apríl Samningar geta tekið á sig tilfinningablæ um helgina (eftir 15. nóv) svo að þú skalt beita skynseminni. Þú þarft að leita upplýsinga um langan veg en græðir lítið á þeim. Reyndu að útkljá deilumál 28. nóvember og koma málum á hreint. n, NAUTIÐ 20. apríl - 20. maí Tilfinningar þínar eru sterkar núna og geta annað- hvort leitt til aðskilnaðar eða treyst bönd, jafnvel hvort tveggja. Reyndu að Iáta ó- ákveðni einhvers ekki fara í taugarnar á þér. Notaðu tímann frekar til skapandi verkefna. TVÍBURARNIR 21, maí - 21. júní Tilfinningar þínar krefj- ast úrlausnar sem allra fyrst. Ef þér tekst ekki að losa um þær gera þær það sjálfar. Reyndu að losa um spennuna því að annars gætirðu lent í sjálfheldu um stundarsakir. Varaðu þig á freistingunum. KRABBINN 22. júní - 22. júlí Tilfinningar þínar eru í hámarki. Þú getur kannski ekki stjórnað þeim en þú gætir reynt að slaka á. Heimilið þitt heldur áfram að vera griðastaður í erli hversdagslífsins. Snúðu til kast- ala þíns þegar þú þarft að endurnæra þig. UÓNIÐ 23. júlf - 23. ágúst Nýjar hugmyndir halda áfram að skjóta upp kollinum og þótt þær séu ef til vill á undan tímanum vinnur sköpunarhæfni þín ennþá yfirvinnu. Félags- skapur, sem hefur átt erfitt upp- dráttar, kemst loksins í höfn. Treystu samt ekki ókunnugum um of. MEYJAN 24, ágúst - 23. sept. Fjármálin virðast traust en láttu eyðsluna samt haldast í hendur við forgangsverkefnin. Þér er óhætt að slaka á því það er annatími framundan. Þú ert farin(n) að eyða fullmiklum tíma utan heimilisins. Láttu það ekki bitna á fjölskyldunni. VOGIN 24. sept. - 23. okt. Nú eru góðir dagar fram undan. Besta fjárfestingin núna varðar sjálfa(n) þig eða ímynd þína. Með frumorku þinni hef- urðu nefnilega ákjósanleg áhrif á aðra og opnar áður lokaðar dyr. Reyndu bara að gera ó- skýrar hugmyndir aðgengilegar. SPORÐDREKINN 24. okt. - 21. nóv. Áhrifa frá Mars og Plútó gætir sterklega í merki þínu eftir 15. nóv. Þau gætu fengið þig til að segja eitthvað vanhugsað og sjá eftir því. Á hinn bóginn eykst mannþekking þín og þú sérð nýjar hliðar á fólki með því að rannsaka viðbrögð þess. BOGMAÐURINN 22. nóv. - 21. des. Óvissa um framtíðar- stefnu þína gæti aukið þér kvíða en þú verður að taka af skarið. Þú getur svo sem rætt málið og hlustað á álit annarra en þú þarft sjálf(ur) að meta á- standið út frá eigin eðlisávísun. Hafðu augun opin. STEINGEITIN 22. des. - 19. janúar Hugsanir þínar fara að beinast inn á við þegar líður á mánuðinn og tengjast framtíð- aráformum. Þótt ekki sé tími til mikilla breytinga núna geturðu farið að undirbúa jarðveginn fyr- ir framtíðina. Farðu samt spar- lega með bjartsýnina. VATNSBERINN 20. janúar -18. febrúar Samskiptamálin verða með allra besta móti á næstunni og kalla það besta fram í fari þínu. Reyndu því að láta gott af þér leiða. Láttu göfugustu hug- sjónir þínar vera leiðarljós þitt án nokkurrar sérplægni. Það skilar sér fljótt til baka. FISKARNIR 19. febrúar - 20. mars Hugleiðingar þínar núna snúast um að styrkja bönd þín við ákveðna manneskju. Ein- beittu þér samt að aðkallandi viðfangsefnum. Seint í mánuð- inum taka athafnir þínar nei- kvæða stefnu, sennilega vegna rangrar stefnu. Það leiðréttist þó von bráðar. 23. TBL. 1991 VIKAN 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.