Vikan - 14.11.1991, Page 66
AUGLÝSING
PETIT KÖKUR OG TERTUR
KONFEKTKAKA
4 egg
300 g hakkaðar möndlur
300 g flórsykur
1 tsk. lyftiduft
Krem
4 eggjarauður
60 g flórsykur
100 g Freyju Petit
suðusúkkulaði
100 g smjör (lint)
Eggin slegin lauslega sundur
meö gaffli, þurrefnunum
blandað saman og sett út f
eggin. Bakað í 30-35 mín. við
180°C. Eggjarauðurnar hrærð-
ar með flórsykrinum. Freyju-
suðusúkkulaðið brætt yfir gufu
og sett saman við og að lokum
er smjörinu bætt við. Kakan er
látin kólna, hvolft á disk og
þakin með kreminu. Skreytt
með hálfum ananashringjum
meðfram hliðum og heilum
hring í miðju. Skreytt að vild
með rjóma og kirsuberjum.
Rjómi borinn með. (Uppskrift
fengin hjá Grétu Geirs.)
SÚKKULAÐIBITAKÖKUR
MEÐ HNETUM
540 g hveiti
1 tsk. sódaduft
150 g hnetur
150 g púðursykur
300 g strásykur
2egg
460 g Freyju Petit
suðusúkkulaði
200 g smjörlíki
Öllu hrært vel saman. Mótað
að vild. Bakað við 200°C í ca
5 mínútur.
TÍGLATERTA
150 g flórsykur
4 dl rjómi
3 eggjahvítur
2 tsk. vanillusykur
150 g flórsykur
150 g heslihnetukjarnar
100 g Freyju Petit
suðusúkkulaði
kakó til skrauts
Hneturnar eru malaðar fínt í
kvörn og blandað saman við
flórsykurinn. Eggjahvíturnar
eru stífþeyttar og öllu blandað
varlega saman. Teiknið eftir
tertuformi á bökunarpappír og
smyrjið deiginu þar á. Bakið
fjóra botna við 150°C í ca 10
mínútur. Sett saman með
þeyttum rjóma á milli og einnig
A Gústaf
Bergmann
bakari hjá
bakaríinu
Þrír fálkar
konditori
bakaði
þessa
glæsilegu
döðlutertu
eftir upp-
skriftinni
sem gefin
er hér fyrir
neðan sem
og súkku-
laðibita-
kökurnar
með hnet-
unum. Al-
gjört lost-
æti - enda
notað Petit
suðu-
súkkulaði
frá Freyju í
baksturinn.
utan á. Súkkulaðið er brætt og
smurt á bökunarpappír. Þegar
það er hálfstirðnað er það
skorið í tígla með kleinujárni.
Kakan er síðan skreytt með
tíglunum og kakó sigtað yfir.
(Uppskrift fengin hjá Ingi-
björgu Gísladóttur.)
POMMERNADE-
STENGUR
250 g hveiti
50g sykur
200 g smjörlíki
2-3 msk. rifinn appelsínu-
börkur
200-300 g Freyju Petit
suðusúkkulaði
Hveitið sigtað, sykri og appel-
sínuberki blandað saman við,
smjörlikinu bætt út í og
hnoðað. Látið standa minnst 1
klst. f ísskáp og gjarnan yfir
nótt. Takið hluta af deiginu og
rúllið í lengjur þar til þær eru
á þykkt við litlafingur. Skerið í
4 cm lengjur. Nauðsynlegt er
að strá örlitlu hveiti á borðiö
áður en lengjurnar eru mótað-
ar. Kökurnar bakaðar Ijósbrún-
ar að neðan en mjög Ijósar að
ofan í ca 8 mín. í næstneðstu
hillu við 175°C. Geymdar yfir
nótt. Freyju Petit suðusúkku-
laðið er brætt yfir gufu og
kökunum dýft í þar til 1/3 hluti
þeirra er þakinn súkkulaði.
Raðað á plötubrún þannig að
súkkulaðið standi fram af. Lát-
ið þorna yfir nótt. (Uppskrift
fengin hjá Grétu Geirs.)
DÖÐLUTERTA
3-4 egg
1 bolli sykur
1 bolli möndlur
1 bolli döðlur
1 bolli Freyju Petit
suðusúkkulaði
1 bolli kókosmjöl
1 tsk. lyftiduft
Skreyting
2 pelar rjómi
1/2 bolli sérrí
200 g marsipan
Freyju Petit suðusúkkulaði
Þeytið vel saman egg og sykur
þar til það er Ijóst og létt.
Blandið þurrefnunum varlega
saman við. Tveir botnar eru
bakaðirvið 180°C í ca 30 mín.
Botnar settir á disk og bleytt í
með 1/4 bolla af sérríi (má
blanda það með vatni). 1 peli
þeyttur rjómi settur á milli.
Marsipanið flatt út, skorið í
66 VIKAN 23. TBL. 1991