Vikan


Vikan - 14.11.1991, Side 88

Vikan - 14.11.1991, Side 88
Ef dagurinn hefur verið sér- staklega erfiður og leiðinlegur endurspilar hugurinn ná- kvæmlega sömu reynslu aftur og aftur seinna um daginn. Það er ekki nóg með að dagur- inn hafi verið slæmur; þú hefur möguleika á að eyðileggja kvöldiö og jafnvel fyrripart næstu viku líka. Sumt fólk læt- ur ekki staðar numið við þetta. Hve oft hefur þú hugsað um slæma og leiðinlega reynslu sem gerðist fyrir löngu? Það er eins og hugurinn segi: „Við skulum gera það aftur! Það er aðeins klukkutimi þar til mat- arhléið byrjar, við skulum hugsa um eitthvað sem er virkilega leiðinlegt og niður- drepandi." Hugurinn gerir það sem þú segir honum að gera en ekki það sem þú vilt að hann geri. Svo verður þú honum reiður vegna þess að hann gerði ekki það sem þú ætlaðir að segja honum að gera. Hve oft hefur þú hugsað um eitthvað sem var í vændum og þér leið illa yfir því áður en það gerðist? Hvers vegna að bíða? Þú getur rétt eins byrjað að láta þér líða illa núna strax, ekki rétt? Og síðan gerðist ekki það sem þú hélst að myndi gerast, eftir allt saman. En þú hefðir ekki viljað missa af þessari reynslu, er það? Þessi hæfileiki getur einnig virkað á hinn veginn. Sumir njóta betri ferðalaga áður en þeir fara í ferðalögin. Síðan verða þeir fyrir vonbrigðum þegar þeir koma á staðinn. Vonbrigði þurfa nákvæma skipulagningu. Hefur þú ein- hvern tíma hugsað út í hve mikla erfiðleika þú þarft að fara í gegnum áður en þú verður fyrir vonbrigðum? Þú verður að skipuleggja von- brigðin mjög vel. Því meiri sem fyrirætlanir þínar eru því meiri vonbrigðum verður þú fyrir. Sumir fara í bíó og segja eftir sýninguna: „Myndin var ekki eins góð og ég hélt að hún yrði.“ Þetta kemur manni til að hugsa: Ef það sá svona góða mynd inni í höfðinu á sér hvers vegna fór það þá í bíó? Hvers vegna að sitja í þröngu bíói í óþægilegu sæti til að horfa á mynd og segja svo: „Ég get gert betur en þetta, inni í höfðinu á mér, og ég hafði ekki einu sinni handritið." Fólk eyðir meiri tíma í að læra hvernig á að nota heimilistæki en hvernig á að nota sinn eigin huga. Hefurðu einhvern tima farið á ball með konunni, séð hana tala við ókunnugan mann og hugurinn birtir allt í einu mynd af henni og manninum saman í bólinu? Sumir láta ekki stað- ar numið við þetta heldur sjá makann skilja við sig, giftast hinum aðilanum og eignast börn með honum, allt í einni svipan. Hefurðu einhvern tíma beð- ið einhvern um hjálp, svo sem að vaska upp, skutla þér eitt- hvað á bílnum, fá lánaðan pening eða annað og hann hefur sagt neí? Hugurinn sýnir þér öll atvikin þar sem þú gerðir eitthvað fyrir aðra. Og þú sagðir já, þó þú vildir stund- um hafa sagt nei. Svo kemur einhver til þín og biður þig um eitthvað og þú vilt segja nei en þá sýnir hugurinn þér myndir af hinni manneskjunni afneita þér og hverfa á braut þar sem hann talar aldrei við þig aftur. Þú horfir á þessar myndir sem hugurinn sýnir þér og ákveður að betra sé að segja já en að missa góðan vin. Svo prófar þú einn daginn að segja nei og hann ypptir öxlum og segir kæruleysislega: „Allt í lagi, ég spyr bara einhvern annan." ÉG ER HÆTTUR . . . í SJÖUNDA SKIPTI Hefurðu einhvern tfma reynt að hætta að reykja með vilja- kraftinum einum saman. Það gengur sjaldnast upp. Fyrstu klukkustundirnar og jafnvel fyrstu dagarnir voru ekkert til- tökumál en þá sagði hugurinn: „Ég bíð þangað til hann á síst von á því og þá læt ég hann líka hafa það með fullum krafti. Ég læt hann hreyta fúk- yrðum í sina nánustu, ég geri hann stressaðan og eirðar- lausan í vinnunni. Ég held honum vakandi með því að sýna honum myndir af sígar- ettum og sígarettupökkum all- an liðlangan daginn. Og þegar ég leyfi honum að sofna læt ég hann dreyma sígarettur þang- að til hann fær sér að reykja. Hann skal finna fyrir því hver stjórnar." Og það kemur oft að því að fólk getur ekki haldið það út lengur og springur. MAÐURINN OG ASNINN Ég þekkti mann sem leið oft illa vegna þess að hugurinn í honum sýndi honum niður- lægjandi myndir af sjálfum sér þegar hann var gagnrýndur. Hann fór að skoða myndirnar sem hugurinn sýndi honum og Vísindamenn telja að við notum ekki nema 0,1 til 10 prósent af mögulegri getu hugans. Það er aðeins einn þúsundasti hluti hans. Um þessi fræði skrifar Garðar Garðarsson, en hann stendur um þessar mundir fyrir hugeflis- og hugstjórnarnámskeiði. Sjá nánar á bls. 30 lærði að breyta þeim sér í hag. Þegar einhver gagnrýndi hann með því að segja „þú ert algjör asni“ sá hann fyrir sór mynd af asna hægra megin og sjálfum sér vinstra megin. Hann bar myndirnar saman og sá að það var ekkert líkt með þeim. Hann spurði því viðkomandi hvað hann meinti með „asni“. Hann tók það ekki persónu- lega og bað um nánari upplýs- ingar. Þá þurfti hinn að fara að útskýra hvað hann meinti og eftir nokkurn tíma hættu allir að gagnrýna hann. ER HUGURINN SJÁLFVIRKUR? Hugurinn er sjálfvirkur og hugsanir lifa sínu eigin sjálf- stæða lífi. Þú getur reynt að staðfesta sannleiksgildi þess- arar fullyrðingar með því að gera eftirfarandi tilraun. a) Hugsaðu um allt annað en bláan fíl í tvær mínútur. b) Reyndu að gleyma tölunni 222 í tvær mínútur sam- fleytt. e) Teldu hægt niður frá tíu í núll án þess að hugsa nokkra aðra hugsun. d) Reyndu að hugsa ekki neitt, núna, í tvær mínútur. (Að hugsa um að hugsa ekki neitt er að hugsa.) Þú sem átt að vera skipstjór- inn á skipinu ert bundinn við mastrið með laumufarþega við stýrið. Þú sem átt að vera hús- bóndinn á heimili þínu ert læstur inni í kjallaraherbergi meðan almenningur notar það sem umferðarmiðstöð. Þannig þarf það hins vegar ekki að vera. VÍSINDI FRAMTÍÐARINNAR Vísindamenn telja að við not- um ekki nema 0,1 til 10 pró- sent af mögulegri getu hug- ans. Það er aðeins einn þús- undasti hluti hans. Þeir hafa komist að þeirri niðurstöðu að hægt sé að þjálfa hugann og nýta þannig hugarorkuna betur. Við það opnist leiðir til þess að nýta feiknarmikla ónotaða hæfileika og flóðgáttir nýrra möguleika opnist. Fólk upplifir stóreflis stökk á lær- dómshraða og verður gáfaðra og greindara hver sem aldur þess kann að vera. Það upplif- ir meiri vellíðan, ánægju og velgengni og hvílist betur, af- kastar meiru á skemmri tíma og heldur jafnvægi undir miklu vinnuálagi. í Evrópu, Bandaríkjunum og Sovétríkjunum hefur þjálfun af þessu tagi verið iðkuð í ára- raðir. jþróttamenn hafa bætt árangur sinn, menn í viðskipt- um hafa aukið starfshæfni sína og námsmenn hafa aukið minni og einbeitingu svo eitt- hvað sé nefnt. (slendingar eru núna að taka við sér og er það spá mín að við eigum eftir að skara langt fram úr öðrum þjóðum á þessu sviði. Nánari upplýsingar um námskeið í hugarþjálfun fást í síma 627701. □ 88 VIKAN 23. TBL1991
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.