Vikan


Vikan - 14.11.1991, Side 99

Vikan - 14.11.1991, Side 99
þyrftu að geta skipt fríinu í tvennt - hluta að sumri og hluta að vetri. Þó að nokkur þúsund manns fari í frí að vetri til er það ósköp fátt í sjálfu sér. Sjálfri finnst mér það jaðra við guðlast að fara í frí til útlanda í júní, júlí og ágúst, þó er ég búin að vinna að ferðamálum í aldarfjórðung." Kristín fullyrðir að Kanarí- eyjar séu hagkvæmasti kost- urinn fyrir íslendinga á vet- urna, ætli þeir að fara í mildara loftslag. „Ef þeir hyggjast fara lengra suður á bóginn verður ferðin umtalsvert dýrari. Það er nefnilega svo skemmtilegt við veðurfarið á Kanaríeyjum á veturna að hitinn er afar þægilegur fyrir okkur íslend- inga, í kringum 20 gráðurnar. Það er því ekki neinn steikj- andi hiti. Segja má að loftslag- ið sé kjörið til útivistar, hvort sem er að liggja í sólbaði, án þess að eiga á hættu að stikna úr hita, eða að stunda íþróttir— golf sem gönguferðir. Aðspurð um það hvers kon- ar fólk fari í vetrarferðirnar segir hún að flestir farþeganna í Kanaríeyjaferðunum séu fólk sem hefur komið börnum sín- um á legg og jafnvel komið á eftirlaun. Ástæðuna segir hún vera þá að almennt komist fólk ekki í frí yfir vetrartímann - í jólaferðina fari aftur á móti fólk á öllum aldri og þar á meðal fjöldi foreldra með börn sín. í GÓÐU YFIRLÆTI Algengt er að eldra fólkið dvelji þarna í fimm til sex vikur í góðu yfirlæti. Með því móti styttir það skammdegið umtalsvert og kemur endur- nært til baka að fríinu loknu. Þarna býr fólk mjög skemmti- lega og séð er til þess að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Það hefur orðið æ algengara að ferðamenn stundi einhvers konar íþróttir meðan á fríinu stendur og eru margir kostir í boði. Nefna má að á Kanarí- eyjum eru afbragðs golfvellir. Þar má einnig iðka tennisleik eða hnit, sund eða blak, sjó- skíði og siglingar svo fátt eitt sé nefnt. Það er heldur ekki amalegt að stunda gönguferð- ir um eyjarnar, þó ekki sé ann- að - og skokka." Þegar Kristín er spurð að því hvort aðeins sé búið á fyrsta flokks hótelum í ferðum þessum svarar hún því til að í ' raun sé varla lengur um eigin- leg hótel að ræða. „Nú á tím- um er algengast að gestir eyj- anna búi í hótelíbúðum eða svokölluðum „bungalóum". Þetta er mun hagkvæmari kostur en að dvelja um lengri eða skemmri tíma á hóteli. [ íbúðunum eru fullkomin eld- hús og geta dvalargestir haft sína hentisemi í eldamennsk- unni. Unnt er að kaupa í mat- inn á lágu verði auk þess sem um er að ræða fjölmarga ódýra og góða matsölustaði. íslendingar eru farnir að leggja mikið upp úr því að nota fríið í sólarlöndum til annars en að liggja einungis í sólbaði. Þeir vilja hafa sem flesta möguleika bæði til þess að hreyfa sig og skoða sig um. í raun eru möguleikarnir ótæm- andi á Kanaríeyjum þó svo að landsvæðið sé ekki stórt. Á síðustu árum hefur verið kom- ið upp feiknagóðri aðstöðu til heilsuræktar og dægra- styttingar fyrir unga og gamla. Við bjóðum síðan bæði upp á ferðir innan eyjanna og í stutt- ar flugferðir yfir til Afríku. Þær eru afar vinsælar meðal far- þega okkar. ÍSLENDINGAR VEL SÉÐIR OG VINSÆLIR íslendingar vilja nota ferðina út í hörgul. Það heyrir nú til al- gjörra undantekninga að sjá vín á fólki en því miður var drykkjuskapur áberandi fyrr á árum. Á Kanaríeyjum jafnt sem annars staðar eru íslend- ingar vel séðir. Þeir eru þekktir fyrir að njóta lífsins og því eru þeir aufúsugestir bæði í versl- unum sem á veitingahúsum. Þeir eru líka vinsælir fyrir það að þeir koma mjög kurteislega fram við þjónustufólk á hótel- unum til dæmis, á jafnréttis- grundvelli. íslendingar fá því ávallt mjög góðar móttökur og þeirra er sárt saknað þegar þeir halda heim á leið. Nefna má nokkrar af þeim ferðum sem fararstjórar Ver- aldar bjóða fólki sínu upp á. Þar á meðal er vinsæl dags- ferð til Gambíu, þar sem farið er með hópana til dæmis í ævintýralega safaríferð. Einn- ig er farið í stuttar og skemmti- legar ferðir innan eyjanna og þar á meðal er verslunar- leiðangur til höfuðborgarinnar, Las Palmas. Borgarlífið er vissulega spennandi og tölu- verð tilbreyting frá bað- stranda- og hótelbæjunum, þar sem allt snýst um ferða- menn.“ Glæsilegt úrval af nærfatnaði 23. TBL. 1991 VIKAN 99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.