Vikan


Vikan - 23.01.1992, Síða 10

Vikan - 23.01.1992, Síða 10
TEXTI: JÓHANN GUÐNI REYNISSON / LJÓSM.: BINNI OG BRAGI P. JÓSEFSSON FORSÍÐUSTÚLKA VIKUNNAR OG SAMÚELS 1991 : ÁKVEDINOG STUNDUM FREK - LAUFEY BJARNADÓTTIR í OPINSKÁU VIÐTALI Igræskulausri æsku sinni var Laufey Bjarnadóttir, nýkrýnd forsiöustúlka Vik- unnar og Samúels, ákaflega mikil puntrófa, aö eigin sögn. Henni þótti til aö mynda mjög skemmtilegt að vasast í vara- litum hvar sem hún fór. í þá tíö mátti víst oft á tíöum sjá Lauf- eyju litlu vel litaða í framan því hún fór ekki varhluta af tilþrifa- miklum sveiflum meö varalit- ina, frekar en aðrar ungar stúlkur fyrr og síðar. Ef til vill má segja aö þar hafi hún gefið tóninn aö því sem tíminn hefur síðar leitt í Ijós. Á grunnskólaárum sínum var hún tvívegis valin ungfrú Seljaskóli þannig að varla hef- ur neinu samtíðarbarna henn- ar í þeim skóla komiö sigur- inn á óvart. Sjálf átti hún þó engan veginn von á þessum úrslitum forsíöu- stúlkukeppninnar. „Fram aö þessu hefur þátttaka í slíkri keppni aldrei verið á dagskrá en ég er komin af staö í þessu og hef mjög gaman af þvi,“ segir Laufey og brosir sínu fallega brosi sem nú er aö minnsta kosti orðið lands- frægt. „Petta held ég aö sé draumur allra stelpna," bætir hún síðan viö, nokkru alvarlegri en meö drauma- glampa í augum. VIL VINNA MEÐ FÓLKI Um þessar mundir er tiltölu- lega rólegt í kringum Laufeyju því að nú nýverið lauk hún verslunarprófi frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti. Hún hefur ekki gert upp við sig hvaö þaö er sem hún hyggst helga sig í framtíðinni, nánast allt kemur til greina. „Ég myndi læra meira ef ég væri búin að gera það upp við mig en eitt er víst aö með fólki vil ég vinna, ekki sitja einhvers Forsíða Vikunnar 8. águst 1991. Forsíða Vikunnar 9. januar 1992. hlær og skéllir sér á lær að gömlum og góðum íslenskum sið. „Það var aldrei gert. Aftur á móti tók ég þátt í árshátíð þar sem ég söng bakrödd I einu atriðanna og í öðru lékum við tvær stelpur í slagsmál- um,“ segir hún en þvertekur þó fyrir að leikur og söngur sé hennar fag. „Ég myndi ekki bjóða mig fram til þess,“ bætir hún við, sposk á svip. Hún tók hins vegar lítinn þátt í klúbba- starfi og slíku því hún var hrædd um að það tæki of mik- inn tíma frá skólanum. „Ég geri það sem mér ber í skóla en finnst þó vanta aðeins meiri metnað í mínu nárni." Efiaust einn stoltasti unnusti i heimi með forsíðustúlkuna sína í fanginu. staðar ein,“ segir Laufey. Eitt- hvað hafði hún minnst á versl- unarrekstur? „Já, jafnvel. Ég vil hafa eitthvað um málin að segja ef ég hef tækifæri til þess. Nú hef ég í það minnsta verslunarpróf, það er þó eítt- hvað og ég ætla að skoða þessi mál alveg á næstunni." Hvað um þátttöku i félagslífi i fjölbrautinni, var hún til dæm- is aldrei valin fegurðardrottn- ing þar? „Nei,“ svarar hún, MENNTUN AF HINU GÓÐA Uppáhaldsgreinin er enska en stærðfræðin ekki hennardeild. „Danskan er heldur ekki í uppáhaldi. Ég hef gaman af því sem mérgengur vel í enda er þaö náttúrlega svo aö manni gengur yfirleitt vel í því skemmtilega," segir Laufey um skólamálin og bætir við þeirri skoðun sinni að rétt sé 10 VIKAN 2. TBI.1992

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.