Vikan


Vikan - 23.01.1992, Qupperneq 15

Vikan - 23.01.1992, Qupperneq 15
A Hér undirbýr Kristín Stefánsdóttir hjá No Name, Brynju fyrir eina af mörgum Ijósmyndatökum. HAMARSHÖGGIÐ Það sem helst gat komið í veg fyrir að Brynja tæki þátt í keppninni var ballettinn. Á þessum tíma var Brynja meidd og gat ekki stundað æfingar þannig að leiðin var greið af þeim sökum og hún þurfti engu að fórna. Meiðslin eru í lið í fæti og þau hlaut hún við mjög strangar æfingar fyrir nemendasýningu Listdans- skóla Þjóðleikhússins. „Þetta var eins og hamarshögg. Ég skil ekki af hverju eða hvernig þetta gerðist því ég hef aldrei verið í eins góðu formi og þá.“ Síðan hefur Brynja gengið milli lækna og farið í fjölmarg- ar myndatökur, sem ekkert eiga skylt við fyrirsætustörf heldur eru kenndar við rönt- gen. Þrátt fyrir ítarlegar rann- sóknir hefur ekkert fundist að henni og hún segir að verið geti að sársaukataugar hafi ruglast í ríminu þannig að þær sendi frá sér sársaukaboð án þess að nokkuð sé að henni í fætinum. Til stendur að hún fari í sprautumeðferð til að brjóta upp þennan sársauka- hring. Þetta hefur komið sér mjög illa fyrir Brynju því undanfarið hefur staðið til að hún fari utan til náms og starfa. JAPANIR HRIFNIR Eftir að hún hóf þátttöku í for- síðustúlkukeppninni hafa henni borist nokkur atvinnutil- boð. Meðal annars hafa verið sendar til Japans myndir sem Björn Blöndal hefur tekið af Brynju og þaðan hafa borist óskir um fleiri myndir. Ef ball- ettiðkunin gerir það enda- sleppt hefur hún fullan hug á að snúa sér að fyrirsætustörf- um, jafnvel í Japan því þar eru ekki gerðar miklar kröfur um hæð. „En meðan ekkert er komið í Ijós með meiðslin get ég í raun ekkert sagt um fram- tíðina, þetta verður allt að koma í Ijós," sagði Brynja, bjartsýn að vanda. Þó var ekki laust við að nokkur örvænting gripi um sig í hjarta hennar þegar henni varð Ijóst að ballettfætur henn- ar hefðu ef til vill dansað sitt síðasta. „Fyrst fannst mér öllu vera lokið en sem betur fer tekur alltaf eitthvað við." Hún segist reyndar nú fyrst þurfa að hugsa um það hvað hún eigi að verða þegar hún verður stór því aldrei hafi annað kom- ið til greina en að verða ballett- dansari. „Ég elska að vera á sviði og mér líður vel þegar ég er að gera eitthvað sem áhorf- endur hafa gaman af. Þannig verð ég að gera eitthvað slíkt því einhver ögrun verður að vera til staðar, einhver áhætta, eitthvað krefjandi, því þar ligg- ur minn metnaður. En ég ætla ekki aö veröa grínleikari," seg- ir Brynja og hlær við enda leik- listin henni fjarri því henni finnst eðlilegt að tjá sig í hreyf- ingum á sviði, án orða. ANNIR BESTAR Brynja vill hafa tilveruna svolít- ið njörvaða. Hún fór í Kvenna- skólann vegna þess að þar er bekkjakerfi en ekki lausir áfangar og núna er hún að leita sér að fastri vinnu. Hún hefur þó verið að kynna vörur Vífilfells hf. auk fyrirsætustarfa og segir það ágætt. „Ég verð að vita nokkurn veginn klukk- an hvað ég á að mæta og hve- nær ég er búin. Annars finnst mér best að hafa mikið að gera því þannig fæ ég mestu áorkað en visst öryggi verður að vera til staðar.“ Annar fastur punktur í til- veru Brynju er kærastinn, Árni Páll Hansson, sem nú er kom- inn heim frá Bandaríkjunum þar sem hann stundaði nám. Brynja segir þau bæði milli vita í lífinu þessa dagana en hann hyggi jafnvel á golfið sem at- vinnu, hvort heldur sem er í leik eða kennslu. En kom kær- astinn ekki heim vegna þess að Brynja vildi hafa fasta punktinn hjá sér? „Kannski," svarar hún hugsandi og bætir við að ef til vill hafi hún skrifað of - eða ættum við að segja nógu - mörg bréf en töluna á þeim hefur hún ekki í kollinum. ÖR LÍFSGÆÐAÞRÓUN Um lífsgæðin segir Brynja að þau séu vissulega til staðar fyrir íslendinga og hún gæti til dæmis ekki hugsað sér að búa í strákofa. Þó vonast hún sjálf til þess að geta ferðast og kynnst hinum ýmsu hliðum mannlífsins. „Þróunin á líð- andi öld hefur verið mjög ör. Það er svo stutt síðan við höfðum ekkert af þessu og við höfum orðið vitni að gífurleg- um breytingum. Ég hef verið töluvert innan um aldraða og mér finnst ótrúlegt að allt það gamla fólk sem nú er til dæmis inni á elliheimilum sitji ekki þar með menningaráfall í kjölfar allra þessara breytinga. Brynja telur íslendinga vera þá mann- gerð sem vill hafa mikið um- leikis en tekur enn fremur fram að við vinnum fyrir því. Börn um tíu ára aldur séu til dæmis farin að bera út blöð, strax far- in að vinna. Því sé það ekki endilega það að íslendingar séu helteknir af lífsgæða- kapphlaupinu heldur séum við einfaldlega svona, okkur sé eðlislægt að vinna mikið. í viötalinu kemur meðal annars fram að Brynja er mikil keppn- ismanneskja og metnað- argjörn i því sem hún tekur sér fyrir hendur. Á þessum síðum má sjá að þetta eru ekki orðin tóm og að eigin- leikar góðrar fyrirsætu eru til staðar. 2. TBL.1992 VIKAN 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.