Vikan - 23.01.1992, Side 23
„Auðvitað fáum við gagnrýni fyrir - en það er
bara gott. Það besta sem getur komið fyrir
mann er að fá harða gagnrýni. Maður græðir
samt ekkert á henni nema hún sé rökstudd og
málefnaleg. „Mér finnst, mér finnst" gagnrýni
er vond.“
EKKI ÓÐUR TIL SJÁLFSVÍGA
Að undanförnu hefur mikil umræða verið í
þjóðfélaginu um sjálfsvíg ungmenna, sem hef-
ur fjölgað mjög á undanförnum misserum.
Guðjón er spurður hvort harmleikurinn um ör-
lög Rómeós og Júlíu, hinna kornungu elsk-
enda sem svipta sig lífi til þess að geta fengið
að vera saman í eilífðinni, geti haft áhrif í
þessa veru.
„Þegar í upphafi geröum við okkur Ijóst að
við mættum ekki láta uppsetninguna á nokkurn
hátt virka á áhorfendur eins og óð til sjálfsvíga.
Ef við legðum áherslu á að fegra sögu ungu
elskendanna sem allra mest gætu einhverjir
lagt þann skilning í sýninguna. Við ákváðum
að fara þá leið að segja sjálfa söguna í heild -
sem ætti fremur að teljast öllu ungu fólki víti til
varnaðar - „passið ykkur, þetta gæti gerst í al-
•'örunni!" Það er hættulegt að leggja áherslu á
oinhvern einn þátt í verkinu því þeir eru svo
margir. Ef við tækjum tii dæmis aðeins fyrir
hina saklausu ást myndum við missa út svo
margt annað sem máli skiptir, til dæmis fjand-
skapinn á milli fjölskyldnanna, þetta staðlaða
ástand sem ríkt hefur um aldir á milli þessara
tveggja ætta. Það má líka benda á mikilvægan
þátt í verkinu eins og hlutverk foreldra og frammi-
stöðu þeirra. Þarna vilja þeir ráðskast með
líf barna sinna og skipta sér jafnvel af því
hvernig þau anda og standa. Á sviðinu fer fram
mörgum sögum - við megum ekki gera einni
hærra undir höfði en annarri."
Tónlistin í sýningunni og flutningur hennar
hefur vakið mikla athygli og umtal og eru ekki
allir sáttir við þá leið sem valin hefur verið í
þeim efnum. Hún skipar mun veglegri sess en
lágvær lútuleikur og Ijóðrænt tónaflóð sem
tíðkaðist á meðal enska aðalsins fyrr á öldum.
Það hefur sérstaklega verið fundið að því að
textarnir, sem Edda Heiðrún Backman syngur,
séu á ensku en ekki íslensku.
„Efni laganna tengist því sem við erum að
gera á sviðinu hverju sinni. Eftir mikla umhugs-
un ákváðum við að þýða ekki textana heldur
hafa þá á sínu upprunalega máli, ensku eða
ítölsku. Það á vel við því verkið var skrifað á
ensku og er látið gerast á Ítalíu. Við hugsum
okkur hljómsveitina þannig að hún sé þarna
alltaf einhvers staðar og hún sé eins og
gegnsæ. Það er því engin sérstök áhersla á
henni en hún fylgir með og er nauðsynleg
þannig. Oftast er hún staðsett á sviðinu en
stundum sést hún ekki einu sinni. Hún annast
leikhljóöin jafnframt og er þessvegna hið þarf-
asta þing. Ef textarnir væru á íslensku yrði tón-
listin um leið ágengari og meira áberandi í stað
þess að vera bakgrunnur sem kallar stundum
fram ákveðið andrúmsloft. Kannski má segja
að hljómsveitin sé eins og lifandi leikhljóð.
Þegar grannt er skoðað kemur í Ijós að í raun
eru ekki leikin nema fjögur lög, þó hljómsveitin
sé alltaf að spila eitthvað."
HÖFÐAR TIL UNGA FÓLKSINS
Texti Shakespeares er í bundnu máli og hefur
þýðing Helga Hálfdanarsonar fengið lofsam-
lega dóma. Það er samt alltaf álitamál hvort I
sýning af þessu tagi höfði til samtímans.
Vissulega hefur ýmislegt verið gert til að svo
megi verða, eins og fram hefur komið hér að
framan. - En er unga fólkið á okkar dögum
hrætt um að því kunni að leiðast á sýningunni?
„Margir halda að Shakespeare sé svo leiðin-
legur, hann sé ekkert fyndinn til dæmis, jafnvel
óskiljanlegur og í bundnu máli í þokkabót. Það
er líka trú margs ungs fólks að harmleikurinn
um Rómeó og Júliu sé þungur og sorglegur
allan tímann. Shakespeare er það gott skáld
að hann hefur vit á því að hafa mjög skemmti-
leg og fyndin atriði í verkinu til að undirbyggja
sjálfan harmleikinn sem kemur á eftir. Verkið
höfðar auðvitað til unga fólksins í dag því til-
finningar Rómeós og Júlíu eru sammannlegar
og einkenna manninn á öllum tímum, eins og
reyndar svo margt annað í verkinu. Við eigum
jafnframt von á því að aðalleikararnir, þau
Baltasar Kormákur og Halldóra, nái til ungu
kynslóðarinnar. Sjálf eru þau af yngstu kynslóð
leikara, bæði tiltölulega nýútskrifuð úr Leiklist-
arskólanum. Þau eru búin að vinna bæði vel
og fallega og eiga það skilið að slá í gegn, eins
og raunin hefur orðið á. Þau eru bæði mjög
góðir leikarar."
Guðjón Pedersen leikstjóri fer sínar eigin
leiðir, bæði í leik og starfi. Hann hefur verið
gagnrýndur fyrir að láta alla leikarana koma
fram I einu að sýningu lokinni í stað þess að
skipta þeim niður eftir mikilvægi hlutverka og
leyfa áhorfendum að hylla þá í samræmi við
það eins og algengt er. Mörgum hefur gramist
að þau Baltasar Kormákur og Halldóra fái ekki
sem skyldi að njóta sín undir lófatakinu eins og
þau ættu skilið.
„Þau koma reyndar fram tvö ein í lokin, ef
áhorfendur klappa þau sérstaklega fram, þó
ég hafi ekki lagt það fyrir þau. Ég lít á leikhús
sem samvinnu. Ég er mest hrifinn af því leik-
húsi þar sem sérhver hópur stendur saman á
bak við það sem hann er að gera. Stjörnu-
leikhús á ekki við mig, eins og þegar ein
stjarna er látin njóta sín mest og hinir látnir
dansa í kringum hana. Slíkt leikhús höfðar
ekki til mín.“
2. TBL. 1992 VIKAN 23