Vikan


Vikan - 23.01.1992, Síða 33

Vikan - 23.01.1992, Síða 33
ARLEGU Q-VERÐLAUNIN Það er orðinn árviss viðburður hjá breska lónlistartímaritinu Q að veita tónlistarmönnum Q- verðlaunin svokölluðu. Það eru lesendur blaðsins sem og sér- stök dómnefnd sem velja. í dómnefndinni þetta árið voru níu aðilar, þar á meðal George Michael, Bob Geldof, Don Was (úr Was not Was) og Karl Wall- inger (úr World Party). Verð- launin voru afhent í hljóðverinu fræga Abbey Road en við skul- um kíkja á niðurstöðurnar og byrja á því sem lesendur völdu: BESTA PLATA 1. OUT OF TIME - R.E.M. 2. USE YOUR ILLUSION II - GUNS N’ROSES 3. ON EVERY STREET - DIRE STRAITS BESTA HLJÓMSVEIT/LISTAMADUR 1. R.E.M. 2. U2 3. GUNS N’ROSES BESTA HLJÓMLEIKASVEIT 1. SIMPLE MINDS 2. GUNS N'ROSES 3. INXS BESTU NÝLIÐAR 1. SEAL 2. THE BLACK CROWES 3. BLUR VAL DÓMNEFNDAR: BESTI UPPTÖKUSTJÓRI TREVOR HORN (stjórnaði upptökum á breið- skífu söngvarans SEAL) BESTA SAFNPLATA BOB DYLAN: THE BOOTLEG SERIES, VOLUMES 1-3 ▲ Meðlimir hljómsveitarinnar R.E.M. geta glaðst yfir vali lesenda breska tónlistartímaritsins Q; besta plata og besta hljómsveit. aðalhlutverkið. Einnig hefur tónlist hennar verið notuð í auglýsingum og segir Enya að það dæmi hafi komið alveg á réttum tíma fyrir sig. „Það til- boð kom á réttum tíma fyrir mig því ekki hafði heyrst frá mér lengi. Ef ég er ánægð með tónlistina mína og aug- lýsingin, sem hún er notuð í, er góð þá er það góð auglýs- ing fyrir mig sem listamann,1' segir hin írska Enya. ar aðeins tólf rásir í hljóðveri þegar hún er að taka upp. Það fyndist sumum listamönnum í minna lagi en hún virðist geta komið öllu til skila á rásunum tólf. Samstarf hennar og „The Ryans“, eins og hún kallar Nick og Roma, gengur yfirleitt snurðulaust, þó kemur stund- um til rifrildis. „Nick er þannig maður að eftir að maður hefur unnið með honum í tvo mán- uði á hann kannski til að segja: „Svona nú, þú getur gert betur en þetta," segir Enya en bætir við að hún geti líka verið erfið í sam- vinnu vegna inn- byggðrar stífni. Sam- vinna þeirra gengur samt vel og sýna plötur Enyu svo ekki verður um villst að hér er ekki aðeins efnileg tónlistarkona á ferðinni heldur mjög góð. TÓNLISTIN BÆÐI í KVIKMYNDUM OG AUGLÝSINGUM Ekki er nóg með að tónlist Enyu heyrist á plötum, hún heyrðist líka í mynd Peters Weir, Greencard, og í L.A. Story en þar lék Steve Martin BESTI LAGASMIÐUR: RICHARD THOMPSON (fyrir plötuna Rumour and Sigh) SÉRSTÖK HEIÐURSVERÐLAUN - afhent þeim sem tímaritið telur að hafi lagt sérstaklega mikið fram til rokktónlistar á liðnum árum: LOU REED Á Lou Reed fékk sérstök verölaun fyrir framlag sitt til rokktonlistar og söngvarinn Seal var valinn besti nýliiinn. ▲ Richard Thompson fékk Q-verðlaunin sem besti lagasmiðurinn. Sérstök dómnefnd komst að þeirri niðurstöðu. Hér afhendir hinn svarti og brosmildi blusari Buddy Guy Thompson verðlaunin. A Hér afhendir George Martin, upptökustjóri Bitlanna, starfsfélaga sínum, Trevor Horn, verðlaun fyrir besta upptökustjórn, samkvæmt vali dómnefndar. 2. TBL. 1992 VIKAN 33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.