Vikan


Vikan - 23.01.1992, Page 50

Vikan - 23.01.1992, Page 50
TEXTI: ANDERS PALM / PÝÐING: HJS HVER ER MADURINN? TAKIÐ ÞÁTT í LEIKNUM OG FINNIÐ NAFNIÐ Á BAK VIÐ MANNLÝSINGUNA hefja háskólanám á nýjan leik en á öðru sviði en áður. Nú var það lögfræðin sem heillaði. Almennu iaganámi iauk hún með giæsibrag og hún sérhæfði sig þar að auki í skaHaiöggjöfinnL || Reyndu sjálfan þig sem rannsóknarblaðamann eða rannsóknarlögreglu- mann. Með því að lesa um lífshlaup viðkomandi persónu og nota um leið þekkingu þína og hyggju- vit ættir þú með til- tölulega léttum leik að komast að því um hvaða karl - eða konu - er að ræða. Teikning af vanga- svip viðkomandi per- sónu fylgir með ævi- ágripinu. Þættir þessir munu birtast í næstu tölublöðum Vikunnar og verður víða komið við í veraldarsögunni. Madeira á Spáni var kjörinn staður til þess að eyða hveiti- brauðsdögunum. Sólin stafaði geislum sínum á spegilsléttan hafflötinn. Hjónabandið hafði byrjað vel, hún var mjög ham- ingjusöm. Kannski hafði hún verið með svolitlar efasemdir í upp- hafi. Hún var aöeins 24 ára þegar hún hitti verðandi eigin- mann sinn i fyrsta sinn. Hann var 36 og átti að baki mis- heppnað hjónaband. Aldurs- munurinn var því 12 ár. Fundum þeirra bar 'saman árið 1949 fyrir tilstilli sameigin- legs vinar þeirra. Síðari heimsstyrjöldin var að baki en afleiðingar hennar vörpuðu enn skugga á daglegt líf. Hann hafði barist með stórskotalið- inu. Eftir orrustuna við Anzio á Italíu hlaut hann heiðursmerki fyrir vasklega framgöngu. FYRIRMYNDAR- NEMANDI Þau komust fljótlega að því að þau áttu mörg sameiginleg áhugamál. Tónlistin var eitt þeirra og ferðalög voru einnig þar á meðal. Ferðalögin þurftu hvorki að vera dýr né stórbrot- in. Þeim nægði fullkomlega að geta tekið bílferjur á milli staða svo þau mættu skoða sig um og sjá alltaf eitthvað nýtt og spennandi. Hann var prýðilega efnum búinn. Sem framkvæmdastjóri eigin fjölskyldufyrirtækis á sviði efna- og málningariðnað- ar var hann ekki á nástrái. Þetta kom sér vel fyrir þau bæöi því hún var efnafræðing- ur að mennt. Hún hafði nýlokið háskólaprófi og starfaði við rannsóknir hjá stóru fyrirtæki. Þar að auki hafði hún mikinn áhuga á hagfræði og fjármál- um almennt og átti sá þáttur í fari hennar einnig eftir að nýt- ast fjölskyldufyrirtækinu vel. Hún hafði ekki gengið í hjónaband af skynsemissjón- armiðum heldur af því að hún elskaði manninn sinn. Hann var viljasterkur og ákveðinn og fór ekki í launkofa með það sem honum bjó í brjósti. Þess- ir eiginleikar áttu vel viö hana. Hann var þægilegur í viðmóti og viðkunnanlegur. Hann minnti hana svolítið á föður hennar, sem var sterkur per- sónuleiki sem hafði ávallt skipt miklu máli í lífi hennar. Hún fæddist árið 1925. í skólanum var hún fyrirmynd- arnemandi. Gamall bekkjarfé- lagi hennar lýsir henni svo að hún hafi borið góðu uppeldi sínu fagurt vitni og snemma orðið fullorðinsleg í fasi. Aðrar mæður bentu gjarnan á hana dætrum sínum til fyrirmyndar. HINN FULLKOMNI GESTGJAFI Eftir að hefðbundinni skóla- göngu lauk fýsti hana að fara í háskóla og læra meira. Það voru samt nokkrar hindranir í veginum og sú stærsta var að námið kostaði peninga en þá hafði hún ekki handbæra. Þar að auki hafði hún ekki lært latínu en lágmarkskunnáttu i henni var krafist í háskól- anum. Nú kom faöir hennar til hjálpar. Hann sá til þess að hún gæti stundað tilskilið undirbúningsnám og tekið lat- ínuprófið. Píanónámið varð hún samt að hætta við að sinni. Hún gerði það með mikl- um trega enda hafði það sóst vel og hún var að ná góðum tökum á hljóðfærinu. Hún hafði átt hamingjuríka æsku i föðurhúsum en það var ýmislegt sem hún hafði samt farið á mis við í uppvextinum. Hún hafði til dæmis ekki lært að dansa og á það var hún áþreifanlega minnt er kom í háskóla. Þær systurnar höfðu þurft að sitja heima á meðan skólafélagar þeirra fóru á dansleiki og kvöldskemmtanir. Hún réð snarlega bót á þessu og hóf að sækja tíma í sam- kvæmisdönsum. Hún fór líka að venja komur sínar á ýmiss konar skemmtanir. Sjálf skipu- lagði hún lika stór sem smá samkvæmi, þar sem hvorki skorti mat né drykk. Fyrr en varði var hún orðin hinn full- komni gestgjafi og það var nokkuð sem átti eftir að koma sér vel síðar meir. LAGANÁM Eftir giftinguna dró okkar kona sig í hlé frá opinberu vafstri og helgaði sig eiginmanni og heimili. Árið 1953 fæddust tví- burarnir Mark og Carol. Á milli þess sem hún sinnti börnun- um og annaðist dagleg störf á heimilinu gaf hún sér tíma til að hefja háskólanám á nýjan leik en á öðru sviði en áður. Nú var það lögfræðin sem heillaði. Almennu laganámi lauk hún með glæsibrag og hún sérhæfði sig þar að auki í skattalöggjöfinni. Þegar árið 1954 var hún orðinn meðlimur í lögmannafélaginu. Frami hennar óx stig af stigi og hámarki náði hann árið 1975 þegar hún tók við mikil- vægu embætti sem hún átti eftir að gegna um árabil eða þar til í nóvember 1990. SVAR Á BLS. 66 50 VIKAN 2. TBL.1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.