Vikan


Vikan - 23.01.1992, Blaðsíða 50

Vikan - 23.01.1992, Blaðsíða 50
TEXTI: ANDERS PALM / PÝÐING: HJS HVER ER MADURINN? TAKIÐ ÞÁTT í LEIKNUM OG FINNIÐ NAFNIÐ Á BAK VIÐ MANNLÝSINGUNA hefja háskólanám á nýjan leik en á öðru sviði en áður. Nú var það lögfræðin sem heillaði. Almennu iaganámi iauk hún með giæsibrag og hún sérhæfði sig þar að auki í skaHaiöggjöfinnL || Reyndu sjálfan þig sem rannsóknarblaðamann eða rannsóknarlögreglu- mann. Með því að lesa um lífshlaup viðkomandi persónu og nota um leið þekkingu þína og hyggju- vit ættir þú með til- tölulega léttum leik að komast að því um hvaða karl - eða konu - er að ræða. Teikning af vanga- svip viðkomandi per- sónu fylgir með ævi- ágripinu. Þættir þessir munu birtast í næstu tölublöðum Vikunnar og verður víða komið við í veraldarsögunni. Madeira á Spáni var kjörinn staður til þess að eyða hveiti- brauðsdögunum. Sólin stafaði geislum sínum á spegilsléttan hafflötinn. Hjónabandið hafði byrjað vel, hún var mjög ham- ingjusöm. Kannski hafði hún verið með svolitlar efasemdir í upp- hafi. Hún var aöeins 24 ára þegar hún hitti verðandi eigin- mann sinn i fyrsta sinn. Hann var 36 og átti að baki mis- heppnað hjónaband. Aldurs- munurinn var því 12 ár. Fundum þeirra bar 'saman árið 1949 fyrir tilstilli sameigin- legs vinar þeirra. Síðari heimsstyrjöldin var að baki en afleiðingar hennar vörpuðu enn skugga á daglegt líf. Hann hafði barist með stórskotalið- inu. Eftir orrustuna við Anzio á Italíu hlaut hann heiðursmerki fyrir vasklega framgöngu. FYRIRMYNDAR- NEMANDI Þau komust fljótlega að því að þau áttu mörg sameiginleg áhugamál. Tónlistin var eitt þeirra og ferðalög voru einnig þar á meðal. Ferðalögin þurftu hvorki að vera dýr né stórbrot- in. Þeim nægði fullkomlega að geta tekið bílferjur á milli staða svo þau mættu skoða sig um og sjá alltaf eitthvað nýtt og spennandi. Hann var prýðilega efnum búinn. Sem framkvæmdastjóri eigin fjölskyldufyrirtækis á sviði efna- og málningariðnað- ar var hann ekki á nástrái. Þetta kom sér vel fyrir þau bæöi því hún var efnafræðing- ur að mennt. Hún hafði nýlokið háskólaprófi og starfaði við rannsóknir hjá stóru fyrirtæki. Þar að auki hafði hún mikinn áhuga á hagfræði og fjármál- um almennt og átti sá þáttur í fari hennar einnig eftir að nýt- ast fjölskyldufyrirtækinu vel. Hún hafði ekki gengið í hjónaband af skynsemissjón- armiðum heldur af því að hún elskaði manninn sinn. Hann var viljasterkur og ákveðinn og fór ekki í launkofa með það sem honum bjó í brjósti. Þess- ir eiginleikar áttu vel viö hana. Hann var þægilegur í viðmóti og viðkunnanlegur. Hann minnti hana svolítið á föður hennar, sem var sterkur per- sónuleiki sem hafði ávallt skipt miklu máli í lífi hennar. Hún fæddist árið 1925. í skólanum var hún fyrirmynd- arnemandi. Gamall bekkjarfé- lagi hennar lýsir henni svo að hún hafi borið góðu uppeldi sínu fagurt vitni og snemma orðið fullorðinsleg í fasi. Aðrar mæður bentu gjarnan á hana dætrum sínum til fyrirmyndar. HINN FULLKOMNI GESTGJAFI Eftir að hefðbundinni skóla- göngu lauk fýsti hana að fara í háskóla og læra meira. Það voru samt nokkrar hindranir í veginum og sú stærsta var að námið kostaði peninga en þá hafði hún ekki handbæra. Þar að auki hafði hún ekki lært latínu en lágmarkskunnáttu i henni var krafist í háskól- anum. Nú kom faöir hennar til hjálpar. Hann sá til þess að hún gæti stundað tilskilið undirbúningsnám og tekið lat- ínuprófið. Píanónámið varð hún samt að hætta við að sinni. Hún gerði það með mikl- um trega enda hafði það sóst vel og hún var að ná góðum tökum á hljóðfærinu. Hún hafði átt hamingjuríka æsku i föðurhúsum en það var ýmislegt sem hún hafði samt farið á mis við í uppvextinum. Hún hafði til dæmis ekki lært að dansa og á það var hún áþreifanlega minnt er kom í háskóla. Þær systurnar höfðu þurft að sitja heima á meðan skólafélagar þeirra fóru á dansleiki og kvöldskemmtanir. Hún réð snarlega bót á þessu og hóf að sækja tíma í sam- kvæmisdönsum. Hún fór líka að venja komur sínar á ýmiss konar skemmtanir. Sjálf skipu- lagði hún lika stór sem smá samkvæmi, þar sem hvorki skorti mat né drykk. Fyrr en varði var hún orðin hinn full- komni gestgjafi og það var nokkuð sem átti eftir að koma sér vel síðar meir. LAGANÁM Eftir giftinguna dró okkar kona sig í hlé frá opinberu vafstri og helgaði sig eiginmanni og heimili. Árið 1953 fæddust tví- burarnir Mark og Carol. Á milli þess sem hún sinnti börnun- um og annaðist dagleg störf á heimilinu gaf hún sér tíma til að hefja háskólanám á nýjan leik en á öðru sviði en áður. Nú var það lögfræðin sem heillaði. Almennu laganámi lauk hún með glæsibrag og hún sérhæfði sig þar að auki í skattalöggjöfinni. Þegar árið 1954 var hún orðinn meðlimur í lögmannafélaginu. Frami hennar óx stig af stigi og hámarki náði hann árið 1975 þegar hún tók við mikil- vægu embætti sem hún átti eftir að gegna um árabil eða þar til í nóvember 1990. SVAR Á BLS. 66 50 VIKAN 2. TBL.1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.