Vikan


Vikan - 23.01.1992, Side 51

Vikan - 23.01.1992, Side 51
TEXTI: JÓHANN GUÐNI REYNISSON EINSOG HLUTISK VERKSINS NÝ KYNSLÓÐ FRÁ BUGATTI réttinni til að knýja áfram þetta eina og hálfa tonn í hundrað kílómetra hraða á þremur komma sjö sekúndum! Þess má síðan geta að hámarks- hraðinn er áætlaður eitthvað rétt rúmlega 330 kílómetrar á klukkustund. Gírskiptingin er samhæfð við bensíngjöf þannig að hægt er að skipta um gír með fullri inngjöf og þetta gildir um alla sex gírana. Varla þarf að taka fram að Bugatti EB 110 liggur ágætlega í beygjum og slíku og kunnugir segja að nánast sé eins og bíllinn sé límdur við yfirborð jarðar; að hann sé eins og hreyfanlegur en þó óaðskiljanlegur hluti sköpun- arverks almættisins. Ætli sé þá ekki erfitt að „tjakk’ann" upp? □ Iminningu Ettores Bugatti hefur nýtt afkvæmi við hann kennt litið dagsins Ijós eftir fjörutíu og tveggja ára hlé. Bugatti sjálfur lést árið 1947 og var það ásamt eftir- köstum síðari heimsstyrjaldar- innar meginorsök þess að bílaverksmiðjur hans gáfu upp öndina. Nú hefur veldi Bugatt- is verið endurreist í minningu hans, Bugatti EB 110 þeysir nú um hraðbrautir heimsins. VARLA FEGURÐARKÓNGUR Það var i september nýliðið ár að Bugatti-verksmiðjurnar í Campogalliano á Ítalíu sýndu fyrstu framleiðslutýpuna i París. Mikið fjölmenni var við afhjúpunina og í mannfjöldan- um mátti þekkja nær alla fræg- ustu bílahönnuði í Evrópu, vel þekkta bílasafnara og meðlimi í klúbbi Bugatti-eigenda hvað- anæva úr heiminum. Mikil eftirvænting ríkti meðal gesta og undan hulunni kom trylli- tækið, voldugt og ógnandi, þó hinn nýi Bugatti geti varla talist líklegur til að hreppa titilinn fegurst allra sjálfrennireiða. Það sem upp á fegurðar- skyn vantar er óhætt að segja að Bugatti bæti upp með því að uppfylla flestar aðrar kröfur. Þó er hann enn undir smásjá framleiðenda sinna og margar endurbætur væntanlegar. Hugum nú að eintakinu. Mað- ur prílar án þess að hafa mjög mikið fyrir því ofan í rúmgóðan „stjórnklefann". Eins og venja er sitja menn neðarlega í slík- um bílum með drifskaftið við hliðina á sér, vel hulið og ein- angrað þó. Yfirbyggingin gerir ökumanni og farþegum síðan kleift að sjá nánast óhindrað 360 gráður - eða allan hringinn, likt og tíðkast í gróð- urhúsum. SEXTÍU VENTLAR Aðalsmerkið er vélin; fjórar japanskar túrbínur og tólf strokkar, samtals 3,5 lítrar með fimm ventla hver, samtals sextíu ventlar! mynda hinn un- aðslega kórsöng sem hver áhugamaður um vélar og bila heillast af. Þróun Bugatti-verk- smiðjanna á útlínum tannhjóla og fleiru hefur þó gert það að verkum að hávaðinn inni í bílnum er alls ekki ærandi þegar hrossunum fimm hundr- uð og fimmtíu er hleypt út úr 2.TBL.1992 VIKAN 51

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.