Vikan


Vikan - 23.01.1992, Síða 54

Vikan - 23.01.1992, Síða 54
I gamla bænum hafa heilu göturnar fengið að halda sér í upprunalegri mynd og hús færð til fyrra horfs. um frumþörfum sálar og lík- ama allan sólarhringinn ef því er að skipta. KOSTIR OG GALLAR Það eru því margar ástæður fyrir þeim vinsældum sem Amsterdam hefur hlotið á meðal Islendinga. Ýmsar hlið- ar hefur borgin einnig, sem sumir hafa fundið aö og líkar miður vel. Nefna má til dæmis að á fáum stöðum í Evrópu er meira um eiturlyfjaneyslu á götum úti og vandamál sem henni tengjast. Þegar gengið er um miðborgina kemur það gestum hennar í fyrstu ein- kennilega fyrir sjónir hversu marga útlendinga er þar að finna - frá öllum heimshornum að því er virðist. Sumum finnst bar að auki hreinlæti talsvert um þeim ógleymanlegur sem þar kemur inn einu sinni. Það er annars vegar vegna hins fornlega umhverfis sem hefur allt að því dulúðug áhrif á gestinn. Hins vegar hefur staðurinn að geyma örlaga- þrungna sögu sem blasir við hvert sem litið er. Það fer ekki hjá því að hver sá sem gengur inn brakandi trégólfið í „Rest- aurant De Silveren Spiegel" verði snortinn af þessum áhrif- um - og enginn verður svikinn af matnum og þjónustunni. Þeim sem ætla að fara út á lífið og skemmta sér í Amster- dam má benda á að fáar borg- ir í Evróþu bjóða upp á ríku- legra úrval af gleðigefandi húsum og stöðum af öllu tagi, þar sem gestir geta sinnt ýms- ▲ Restaurant De Silveren Spiegel er elsti veitingastaður borgarinnar. Eigandi hans, Ben van den Nieuwboer, er af gömlum kokkaættum. ◄ Holland er flatlent mjög og því er Amsterdam vinsamleg hjólreiðafólki. Hjólhestar skipta tugum þúsunda í borgarumferð- inni. þegar ýmiss konar óþefjan berst jafnvel upp úr síkjunum. Þetta eru vissulega aðfinnslur sem bera má upp á ýmsar aðr- ar borgir sé grannt skoðað en margir ferðamenn líta fram hjá slíkum hlutum. Amsterdam er engu að síður borg sem tekur vel á móti gestum sínum og sést það best á alúðlegu við- móti borgarbúa og góðri þjón- ustu sem þeir veita í hvívetna. 54 VIKAN 2. TBL. 1992

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.