Vikan - 16.04.1992, Blaðsíða 4
LANDAR I L.A.
VIKAN Á HÁTÍÐ ÍSLENDINGAFÉLAGSINS í LOS ANGELES
o
o
o
70
▲ Guðni
Gunnarsson
og Guðlaug
Pétursdóttir fá
sér léttan
snúning.
T Bubbi og
Rúnar á fullri
ferð.
Nýverið var Íslendingahátíð í Los Angeles og mættu yfir
þrjú hundruð til veislunnar sem var haldin í félagsheimili
Litháa í Englaborg. Þjóðlegar kræsingar voru á boðstól-
um en þær voru matreiddar af íslenskum matreiðslu-
manni sem var sérstaklega boðið til hátíðahaldanna.
Þórir Baldursson lék íslensk ættjarðarlög á hljómborð
undir borðhaldinu og voru menn sammála um að það
hefði hjálpað meltingunni. Þá kom fram söngsveit sex ís-
lenskra stúlkna frá San Francisco og ætlaði þakið af
húsinu þegar þær sungu Ríðum, ríðum, rekum yfir
sandinn.
Aðalnúmer kvöldsins voru síðan Bubbi Morthens og
Rúnar Júlíusson og þeir sviku engan frekar en fyrri
daginn. Bubbi hitaði mannskapinn upp með nokkrum
lögum á kassagítarinn og að því loknu rokkuðu þeir
félagarnir fram eftir kvöldi eins og þeim einum er lagið.
Bubbi fór snemma í koju en hann var ósofinn eftir langt
ferðaiag.
>
Engan bilbug var aö finna á Rúnari og félögum og þeir F=
voru klappaðir upp hvað eftir annað. Gamlar perlur eins =§
og Það blanda allir landa upp til stranda og Chuck Berry
rokk-slagarar trylltu landann og voru menn sammála um O
að sannkallað Stapastuð hefði verið á ferðinni.
◄ F.v. stöll-
urnar Anna
Rakel, Guðrún
og Linda
skemmtu sér
vel.
Við látum myndirnar tala sínu máli en skömmu eftir að
þær voru teknar mátti sjá blaðamann Vikunnar taka spor
sem Sæmi Rokk hefði verið stoltur af þegar hann var
upp á sitt besta: □
► (ris White
mætti í upphlut
til samkom-
unnar.
◄ Sex sætir
söngfuglar frá
San Francisco,
f.v. Vigdis,
Kristín María,
Berglind, Hera,
Bergljót og
Arngunnur Ýr.
◄ Færri kom-
ust að en vildu
á vetrarhátíð
fslendinga-
félagsins í Los
Angeles.
◄ ◄ Hlédís
Sveinsdóttir
nemi i
arkitektúr og
Roger Croci
veitingamaður.
◄ Undrunin
skín úr svip
Höllu Bjarkar
Finnbogason,
en hún vann
stærsta vinn-
inginn í happ-
drætti kvölds-
ins sem var
ferð tii Islands
með Flugleið-
um.
◄ Elín Gauta-
dóttir og Þuríð-
ur Guðmunds-
dóttir nemar í
U.S.C.
► Karl Esra-
son læknir og
Helga Magnús-
dóttir, eigin-
kona hans.
◄ Það fór vel
á með þeim
Guðrúnu Páls-
dóttur kvik-
myndagerðar-
konu og Páli
syni hennar.