Vikan - 16.04.1992, Blaðsíða 78
HREFNA BJÖRK
GYLFADÓTTIR
Feguröardottning Vesturlands er
Hrefna Björk Gylfadóttir. Hún er
tuttugu og eins árs og segist vera
dæmigeröur tvíburi, fædd 23. maí
1970.
Hrefna Björk fæddist í Bolung-
arvík og átti þar heima þar til hún
var fjórtán ára, er hún fluttist til
Akraness. Henni líkar vel á báð-
um stöðunum en segir mun ein-
angraöra fyrir vestan.
Hrefna Björk vinnur á skrifstofu
Haraldar Böðvarssonar viö að
tölvufæra allt um útskipanir og
landanir, sem og vinnutíma og
bónus starfsfólks. Hún segir að
sér líki vinnan svo vel að það
hamli þvi að hún taki aftur upp
þráðinn í skóla en hún ákvað fyrir
nokkrum árum að taka sér frí frá
náminu í Fjölbrautaskóla Vestur-
lands. Það setur líka strik í reikn-
inginn að hún er farin að búa og
þarf að færa björg í bú þar sem
sambýlismaður hennar, Svein-
björn Allansson, er enn í skóla.
Þegar hann lýkur námi ætlar
Hrefna Björk hins vegar að snúa
sér aftur að skólabókunum. Að
öðru leyti eru framtíðaráætlanir
Hrefnu óráðnar, að því frátöldu
að hún segist að sjálfsögðu ætla
sér að eignast börn síðar meir -
þau séu ómissandi.
Áhugamál Hrefnu Bjarkar eru
líkamsrækt, kvikmyndir og fót-
bolti. Hún leikur ekki fótbolta sjálf
en segir að allir í kringum sig spili
og hún hafi þess vegna geysimik-
inn áhuga á íþróttinni. Hrefna
Björk hefur ferðast víða. Hún hef-
ur komið til Hollands, Belgíu,
Þýskalands, Lúxemborgar, Dan-
merkur og Svíþjóðar, ásamt því
að hafa skoöaö eigið land svolít-
ið, en hana langar að bæta sólar-
landaferð á listann. Foreldrar
Hrefnu Bjarkar eru Bryndís Ragn-
arsdóttir og Gylfi Borgþór Guð-
finnsson. Hún á fimm systur og er
þeirra næst elst.
Hrefna er 174 sm á hæð og er
Ijóshærö og bláeygö.
MALEN DÖGG
ÞORSTEINSDÓTTIR
Fegurðardrottning Austurlands er
Malen Dögg Þorsteinsdóttir. Mal-
en er tvítug, fædd í vatnsbera-
merkinu, þann 23. janúar 1972.
Malen stundar nám við
Menntaskólann á Egilsstöðum og
lýkur stúdentsprófi nú í vor. Hún
hefur búið á Egilsstöðum síðustu
tvö árin en er frá Hallormsstað.
Þar vinnur faðir hennar við
skógrækt, eins og reyndar flestir
á staðnum en þar búa um það bil
sjötíu manns. Malen valdi hag-
fræðibraut í skólanum því hún
hafði alltaf ætlað sér að nema við-
skiptafræði að loknu stúdents-
prófi. Nú nýlega hefur hún þó
skipt um skoðun og langar að
læra klæðskeraiðn eða fatahönn-
un. Hún segir námið á hagfræði-
brautinni samt nýtast sér mjög vel
þar sem gott sé að kunna bók-
færslu og fleira gagnlegt sem þar
er kennt.
Til þess að læra klæðskeraiðn
þarf Malen Dögg að flytjast til
Reykjavíkur og líst bara vel á
það. Hún segist helst fara til
Reykjavíkur á þriggja mánaða
fresti, annars fari hún að ókyrrast.
Reyndar segist hún alltaf hafa
búist við að enda í Reykjavík þvi
stór hluti vinahópsins er fluttur
þangað og mikið af skyldfólki
hennar býr þar líka. Þegar nám-
inu i Iðnskólanum lýkur langar
Malenu að fara utan og læra fata-
hönnun.
Það kemur því ekki á óvart að
fatasaumur er meðal áhugamála
Malenar. Hún saumar mikið og
saumaði til dæmis sjálf kjólinn
sem hún keppti í fyrir austan. En
hún á fleiri áhugamál. Hún hefur
gaman af að eiga góðar stundir
með vinum sínum og finnst gam-
an að fara í stuttar útilegur. Úti-
vera öll, svo sem reiðtúrar og
ferðalög, á hug hennar og hún
hefur oft farið hringinn um landið,
að Vestfjöröum undanskildum.
Færeyjar eru hins vegar eina
landið sem hún hefur heimsótt
utan íslands en í sumar, að lok-
inni útskrift, hyggst hún bæta ítal-
(u við.
Framtíðardraumar Malenar
Daggar, þegar náminu sleppir,
eru þeir helstir að giftast, eignast
nokkur börn og lifa rólegu lífi.
Malen Dögg er næst elst fimm
systkina. Foreldrar hennar eru
Elín Kröyer og Þorsteinn Þórar-
insson.
Malen er 172 cm á hæö, Ijós-
hærð og með augu sem skipta lit-
um eftir birtu, samkvæmt því sem
hún segir sjálf. I birtunni, sem
blaðamaður sá hana í, virtust þau
mólit, það er að segja grænbrún.
78