Vikan - 16.04.1992, Blaðsíða 26
um þaö þegar þau voru þar á
ferð síðastliðið sumar. „Það er
hægt að sjá fjöllin hér og mað-
ur er í mjög nánu sambandi
við náttúruna. Stærsti munur-
inn er ef til vill að hér erum við
líka nálægt sjónum en heima
búum við langt inni í landi,"
segir Jonathan.
„Við erum búin að hlakka til
heimsóknarinnar síðan Guð-
rún og Guðlaugur komu til
Suður-Dakóta í nóvember á
síðasta ári,“ segir Marcell.
„Það var mjög spennandi að
fá heimsókn frá svona litlu og
fjarlægu landi. Þau færðu okk-
ur bækur um ísland og þjóð-
fánann ykkar sem nú prýðir
einn af veggjum setustofu
skólans í Kyle. Lakota Sioux
þjóðin á sér líka taufána en
aðalfáni okkar er arnarfjöður-
stafurinn því hann hefur fylgt
þjóð okkar frá ómunatíð og er
alltaf til staðar þegar við
dönsum.
Við höfum unnið að undir-
búningi ferðarinnar síðan þau
komu og þó við höfum ferðast
áður til annarra landa höfum
við hvergi hlotið eins virðuleg-
ar móttökur og hér. Guðrún og
Guðlaugur virðast hafa lagt sig
fram um að skipuleggja dvöl
okkar hér sérlega vel og þess
höfum við meðal annars notið
með því að fá að heimsækja
forsetann ykkar, Vigdísi Finn-
bogadóttur. Þaö hefur ekki
áður átt sér stað að þjóðhöfö-
ingi viðkomandi lands hafi tek-
ið á móti okkur og við erum
mjög þakklát forseta ykkar.
Hún virðist hafa djúpan skiln-
ing á stöðu þjóðar okkar og
þörfinni fyrir að halda menn-
ingunni á lofti, jafnvel þó það
séu ekki allir sem kunna
tungumálið. Okkur þótti sömu-
leiðis mjög vænt um að hún
talaði um að öll værum við
eins, þó við kæmum frá mis-
munandi menningarsvæðum.
Við Lakotarnir höfum orðatil-
tæki yfir þetta. Það er „Mita-
kuye Oyasin" sem þýðir „Við
erum öll skyld". Það var okkur
og þjóð okkar mikill heiður að
fá að heimsækja hana,“ segir
Marcell. Hann er elsti meðlim-
ur hópsins og því kom það í
hans hlut að vera talsmaður
allra.
HÁDEGISVERÐUR
í PERLUNNI
Eigendur Perlunnar buðu Lak-
ota Sioux indíánunum til há-
degisverðar meðan þeir
dvöldu hér. Lakotarnir voru
undrandi yfir öllu þessu heita
vatni sem jörðin hér býr yfir og
sögðust ekkert hefðu á móti
LAUSN SÍDUSTU GÁTU
því að hafa eitthvað af þvi
heima hjá sér á veturna en
kuldinn hjá þeim getur fariö allt
niður í -40 gráður á Celsíus.
Þegar komið var í Perluna tók
á móti hóþnum Ágústa Péturs-
dóttir listakona og færði þeim
eina af sínum frægu kríum,
unna úr fiskibeinum. Hana
sagðist hún færa þeim sem
„boöbera friðar og kærleiks-
ríkra tilfinninga í garð indíána
en hún hefði haft sterka teng-
ingu við þá frá því hún var lítil
telpa.“
„Það var stórkostlegt að
horfa á Reykjavík af útsýnis-
svölum Perlunnar," segir
Jonathan. „Við gátum líka séö
heim á Bessastaöi til forsetans
ykkar, þar sem viö vorum ný-
búin að vera. Ég held að fæst
okkar hafi áður borðað á eins
fínum veitingastað og Perlan
er. Fátt er um slíka staði í
Suður-Dakóta, sem er fátæk-
asta fylki Bandaríkjanna, og
eins er það að sökum fátæktar
og atvinnuleysis eiga fæst
okkar peninga til að borða á
dýrum stöðum. Ég kom sjálf-
um mér á óvart með því að
standa upp að loknum hádeg-
isverðinum til að segja öllum
hversu margt ég hefði þegar
lært af þjóð ykkar í þessari
ferð.“
MÓTTAKA í „HVÍTA
HÚSINU" Á ÍSLANDI
í fjarveru borgarstjóra tók
Magnús Óskarsson borgarlög-
maður á móti Lakota Sioux
indíánunum í Höfða. Þar nutu
þeir góðra, íslenskra veitinga
og brögðuðu meðal annars í
fyrsta skipti pönnukökur með
rjóma, sem runnu Ijúflega
niður. „Guðrún hafði gefið
okkur póstkort með „Hvíta
húsinu“ og sagt okkur frá
tímamótafundi stórveldanna
sem þar fór fram, en okkur ór-
aði ekki fyrir að eiga eftir að
ganga þar um stofur sjálf. Við
létum taka mynd af fjölskyld-
unni í fundarherberginu. Það
verður gaman að eiga hana til
minningar seinna meir,“ segir
Marcell Bull Bear en hann kom
með alla fjölskylduna með sér,
eiginkonu og þrjú börn.
HANNAÐI OG SKREYTTI
KJÓLINN SJÁLF
Það vakti athygli margra gesta
á sýningum hópsins aö Guð-
rún var í sérlega fallegum
indíánaleðurkjól og margir
höfðu orð á því aö Lakotarnir
hefðu áreiðanlega komið með
hann með sér fyrir hana. Hið
rétta í málinu er að Guðrún
teiknaði kjólinn, Tómas Svein-
+ + + + + + + E + + + + + + + + + K
+ + + + + S K I TD R E I K A + A + A
+ + + + + T A R A + K L A F I + E F
+ + + + + U R T N + K L U N N I Y L
+ + + + + B E R A + t + S E G I Ð A
+ + + + + B L + M + B + M A + I N
+ + + + + U + A A + R Æ K A L L S S
+ F j A R R A D + L A T A + 0 S K +
+ L A M I + B I K T N I + A + K E R
G 0 T ö T T 4- L A N G F E Ð G A R ó
+ S A T- + R e: I K U L L + G E P I L
+ K N A P I R + K + A A + A T A + E
+ U + + A L I*' + A L T K 0 T + R 0 G
+ S K A L L I + L A T A R + S I T A
S K A L M A + m A U + + S E T + T r?
+ E L D T + L i K N + F ö G U R + +
L Y F I + M .ó S K U R Y K + N Ý A R
+ T I N N A + T I N A R + G A R R A
+ I + + A R K A + G R I L L + T E K
Æ Ð S T U + U N S + A R i A N + G A
+ + K E M U R + T T L + M U N D j N
G A R P + S E I N + B A M B I N
+ M Æ R + s E N N A + A + B 0 + H H
+ 0 F A R + I N N + S K R Æ L N A R
G R A N D E S + A N s A + R A U F A
S U R T A R B R A N D U T1 + G R T P
Það var
ekki fyrr en
1978 að
Lakota-
indíánun-
um var leyft
með laga-
setningu að
stunda
andlega
iðkun sína.
Dansinn
var hluti af
henni.
björnsson, hönnuöur á
saumastofu þeirra hjóna,
saumaði hann og síðan
skreytti Guðrún hann sjálf.
„Ég var mjög stolt af hand-
verki mínu, sérstaklega þegar
Lakotarnir hrósuðu því hversu
heföbundinn (traditional) kjóll-
inn væri. Það er eitt það mesta
hrós sem hægt er að fá frá
þeirn," segir Guðrún.
Eftir álag undanfarinna
daga, spennu um það hvort
heimsóknin gengi fjárhags-
lega upp og alla vinnuna í
kringum heimsóknina, er hún
þá ánægð með drauminn sem
rættist?
„Já, við erum bæði mjög
ánægð, ég og Gulli. Við lögð-
um hart að okkur til að þetta
tækist vel og lögðum allan
okkar metnað í að gera heim-
sóknina sem glæsilegasta og
eftirminnilegasta fyrir Lakot-
ana. Fjárhagslega áhættan
var á okkar herðum og við
sleppum með skrekkinn, með-
al annars vegna þess að við
leituðum eftir stuðningi hér-
lendra aðila við heimsóknina
og fengum frábærar undirtekt-
ir. Það er eins og það ríki sér-
stæður skilningur meðal ís-
lendinga á málefnum indíána
og allir sem við leituðum til
tóku mjög jákvætt í beiðni okk-
ar um aðstoð. Við getum því
sem þjóð verið stolt yfir þeim
móttökum sem Lakota Sioux
indíánarnir hafa hlotið hjá okk-
ur og ef að líkum lætur eiga
tengsl okkar við þá ennþá eftir
að styrkjast. Þeir eiga sér
sérstakt stríðshróp sem er
„Hoka Hey“ og kemur frá
Crazy Horse sjálfum. Það þýð-
ir „Þetta er góður dagur til að
deyja" og það vil ég nota i
lokin. Við erum frumherjar í
stórkostlegu sambandi tveggja
þjóða." □
26 VIKAN 8. TBL.1992