Vikan - 16.04.1992, Blaðsíða 50
KENNSLAI
ÍSLENSKUM
FRÆÐUM
í FJÓRA ÁRATUGI
Síöastliöiö haust voru
fjörutíu ár liöin síöan
íslenskudeild Mani-
tobaháskóla í Winnipeg í Kan-
ada var stofnuð. Þar hafa fjöl-
margir Vestur-íslendingar
kynnst íslenskri tungu, sögu og
menningu. Við háskólann var
fyrir stærsta safn íslenskra
bóka í Kanada og hefur þaö
reynst nemendum íslensku-
deildarinnar og ööru áhugafólki
um ísland og íslenska menn-
ingu drjúg uppspretta fróöleiks.
FJÖLBREYTT NÁM
í BOÐI
Síöla árs 1951 þótti tímabært
aö bjóöa upp á íslenskukennslu
á háskólastígi við Manitobahá-
skóla. Þá voru liðin tæplega
áttatíu ár frá því fyrstu íslensku
landnemarnir komu til Kanada
og fariö var aö halla undan fæti
fyrir íslensku máli.
Nefnd Vestur-íslendinga,
sem stóö aö stofnun deildarinn-
ar, fékk Finnboga Guömunds-
son landsbókavörð til þess aö
veita deildinni forstööu fyrstu
fimm árin. Haraldur Bessason,
skólastjóri Háskólans á Akur-
eyri, tók viö af Finnboga árið
1956 og gegndi embættinu til
ársins 1987. Núverandi forseti
er dr. Kirsten Wolf, prófessor í
norrænum fræöum.
Sigrid Johnson, sem er af
íslenskum ættum, er safnvörð-
ur íslenska bókasafnsins viö
Manitobaháskóla og starfar
hún í nánum tengslum við
íslenskudeildina. ,Á fyrstu árum
deildarinnar var mest áhersla
lögð á kennslu í íslensku rnáli,"
segir Sigrid. „Fjöldi áfanga, sem
í boöi eru, hefur aukist mikiö og
núna eru kenndir áfangar í forn-
íslensku, nútímaíslensku,
íslenskum fornbókmenntum,
íslenskum barnabókmenntum
og vestur-íslenskum bókmennt-
um svo eitthvað sé nefnt. Þó aö
stór hluti nemenda geti rakiö
ættir sínar til íslands er þónokk-
uö um að áhugafólk um norræn
fræöi, goöafræði og fornbók-
menntir stundi nám viö deild-
ina.“
BÆKURNAR URÐU
EKKI EFTIR
Þau þúsund íslendinga sem
fluttu til Vesturheims á síöustu
öld geröu sér grein fyrir mikil-
vægi þess aö varðveita þjóöar-
arfinn í nýju landi. Þeir tóku því
með sér ógrynni íslenskra bóka
og víða á heimilum voru til
myndarleg bókasöfn. Eitt þeirra
varö einmitt fyrsti vísir aö stofn-
un íslenska háskólabókasafns-
ins. ,Árið 1936 gaf maöur að
nafni Arnljótur Björnsson Olson
bækur sínar, 1300 talsins, til
stofnunar safnsins, segir Sigrid.
„Seinna voru safninu gefin fleiri
íslensk einkabókasöfn. Framtíð
háskólasafnsins var síöan
endanlega tryggð áriö 1939 en
þá ákvaö þáverandi ríkisstjórn
íslands aö gefa safninu eintök
allra bóka sem út komu á ís-
landi. Síðustu fimmtán ár hefur
heldur dregið úr bókasending-
unum og síöan þá hafa einung-
is borist eintök valinna íslenskra
bóka. Bækur á íslandi eru dýrar
og þeir litlu peningar sem viö
fáum frá Manitobaháskóla
hrökkva því skammt til bóka-
kaupa. Okkur berast reyndar
ennþá bókagjafir frá fólki sem
ekki vill henda íslenskum bók-
um og viö förum vandlega í
gegnum þær. Ef samskonar
eintök eru til á háskólasafninu
sendum viö þau á eitthvert
hinna fjölmörgu íslensku bóka-
safna sem eru víðs vegar um
Kanada."
í háskólasafninu eru alls
24.000 bindi og er þaö stærsta
safn íslenskra bóka í Kanada
og annaö stærsta í Norður-
Ameríku. Meöal dýrgripa safns-
ins eru einkabókasöfn tveggja
þekktra vestur-íslenskra
skálda, þeirra Stephans G.
Stephanssonar, Klettafjalla-
skáldsins, og Guttorms J. Gutt-
ormssonar sem bjó á bökkum
íslendingafljóts. í safninu má
einnig finna upplag Lögbergs
og Heimskringlu frá upphafi, ný
íslensk dagblöö, handrit og
margt fleira.
Aö sögn Sigríöar hefur
íslenska bókasafniö veriö í nán-
um tengslum við íslenskudeild-
ina frá upphafi og reynst
nemendum hennar ómissandi
uppspretta lesefnis og fróð-
leiks. Einnig er safnið mikið not-
aö af þeim sem stunda ætt-
fræðirannsóknir og önnur
fræöistörf og eru gestir þess
iðulega langt aö komnir. Safnið
gegnir því ekki minna hlutverki
nú en áður og er mikilvægur
þáttur í þeirri viðleitni Vestur-
íslendinga aö halda merki
íslands, íslenskrar menningar
og sögu sem lengst á lofti. □
▲ I bóka-
safni Mani-
tobaháskóla
er stærsta
safn ís-
lenskra bóka
í Kanada, alls
24.000 bindi.
◄ Sigrid
Johnson,
sem er af ís-
ienskum
ættum, veitir
íslenska
safninu for-
stöðu.
O
70
TT
O'
o
co'
co
O
70
50 VIKAN 8. TBL.1992