Vikan


Vikan - 16.04.1992, Blaðsíða 34

Vikan - 16.04.1992, Blaðsíða 34
HOFUNDUR: JONA RUNA MIÐILL PASKA- HUGLEIÐING SÁLR/íN SJÓNARMIÐ Vm egna þess aö viö erum þessa m dagana aö minnast krossfestingar f Krists er kannski ekki úr vegi aö íhuga gildi óskilyrts kærleika manna á milli. Kærleikurinn er nefnilega afl sem er máttugt og blessunarríkt orkuflæöi sem alls staðar viröist vera í andrúmsloftinu í kring- um okkur og tengist því guölega í mannssál- inni eða því sem telst andlegt í innra lífi okkar. Kærleikurinn er máttug, jákvæð og elskurik orka sem ekkert kostar þann sem vill nota hana, nema viljann til aö beita henni. Hún stendur svo sannarlega öllum opin, bæöi til aö njóta og nota öðrum og sjálfum sér til hag- sældar. Viö höfum flest heyrt um og vitum jafnframt mörg af þeirri staðreynd að einmitt sama afl er sterkasta vopn mannsins þegar kemur að því að beita því í hvers kyns jákvæðum tilgangi. Vissulega er ósköp indælt aö finna af og til yl- strauma þess kærleika sem er óheftur og blessunarlega laus viö kvaöir og kröfur þess sem honum veitir til okkar sem njótum hans. Einmitt þannig er sá kærleikur sem telst óskilyrtur. í hraöa og spennu hins venjulega lífs, sem viö mörg eigum svo erfitt meö að sætta okkur við, er kannski ekki úr vegi aö setj- ast niður af og til og íhuga kosti þess aö efla mjúkt og milt hugarþel til sjálfs sín og annarra og ögn af góðleik í hjarta. YTRI HLUTIR OG ANDLEG LÖGMÁL Við finnum nefnilega að ef líf okkar miöast ein- ungis við ytri hluti og aðstæöurnar, sem viö erum í hverju sinni og eru kannski mjög efnis- kenndar, er eins og fljótlega fari aö bóla á ein- hvers konar skorti á innri fyllingu. Viö veröum eins og leið og áttum okkur fljótlega á aö viö lif- um einnig í heimi sem byggist jafnframt efnis- legum lögmálum upp á andlegum lögmálum. Andleg lögmál eru ákaflega virk og hafa gíf- urleg áhrif á lífsvilja okkar og allt atferli. Öll vanræksla á andlegum þáttum tilvistar okkar veldur fyrr eöa síðar einhvers konar innri fá- tækt og annarri augljósri armæðu. Við eigum sem sagt óhægt meö aö lifa einungis í heimi sem miöast fyrst og fremst við veraldleg sjón- armiö því við finnum flest að þaö dugar skammt og skynjum jafnframt fyrr eöa síðar aö tilvera okkar er líka háð andlegum sjónarmiö- um sem eru síst léttvægari en þau veraldlegu. Við getum gefiö okkur það að áríðandi er að brjóta engin þau lögmál sem tengjast því guð- lega í mannssálinni. Viö vitum aö Jesús gaf okkur hlutdeild í guölegum kærleiksboöskap sínum og upplýsti okkur um tilvist hins guölega heims sem verður væntanlega vistarvera okk- ar viö vistaskiptin. Vegna þess aö viö höfum notið þeirra forréttinda aö fá að njóta og kynn- ast kærleiksboðskap Krists og erum þess vegna kristin þjóö er afar áríöandi fyrir þjóöar- sálina, þrátt fyrir ótal margt sem glepur, aö víkja aldrei frá dásamlegum boðskap frelsar- ans í öllum athöfnum okkar og verkum. Við eigum aö leita aö og rækta samfélag viö Jesú fyrst og fremst og allt annað veröur og á að vera fremur léttvægt sem ekki beint eða óbeint er tengt þeim kenningum og viðhorfum sem Kristur upplýsti okkur um og gaf okkur af óskilyrtum kærleika sínum fyrir um tvö þúsund árum. Hans boðskapur er og verður ætið gulls ígildi fyrir þann sem ber gæfu tíl að kynna sér hann og ná að beita honum í sínu daglega amstri. Mikill og sterkur þáttur kenninga Krists er að viö gerum hlut lítilmagnans umtalsverð- ari og síst minni en okkar eigin. VEGALAUS BÖRN OG VANRÆKT Ekki alls fyrir löngu var sagt frá því í fjölmiðlum aö á þriöja tug barna og unglinga væru veg- laus í þessu ágæta þjóðfélagi okkar allra. Þetta eru ungmenni sem eiga sér ekkert heim- ili og einungis geta hallað höfði sínu hvert aö ööru á götum borgarinnar og í skúmaskotum samfélagsins, fjarrí allri siðfágun og sjálfsögðu persónulegu öryggi. Sum þessara umkomu- lausu barna eiga ekki ástvini aö því er virðist og eiga jafnframt við mismikil geðræn vanda- mál aö stríða, sennilega vegna margs konar vanrækslu á tilfinningalegum og sálrænum þáttum innra lífs þeirra. Viö sem höfum trúaö því aö viö byggjum í velferðarþjóðfélagi, þar sem hlutur lítilmagn- ans ætti ekki aö vera algjört umkomuleysi, erum vissulega harmi slegin þegar okkur er oröiö Ijóst að hér skuli vera til einstaklingar í hópi barna sem hvergi eiga möguleika á að finna sjálfum sér athvarf, hvorki likamlegt eöa andlegt. Þessi börn fara ekki einungis á mis við eðlilegan foreldrakærleika heldur jafnframt því þá eðlilegu forsjá sem viö fullorðna fólkiö eig- um aö veita þeim. Um páskana minnumst viö krossfestingar Krists og upprisu hans jafnframt. Því er ekki óeðlilegt aö það hvarfli aö okkur aö enn í dag sé verið að krossfesta einhvern á ýmsa vegu. Er þá til dæmis átt við þessi vegalausu börn samfélagsins sem sæta mega þeirri ómannúö- legu meöferð aö vera í óeiginlegum skilningi þess hugtaks krossfest í formi afskiptaleysis og harðræðis sem er augljóst hlutskipti þess sem hvergi má sín neins og á einskis aö vænta annars en niðurlægingar þess sem enginn gefur gaum og kærir sig um. Ótrúlegt en satt og vegna þess aö viö vitum af þessari núfímakrossfestingu barnanna, sem engan eiga að, þá ættum við einmitt í tilefni af pásk- um að taka höndum saman og láta veröa að veruleika draum þann sem ýmsir áhrifaaðilar í þessu þjóðfélagi hafa eignast og er hlutur Barnaheilla þar stór. Draumurinn er aö stofn- aö veröi sameiginlegt heimili fyrir þessi hrjáðu börn velferðarsamfélagsins. HRÓPLEGT ÓRÉTTLÆTI Þaö er engin sérstök tilhlökkun því samfara aö sjá sjálfan sig boröa góöan mat og páskaegg að auki á meðan viðgengst önnur eins hörm- ung og óréttlæti eins og þaö aö yfirleitt skuli þaö vera staðreynd aö börn í samfélaginu séu vegalaus og vannærö, jafnt andlega sem lik- amlega. Betra væri aö viö settum okkur þaö keppikefli aö safna þeim aurum sem annars eyddust í aukabirgöir súkkulaðis í sameigin- legan sjóö fyrir utangarðsbörnin sem bæöi vantar eölilegar aöstæöur auk persónulegs kærleika einhvers sem vildi þeirra veg sem mestan og bestan sem fyrst. Við vitum að enginn hefur sýnt okkur kær- leikann í fullkomnari myndum en einmitt Jesús Kristur. Því er ekki óeðlilegt aö láta viðhorf hans og vilja til stuðnings lítilmagnanum fá sem mest pláss í hjarta okkar þegar kemur að því aö viö beitum öllum kröftum okkar til aö hjálpa og leysa vanda þessara afskiptu barna sem áöur var minnst á. SIGURHÁTÍÐ KÆRLEIKANS Viö sem höfum veriö svo farsæl að hafa veriö elskuö, til dæmis í æsku, eigum ævilangt í vit- undinni dásamlegar minningar um þá elsku og leitum oftar en ekki í þann kærleikssjóð sem myndaöist í uppvextinum í gegnum persónu- lega elsku foreldra okkar og annarra ástvina. Okkur farnast því oftast vel og kannski mun betur en öðrum, þá sér í lagi þeim sem enga elsku fengu i sinni æsku. Lengi býr aö fyrstu gerö. Sá aftur á móti sem alfarið hefur farið á mis viö persónulega elsku sinna frá upphafi þarf ekki aö örvænta því hann getur sem betur fer leitað þessarar elsku í faðmi Jesú og í einlægri vissu um að í náðarfaðmi Krists rúmast allir. Það gerum viö sem betur fer á jafnan máta þannig aö það skiptir engu máli hvort viö erum ung eða gömul, rík eöa fátæk, stelpur eða strákar. Alltaf er okkur ætlað pláss í óskilyrtum kærleika Jesú. Meö dauða sínum og upprisu hefur Kristur varanlega opnað okkur leiö trúar á það góða í mannssálinni, auk vissu um tilvist hins óskil- yrta kærleika. Viö vitum nefnilega aö ef viö hefðum ekki þessa trú á æðra líf og guðlega 34 VIKAN 8. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.