Vikan


Vikan - 16.04.1992, Blaðsíða 41

Vikan - 16.04.1992, Blaðsíða 41
Nú skal ég segja ykkur soldið skemmtilegt. Það var eitt sinn fyrir mörgum árum að halda átti stórt og mikið brúðkaup í Svart- sævarsókn í Vermlandi. Þaö átti að halda kirkjubrúðkaup og mikil veisluhöld í þrjá daga. Hvern dag sem brúðkaupið stæði skyldi dansinn byrja snemma kvölds'óg vara langt fram eftir nóttu. Þar sem mikið átti að dansa var mikilvægt að útvega góðan fiðlara og nefndarmaðurinn Níels Eileifsson, sem efndi til veislunnar, hafði meiri áhyggjur af því en nokkru öðru. Fiðlarann þann sem völ var á í Svartsævarsókn vildi hann ekki biðja. Sá hét Jón Austri og víst haföi hann gott orð á sér, það vissi nefndarmaöurinn mætavel, en hann var svo fátækur að hann átti til að koma fram í útslitnum jakka og skólaus. Slíkan lafalúða gat nefndarmaðurinn ekki hugsaö sér í fararbroddi brúðarfylgdarinnar. Um síðir ákvað hann að senda boð til manns í Hérasveit sem kallaður var Spila- Marteinn og athuga hvort hann væri fáanlegur til að leika í brúðkaupinu. Spila-Marteinn svaraöi að bragöi að í Svartsæ spilaði hann ekki því að í þeirri sókn byggi fiðlari sá sem hæfastur væri í gjörvöllu Vermlandi og meðan þeir hefðu hann þyrftu þeir ekki á öðrum að halda. Þegar Níels Eileifsson fékk þetta svar hugs- aði hann sig um í nokkra daga og sendi síðan fyrirspurn til fiðlara sem bjó í Kílsókn og hét Óli í Sefbakka og spurði hvort hann myndi vilja leika í brúðkaupi dóttur sinnar. En Óli i Sefbakka svaraði líkt og Spila- Marteinn. Bað að heilsa Níelsi Eileifssyni og benti á að þar sem þeir hefðu slíkan ágætis fiðlara í sinni sókn og Jón Austra vildi hann ekki spila þar. Níels Eileifssyni mislíkaði að tónlistarmenn- irnir skyldu ætla sér með þessu móti að þvinga upp á hann mann sem hann kærði sig ekki um. Heiðurs síns vegna fannst honum að sér bæri að útvega annan fiðlara en Jón Austra. Nokkrum dögum eftir að hafa fengið svar frá Óla I Sefbakka sendi hann vinnumann til Lars Larssonar fiðlara á Engi í næstu sókn. Lars Larsson var vel stæður og átti góða jörð. Hann var bæði hygginn og gætinn og ekki eins bráðgeðja og hinir fiðlararnir. En honum eins og hinum varð samstundis hugsað til Jóns Austra og hvernig á því stæði að sllikur maður spilaði ekki í brúðkaupinu. Vinnumanninum þótti kænlegast að svara sem svo að þar sem Jón Austri væri heima- maður ættu menn kost á að hlýða á hann hve- nær sem væri. En þar sem halda átti svo stórt brúðkaup vildi Níels Eileifsson bjóða upp á eitthvað sjaldgæfara og betra. - Ég efast nú um að hann fái nokkurn betri, sagði Lars Larsson. - Þér ætlið kannski að segja það sama og Spila-Marteinn og Óli í Sefbakka, svaraði vinnumaðurinn og sagði hvernig gengið hefði með þá. Lars Larsson hlustaði á frásögn þiltsins og sat hljóður langa stund í þungum þönkum. Að lokum svaraði hann játandi. - Skilaðu kveðju til húsbóndans með þakk- læti fyrir boðið og segðu að ég muni koma. Næsta sunnudag kom einnig Lars Larsson til kirkjunnar í Svartsæ. Hann kom akandi inn á svæðið fyrir framan kirkjuna I sama mund og gestirnir voru að raða sér upp. Hann kom í vagni með góðum hesti fyrir, var klæddur svörtum klæðisfötum og tók fram fiðluna úr gljáfægðum kassa. Níels Eileifsson tók honum fagnandi og hugsaði sem svo að þessum manni gæti hann verið stoltur af. Litlu seinna kom einnig Jón Austri gangandi til kirkjunnar með fiðluna undir hendinni. Hann gekk rakleitt til gestanna, sem umkringdu brúðina, rétt eins og til þess kallaður að spila I brúðkaupinu. Jón Austri kom í gamla gráa vaðmálsjakk- anum sem menn höfðu séö hann klæðast frá ómunatíð en af því þetta var merkisbrúðkaup hafði konan reynt að lagfæra hann og saumað stórar grænar bætur á olnbogana. Þetta var stór og myndarlegur maður og hefði sómt sér vel í fararbroddi brúðargöngunnar hefði hann ekki verið svona illa til fara og andlit hans ekki verið svona rúnum rist af áhyggjum og and- streymi. Þegar Lars Larsson kom auga á Jón Austra virtist hann verða ögn óánægður. - Jæja, svo þið hafið einnig beðið Jón Austra að koma, sagði hann í hálfum hljóðum við Níels Eileifsson. Það ætti ekki að skaða að við séum tveir fiðlarar í svo stóru brúðkaupi. - Ja, ég hef nú reyndar ekki boðið honum, sagði Níels Eileifsson með áherslu og ég skil ekki hvers vegna hann hefur komið. Þið skuluö fá að sjá að ég skal láta hann vita að hingað eigi hann ekki erindi. - Það hefur einhver boðið honum sem vill stofna til vandræða, sagði Lars Larsson. Ef þú vilt hafa mín ráð þá láttu sem ekkert sé og bjóddu hann velkominn. Ég hef heyrt menn segja að hann sé skapmikill og það er aldrei að vita nema hann stofni til óeirða ef þú lætur hann vita að hann sé ekki til kallaður. Þetta skildi nefndarmaðurinn. Enda var um seinan að standa í stímabraki því að brúð- kaupsgestir höfðu myndað röö og voru þegar tilbúnir. Hann gekk því til Jóns Austra og bauð hann velkominn. Þar næst stilltu þeir sér upp, báðir fiðlararnir fyrir framan gestarööina. Brúðarparið gekk undir tjaldhimni og brúðarmeyjar og -sveinar gengu hönd í hönd. Þar á eftir komu foreldrar og skyldmenni og röðin var bæði löng og glæsileg. Þegar allt var tilbúið gekk einn af sveinunum fram til tónlistarmannanna og bað þá að hefja brúðarvalsinn. Báðir fiðlararnir smeygðu fiðlunum undir hökuna og biðu þannig tilbúnir. Því það var gömul venja í Svartsæ að sá sem talinn var bestur fiðluleikari skyldi byrja að spila og stjórna hljóðfæraleiknum. Brúðarsveinninn leit á Lars Larsson eins og hann ætlaðist til að hann byrjaði en Lars Lars- son horfði á Jón Austra og sagði: - Þaö er Jón Austri sem á að byrja. En það þótti Jóni Austra ekki viðeigandi, taldi að hinn sem var klæddur eins og höfðingi ætti að stjórna frekar en hann sem hafði komið í slitna jakkanum sínum beint úr þessu auma hreysi þar sem ekki var annaö en fátækt og neyð. - Nei, fyrir alla muni, sagði hann. Nei, fyrir alla muni! Hann sá að brúðguminn gaf Lars Larsson merki. - Lars Larsson á að byrja, sagði hann. Þegar Jón Austri heyrði brúðgumann segja þetta tók hann fiðluna undan hökunni og steig eitt skref til hliðar. En Lars Larsson hreyfði sig ekki heldur stóð föstum fótum og öruggur á sínum stað. Og lyfti ekki heldur boganum. - Það er Jón Austri sem á að byrja, endur- tók hann. Hann sagði orðin hægt og með áherslu, eins og sá sem er vanur að fá vilja sínum framgengt. Það varð uppnám I hópnum út af þessari töf. Faðir brúðarinnar gekk til Lars Larssonar og bað hann að byrja. Kirkjuvörðurinn birtist í dyr- unum og veifaði til fólksins að það skyldi hafa hraðan á. Presturinn stóð þegar við altarið og beið. - Þú verður þá að biðja Jón Austra að byrja að spila, sagði Lars Larsson. Við fiðluleikarar álítum hann bestan meðal okkar. - Það má vera, sagði húsbóndinn, en okkur bændum þykir meira til þín koma, Lars Larsson. Einnig hinir bændurnirfærðu sig nær. - Svona, svona, byrja nú, sögðu þeir. Presturinn bíður. Við verðum að athlægi fyrir kirkjugestum. Lars Larsson stóð þarna drjúgur og fastur fyrir eins og áður. - Ég veit ekki hvers vegna fólkið I þessum söfnuði hefur á móti því að þess eigin fiðluleik- ari sé fremstur, sagði hann. Níels Eileifsson var æfur yfir að Jón Austri skyldi þvingaður upp á hann á þennan hátt. Hann gekk fast að Lars Larsson og hvíslaði: - Mér skilst að það sért þú sem hefur boðið Jón Austra hingað og viljir heiðra hann með þessari framkomu. En flýttu þér nú að spila! Annars flæmi ég þennan leppalúða burt héðan með skömm. Lars Larsson leit fast framan í hann og kink- aði kolli án sýnilegrar reiði. - Já, þú hefur rétt fyrir þér í því að þessu verður að Ijúka, sagði hann. Hann gaf þá Jóni Austra merki um að koma aftur á sinn stað. Síðan steig hann eitt skref fram og sneri sér við svo allir gætu séð hann; fleygði því næst fiðluboganum frá sér, tók fram sjálfskeiðunginn sinn og skar i sundur alla fjóra fiðlustrengina sem brustu með háum smell. - Það skal ekki segjast um mig að ég álíti mig meiri en Jón Austra, sagöi hann. En þannig var statt fyrir Jóni Austra að í þrjú ár hafði hann velt fyrir sér lagi sem hann fann að bjó innra með honum fullgert en sem hann hafði ekki getað komið á framfæri vegna þess hve allt gekk erfiðlega fyrir honum þar heima, því það bar aldrei neitt við hjá honum, hvorki stórt né smátt, sem lyfti honum upþ yfir gráan hversdagsleikann og stritið. En þegar hann heyrði fiðlustrengi Lars Lars- sonar slitna reisti hann höfuðið og fyllti lungun af lofti. Andlitsvöðvar hans voru spenntir eins og hann hlustaði eftir einhverju sem honum bærist úr fjarska og svo byrjaði hann að spila. Því að þetta verk, sem hann hafði hugsað svo lengi um, var nú allt í einu Ijóst fyrir honum og meðan tónar þess hljómuðu gekk hann örugg- um skrefum til kirkjunnar og brúðkaupsgestirn- ir höfðu aldrei fyrr heyrt slíkt lag. Það hreif þá af svo miklum krafti að jafnvel Níels Eileifsson gat ekki hamið sig lengur. Og allir urðu svo glaðir og hreyknir, bæði vegna Jóns Austra og Lars Larssonar að öll fylgdin gekk tárvotum augum inn í guðshúsið. □ Selma Lagerlöf (1858-1940) var sænskur rithöfundur. Hún fékk bókmenntaverölaun Nóbels 1909 og tók fyrst kvenna sæti í sænsku akademíunni sem úthlutar nóbelsverðlaunum (1914). Þekktasta verk hennar er Gösta Berlings saga. 8. TBL. 1992 VIKAN 41 PÝÐANDI: LAUFEY KRISTJÁNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.