Vikan


Vikan - 16.04.1992, Blaðsíða 8

Vikan - 16.04.1992, Blaðsíða 8
A Höskuld- ur segir að drykkjuvenj- ur Islendinga séu að breyt- ast og þeir sækist nú fremur eftir þurrum vín- um en áður. Ástæðuna telur hann meðal annars vera framfarir og aukna fjöl- breytni í matargerð. eru hin svokölluðu sérvln. Þau fást í vínbúðunum í Austur- stræti og Mjódd, auk þess sem veitingahúsin geta fengið þau af lager. Þessi vín eru ætluð þeim sem raunverulega hafa áhuga á vínfræðum og vilja nálgast ákveðnar víntegundir sem fengið hafa tiltekna flokkun, svo sem vín sem tengjast ákveðnum köstulum eða framleiðslusvæðum. Á þessu er svolítil hreyfing en ( raun munar ákaflega Iftið um þetta miðað við milljón lítra léttvínssölu á ári. „Sérvínin seljast yfirleitt aðeins í nokkr- um kössum, segir Höskuldur" ÓSKAVEIGAR INNFLUTTAR Veitingamenn hafa stundum lýst óánægju sinni með þær takmarkanir sem eru á sér- pöntunarþjónustu ÁTVR en sú þjónusta á að gera veitinga- mönnum kleift að fá vín sem ekki eru á söluskrá Áfeng- isverslunarinnar. Veitinga- menn fá til dæmis ekki að hafa í gangi nema tvær til þrjár pantanir í einu. Hver eru rökin fyrir því? „Sú regla gildir hér að veitingahús, sem sérpanta vöru, greiða ekkert þegar þau panta heldur þurfa þau að leysa út vöruna innan hálfs mánaðar frá því hún kemur til landsins. Á því eru engin tak- mörk hversu mikið veitinga- menn panta í hvert sinn, það er á þeirra ábyrgð. Á hinn bóg- inn höfum við sett þeim ákveðnar skorður um það hve margar pantanirnar mega vera í einu. Auðvitað kemur þetta mis- jafnlega niður á mönnum og stundum getur jafnvel verið um óréttlæti að ræða en á það ber að líta að veitingahús eru misjafnlega stöðug í rekstri. Um suma staði virðist það gilda að maður getur varla snúið sér við áður en búið er að skipta um eigendur að þeim og sú staða getur jafnvel komið upp að nýir eigendur telji sig algerlega óbundna af pöntunum fyrri eigenda. Þess vegna höfum við sett þetta þak á pantanafjöldann en vitaskuld eru hér hótel og veitingastaðir sem alltaf hafa borgað allt sitt þannig að gagnvart þeim er þetta frekar óréttlát framkvæmd," segir Höskuldur og aðspurður um það hvort ekki sé hægt að veita undan- þágur svarar hann því til að erfitt sé að segja við einn aö honum sé treystandi en hafna öðrum. ÁFENGI Á FRÍSVÆÐI „Nú er að verða á þessu breyt- ing því að um siðustu áramót var sett á stofn svokallað fri- svæði í tengslum við Tollvöru- geymsluna. Munurinn á frí- svæði og tollvörugeymslu er sá að í síðarnefnda tilvikinu telst vara innflutt sem þar er. Vara á frísvæði telst hins veg- ar vera á geymslusvæði en ekki innflutningur hennar. „Við höfum ekkert á móti því að versla við fyrirtæki sem hafa áhuga á að geyma vörur sínar hér á landi svo fremi að hér finnist einhver kaupandi að þeim. Þetta gætum við kallað C-skráningu og jafnvel væri hægt að stilla upp þeim teg- undum sem fáanlegar væru á frísvæðinu. Aldrei væri þó miöað við minna en einn kassa sem flutt væri inn í einu.“ Talsvert hefur til dæmis ver- ið flutt inn af vínum frá frönsku dreifingarfyrirtæki sem heitir Eurovín og það fyrirtæki gæti átt vín f íslensku frísvæði. Þannig gætu íslenskir kaup- endur haft samband við ÁTVR og óskað eftir vínkaupum af þeim birgðum. NOKKUR ÞÚSUND FLASKAN Einstaklingar geta einnig gengið inn í sérpöntunarþjón- ustuna en þó aldrei pantað meira en fimm kassa f einu. „Við lítum svo á að 60 flöskur sé hæfilegur skammtur fyrir einstakling enda á vínið að vera til eigin nota. Þegar fólk sérpantar hérna þá greiðir það erlenda verðið og flutnings- gjald vörunnar. Ef það leysir ekki til sín pöntunina fer hún annaðhvort inn á lager hjá okkur gegn endurgreiðslu eða víninu er hreinlega eytt. Það ber þó að athuga að í flestum tilvikum er mjög óhagkvæmt að flytja inn einn kassa þvf hann lendir oft í ákveðnum lágmarkstaxta á flutnings- gjaldi. Við höfum til dæmis eitt slfkt tilfelli þar sem kassinn kom frá Spáni í gegnum höfn- ina ( Antverpen. Þá nam flutn- ingsgjald háum upphæðum og sá sem pantaði þann kassa var alls ekki reiðubúinn að borga nokkur þúsund krónur fyrir hverja flösku þegar kass- inn var kominn hingað,“ segir Höskuldur og greinilegt er að innflutningurinn krefst vand- legrar íhugunar og kostnaðar- athugunar áður en af stað er farið. Vegna takmarkaðrar getu ÁTVR til að kanna efnainni- hald áfengis mælir Höskuldur Jónsson eindregið með því að þau vín sem einstaklingar jafnt sem veitingamenn hyggjast flytja inn séu finnanleg í skrá einkasöluaðila á Norðurlönd- um en hana má nálgast hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Og ein gullin regla: Gleymdu ekki sköttum og ann- arri álagningu við kostnaðar- útreikningana því oftar en ekki er rennt blint í sjóinn með inn- flutninginn, sérstaklega ef ÁTVR þekkir ekki til seljand- ans erlendis. Þótt varla sé ástæða til að taka það fram þá er þess krafist að innflytjand- inn fylli að minnsta kosti tvo fyrstu áratugina. ALDUR OG ÞROSKI Vín geta verið ákaflega mis- jöfn og fer um það til dæmis eftir aldri og þroska vínsins. Fer ÁTVR eitthvað eftir sliku í innkaupum sínum? „Við höf- um aldrei keypt inn vín til að liggja með þau. Sum vín, sem okkur bjóðast, þarf að geyma í fimm eða tíu ár og íslendingar hafa litla þolinmæði til slíkra hluta. Þó eru til menn sem kaupa ný vín til að láta þau eldast og þá geta þeir óskað sérpöntunar á sérstökum ár- gangi. Þorri þess sem hingað kem- ur af vínum er tilbúiö til neyslu þegar vínin koma í verslanirn- ar. Þau vín sem heimurinn drekkur eru að langmestum hluta ung og þau sem ekki hafa sérstaka héraðsmerkingu eða medalíur eru langmest seld,“ segir Höskuldur og á hér við það sem kallað er borðvín eða landvín, það er að segja vfn tengt landi en ekki auðkennt aö öðru leyti sem sérstakt eðalvín. Þetta eru til dæmis vín í kútum eða kössum og eru vel til þess fall- in að bjóða upp á í garðveisl- um eða á ferðalögum. Drykkjarvenjur íslendinga segir Höskuldur vera að breyt- ast þannig að minna sé sóst eftir sætum vfnum. Þau þurru eða sykurminni séu sífellt að verða vinsælli. Þetta á að ein- hverju leyti rætur sínar að rekja til síaukinnar fjölbreytni og framfara í matargerð, hvort heldur sem er á veitingahús- um eða heimilum. VOND í FYRSTU „Fólki finnst þurru vínin oft á tíöum fremur vond til að byrja með en það þvælir þessu þó f sig. Sagt er að þetta sé fínni smekkur og þurr vín séu jafn- vel hollari en sæt. Með tíman- um kemst fólk upp á lag með þurru vínin og vill yfirleitt ekki snúa til baka,“ segir Höskuld- ur. Þessa þróun segist hann almennt hafa orðið mjög var við á þeim sex árum sem hann hefur gegnt forstjórastarfi hjá ÁTVR. Greinilegt er af þessu spjalli við Höskuld Jónsson að skoðanir eru skiptar um val ÁTVR á vínum. Reikna má með að eftir því sem gæða- staðall veitingahúsa hækkar hér á landi - og það hefur hann verið að gera undanfarin ár - megi sífellt finna fleiri og ffnni eðalvín í kjöllurum slíkra húsa og ef til vill ekki sfður inni á heimilum. Eflaust getur skapast góð stemmning í góðra vina hópi þegar víns er notið frá fjarlægum ekrum og frflagerinn kemur örugglega til með að auðga vfnlista hér- lendra gestgjafa. Þaö er enn- fremur jafnvíst að einn besti vinur sælkerans er eðalvín með góðum mat; þurrt, djúpt, sætt, beiskt, súrt, flatt - fer eft- ir smekk. □ 8 VIKAN 8. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.