Vikan - 16.04.1992, Blaðsíða 72
ELÍNRÓS LÍNDAL
Feguröardrottning Suöurnesja er
Elínrós Líndal. Elínrós er átján
ára gömul, fædd í Keflavík 5.
mars 1974, í fiskamerkinu.
Sjö ára gömul fluttist Elínrós I
Kópavoginn en bjó lengst af f
vesturbænum í Reykjavík. Fyrir
tæpum tveimur árum fluttist hún
aftur til fæðingarbæjar síns,
Keflavíkur. Þar hefur hún alltaf
verið meö annan fótinn því stór
hluti fjölskyldu hennar býr þar.
Elínrós stundar nám viö Verzl-
unarskólann og fer því meö rút-
unni til Reykjavíkur á hverjum
skóladegi. í vor lýkur hún verslun-
arprófi en ætlar að halda áfram
og veröa stúdent. Hvað framtíð-
ina varðar er hún ekki alveg
ákveðin en sálfræði kemur sterk-
lega til greina og þá helst barna-
sálfæði. Með skólanum og á
sumrin hefur hún unnið sem
þjónn á Flughótelinu í Keflavík og
finnst þaö gefandi starf.
Elínrós lærði á píanó I sjö árog
klassískan ballett I níu ár en er
hætt þar sem hún taldi sig þurfa
að velja á milli frekara náms og
ballettsins. Hún telur menntun
mikilvæga og ef hún hefði kosið
ballettinn hefði hún, þegar dans-
ferlinum lyki, ekki haft að neinu að
snúa nema ballettkennslu og það
gat hún ekki hugsað sér.
í frítímum heillar útivist Elín-
rósu mest. Hún var með hesta-
bakteríu en er búin að losa sig við
hana. Hún hyggst ferðast meira
innanlands en hún hefur þegar
gert og utanlands hefur hún kom-
ið til Bandaríkjanna, Spánar og
Englands, þar sem hún sótti
námskeið I ballett. Einhvern tíma
langar hana að komast til Nice og
læra frönsku. Tungumálakunn-
átta kemur sér vel í flugfreyju-
starfi en þaö langar Elínrósu að
reyna um tíma, þó hún vilji ekki
leggja það fyrir sig til frambúðar.
Elínrós telur sig vera búna að
finna mannsefnið en er ekki lofuð
því hún vill vera alveg viss áður
en hún trúlofar sig eða giftir, því
þaö vill hún bara gera einu sinni.
Stór fjölskylda er svo draumurinn
þegar þar að kemur. Foreldrar
Elínrósar eru Sveinbjörg Haralds-
dóttir og Ragnar Haraldsson. Hún
á fimm hálfsystkini.
Elínrós er 168 sm á hæð. Hún
er Ijóshærð og með gráblá augu.
MARGRÉT ELfSA-
BET KNÚTSDÓTTIR
Margrét Elísabet Knútsdóttir er
fædd og uppalin í Keflavík. Hún
er vatnsberi, fædd 23. janúar
1973 og er því nítján ára gömul.
Margrét er á náttúrufræðibraut
í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og
reiknar með að útskrifast um jólin
1993. Hvað þá tekur við er ekki
alveg ráðið þvi hugurinn stendur
til matvæla- og næringarfræði
annars vegar og líffræði hins
vegar. Hún á líka eftir að gera
upp hug sinn um það hvort hún
hyggst læra í Þýskalandi eða
Bandaríkjunum. Hún kann vel við
sig í Þýskalandi, var skiptinemi í
Hamborg í eitt ár og talar því
þýsku reiprennandi. Bandaríkin
koma til greina vegna þess að
þangað ætlar kærastinn í nám.
Með skólanum vann Margrét í
bakaríi en varð að sleppa þeirri
vinnu þegar hún hóf undirbúning
fyrir keppnina á Suöurnesjum þar
sem tímafrekt er að taka þátt i
keppni af þessum toga. Aftur á
móti vantar Margréti vinnu í sum-
ar og við auglýsum hér með eftir
vinnu fyrir hana. Hún vill gjarnan
vinna á nýjum stað og kynnast
nýju fólki þannig að margt kemur
til greina.
Ánugamál Margrétar Elísabet-
ar eru fjölmörg. íslenskar bók-
menntir og Ijóðalestur eru efst á
blaði og nefnir hún Þórberg Þórð-
arson og Stein Steinarr sem upp-
áhalds rithöfund og skáld. íslensk
náttúra og ferðalög eru líka meðal
áhugamála hennar og hana lang-
ar að læra á gítar. Hún fer í
leikhús eins oft og hún getur og
segist elska dýr. Þegar hún var
skiptinemi f Þýskalandi var hund-
ur á heimilinu og hún saknar hans
afskaplega mikið. Foreldrar henn-
ar vilja hins vegar ekki fá dýr í
húsið svo hún verður að bíða
með að koma sér upp hundi þar til
hún eignast eigið heimili.
í framtíðinni segist Margrét vilja
komast í góða stöðu, giftast og
verða góð eiginkona og móðir -
alla vega tveggja barna. Foreldrar
Margrétar eru Elín Guðmunds-
dóttir og Knútur Höiriis. Hún á sex
hálfsystkini, þrjú hvorum megin
að, sem öll eru eldri en hún.
Margrét Elísabet er 175 sm á
hæð, Ijóshærð og bláeygð.