Vikan - 16.04.1992, Blaðsíða 86
JÓHANNA DÖGG
STEFÁNSDÓTTIR
Jóhanna Dögg Stefánsdóttir er
vog, fædd 21. október 1973 og er
því átján ára gömul.
Jóhanna er fædd á Akureyri en
uppalin á Svalbarðseyri. Sem
barn eyddi hún öllum sumrum í
sveit hjá afa sínum og ömmu í
Skagafirði, þar til hún var á ferm-
ingaraldri. Jóhanna stundaði nám
við Verkmenntaskólann á Akur-
eyri þar til fyrir rúmu ári. Þá kynnt-
ist hún ungum manni að sunnan
og það varð til þess að hún lagði
land undir fót og fluttist suður. Nú
þýr hún í Garðabæ, þar sem hún
stundar nám á félagsfræðibraut -
sálfræðilínu, við Fjölbrautaskól-
ann í Garðabæ.
Þegar Jóhanna Dögg er spurð
um framtíðaráætlanir svarar hún
því til að hún sé á þeim aldri þeg-
ar menn eru alltaf að skipta um
skoðun. Henni detti eitt í hug í
dag og annað á morgun. Eins og
er langar hana og vin hennar að
flytjast úr landi að loknu náminu í
Fjölbrautaskólanum og fara ann-
aðhvort að vinna eða læra.
Seinna gæti hún síðan hugsað
sér að vinna við viöskipti eða með
börnum eða unglingum sem eiga
bágt. Vitnar hún þar í nýlega um-
ræðu um vegalaus börn.
Áhugamál Jóhönnu eru heilsu-
rækt og allt sem tengist andlegri
vellíðan. Hún vill hugsa um hvað
hún lætur ofan í sig og rækta
hugann, jafnvel reyna jóga. Hún
segir íslenska náttúru til sjávar og
sveita heilla sig og hana langar
að ferðast og kynnast mismun-
andi náttúrufyrirbrigðum. Svo
finnst henni líka gaman að læra.
Síðasta sumar fór hún til Mallorca
og Ibiza en eftir þá reynslu hefur
hún meiri áhuga á að keyra um
Evrópu og skoða sig um heldur
en að sleikja sólina.
Jóhanna telur sig vera búna að
finna lífsförunautinn en seinna,
þegar þau eru búin að ferðast
saman, eru barneignir á áætlun.
Draumurinn er að eignast strák
og stelþu en fái hún tvö börn af
sama kyni segist hún jafnvel til í
að reyna í þriðja sinn. Foreldrar
Jóhönnu Daggar eru Sigríður
Jónsdóttir og Stefán Sveinbjörns-
son. Hún á tvö yngri systkini.
Jóhanna Dögg er 170 cm á
hæð, Ijóshærð og bláeygð.
HEIÐRÚN ANNA
BJÖRNSDÓTTIR
Heiðrún Anna Björnsdóttir var
kosin vinsælasta stúlkan meðal
keppenda um titilinn fegurðar-
drottning Reykjavíkur. Heiðrún er
Seltirningur, fædd í tvíburamerk-
inu, 1. júní 1973. Hún verður því
bráðlega nítján ára.
Nám sitt stundar Heiðrún í Fjöl-
brautaskólanum við Ármúla, á
félagsfræðibraut - fjölmiölavali.
Þar er hún greinilega vinsæl líka
því skólafélagar hennar hafa val-
ið hana til ýmissa starfa í skólan-
um, svo sem í nemendaráð og
framkvæmdastjórn söngkeppni
framhaldsskólanna. Söngur er
reyndar eitt aðaláhugamál Heið-
rúnar og um tíma sótti hún tíma í
Söngskólanum. Hún var í kór í
mörg ár þegar hún var yngri og
fór með kórnum til ftalíu í söngför.
Leiklist á líka sterk ítök i Heið-
rúnu og nú nýlega lék hún aðal-
hlutverkið í Snæfríði og bræðrun-
um fjórum, söngleik sem skólinn
hennar setti á svið. Hún segist
hafa gaman af að vera í sviðsljós-
inu og vill jafnvel leggja leiklist
eða fréttamennsku í sjónvarpi fyr-
ir sig. Kvikmyndir heilla hana líka
svo kannski eigum við eftir að sjá
hana á hvíta tjaldinu.
Framtíðin er sem sagt alveg ó-
ráðin enda segist Heiðrún alltaf
vera að skipta um skoðun. Hún
segist þó helst verða að þjóta um
og skipta um staði og framtíðar-
starfið verði að vera fjölbreytt.
Þrátt fyrir þetta vill Heiðrún eign-
ast mann og börn en það er ekki á
dagskrá á næstunni. Heiörún
Anna hefur líka gaman af að þjóta
um fsland og hefur tvisvar farið
hringinn um landið. Þó er eins um
hana og fleiri, hún á eftir að koma
á Vestfirði. Utanlands hefur hún
heimsótt Bandaríkin, Danmörku,
Ítalíu, Spán og Mónakó en þang-
að langar hana að fara aftur og
stoppa lengur. Foreldrar Heiðrún-
ar eru Guðrún Einarsdóttir og
Björn Baldursson en fósturfaðir
hennar er Már Gunnarsson. Hún
á sex systkini í allt. Ein systirin er
unga, nýkjörna Ford-fyrirsætan
en það var einmitt Heiðrún sem
sendi inn mynd af henni í keþpn-
ina.
Heiðrún Anna er 174 sm á
hæð, Ijóshærð og bláeygð.
86