Vikan - 16.04.1992, Blaðsíða 17
JAKKI FRÁ TANGÓ
Heru er aldrei veiklyndur draumóra-
maður heldur er hann maður sem eins
og hún útvegar sér stöðu efst í þjóð-
félagsstiganum, þar sem hann sést.
Hera umlykur sig fólki sem getur
hjálpað henni. Hún vílar ekki fyrir sér
baktjaldamakk ef það hjálpar henni að
komast þangað sem hún ætlar sér. Á
Ólympusfjalli leiddu afbrýðisemi og
þrætugirni Heru oft til stórvandræða fyr-
ir guði, hetjur og menn þegar hún herj-
aði á hjákonur Seifs og ofsótti börn
þeirra. Hera getur orðið hreinasta and-
styggð ef hún er látin komast upp með
hvað sem er. Láti hún hins vegar
Demeter og Afródítu þroskast innra
með sér kemst jafnvægi á Heru-
drekann.
- lifir fyrir ástina
Gyðja fegurðar og ástar, einnig kölluð
Venus, er sú gyðjan sem þekktust er og
dáðust. Allar konur vilja iíkjast henni,
allir karlmenn vilja eignast hana. Ást-
æðan er einföld: eðli Afródítu er að vera
viðfelldin, engin hlustar eins og hún,
engin er jafnskilningsrík og engin er
jafntilbúin til samveru og félagsskapar
almennt. Innst inni er Afródíta ábyrgð-
arlaus. Hún býr hvar þar sem maðurinn
í lífi hennar býr - og þeir verða margir
vegna þess að hún verður stöðugt ást-
fangin. Meðfædd fegurðartilfinning
hennar gerir að verkum að hún velur
sér sjálfkrafa föt sem gera hana aðlað-
andi.
Öli störfsem kalla á samskipti við fólk
henta henni vel og einnig störf þar sem
hún fær útrás fyrir stíltilfinningu sína.
Hún er móttakandi og hún fær bæði
gjafir og stuöning allt lífið. Hún veitir
listamönnum innblástur og laðar fram
kveneðlið i þeim karlmönnum sem hún
hittir. Hún styrkir líka sjálfsmynd þeirra,
hún gagnrýnir aldrei.
í grísku goðafræðinni var Afródíta
sögö hafa stigiö upp úr hafinu (tilfinn-
ingalífinu) og verið borin til strandar á
skel (fegurð). Hún sér lífið sem róm-
antískt ævintýr, leik, og laðast að karl-
mannlegum mönnum með stíl, vöðvuð-
um kúrekum og ævintýrafíklum. En hún
krefst þess að fá manninn með húð og
hári, svíki hann hana sárnar henni og
hún hefnir sín með því að verða karla-
gleypir. Hún getur þó orðið fyrri til að
bregðast trúnaði vegna þess að hún á
svo auðvelt með að hrífast og verða
ástfangin. Hún á ekki auðvelt með að
vera trú! Afródíta getur hagnast á þvi
að tileinka sér sjálfstæði Aþenu. Og að
vera ein öðru hvoru, eins og Artemis.
Annars á hún á hættu að verða innan-
tóm og vonsvikin. Án þess að hafa hug-
mynd um hvers vegna.