Vikan


Vikan - 16.04.1992, Blaðsíða 59

Vikan - 16.04.1992, Blaðsíða 59
skiptir. Leiðbeinandi á nám- skeiðinu verður Júgóslavi, Mile að nafni. Hann talar ágæta íslensku og er íþrótta- kennari að mennt en hefur sérhæft sig í fyrirbyggjandi að- gerðum vegna atvinnusjúk- dóma. Hann leggur áherslu á samhæfingu slökunar, öndun- ar og hreyfingar og bendir á að allt of margir eyði óþarflega mikilli orku í það sem þeir taka sér fyrir hendur, margt sé hægt að gera jafnvel með minni fyrirhöfn ef hugur og hönd fylgjast að og ákveðið jafnvægi er til staðar. Þá verða kenndar mismunandi æfingar fyrir þá sem vinna annaðhvort sitjandi eða standandi. Þessi leikfimi verður á dagskránni um tíuleytið á morgnana alla dagana fimm. LEIR OG HEKLUVIKUR Wolfgang Roling er þýskur sjúkranuddari og sem slíkur hefur hann fengið löggildingu heilbrigðisráðuneytisins til starfa á íslandi. Hann býður meðal annars upp á nudd- meðferð til að auka virkni sog- æðakerfis sem á til dæmis að hafa í för með sér minni bjúg. Hjá Wolfgang er einnig hægt að fá meðferð með hveraleir og Hekluvikur en þessum efn- um er blandað saman og þau hituð upp í fjörutíu og fimm til fimmtíu gráður. Á þetta er til dæmis hægt að leggjast og fá síðan nudd á eftir. Þá eru vöðvar heitir, afslappaðir og tilbúnir fyrir nuddið. Til að vikur og leir festist ekki við húðina er parafíni blandað saman við. Einnig er hægt að fá leirmaska í andlit, sem sagt er hafa frísk- andi og mýkjandi áhrif, örva blóðrás ásamt því að gera hrukkum erfitt að festa rætur. Sjúkranuddið, leirbakstrar og andlitsmaskarnir er reyndar ekki innifalið i verði heilsudval- arinnar en hægt er aö fá keypta þrjá mismunandi „meðferðarpakka", alls fjögur skipti hvern, fyrir fimm þúsund krónur. Wolfgang hefur flutt með sér sjúkranuddstofu sína í þessum tilgangi og sett hana upp í kjallara hótelsins. Auk þess sem hér hefur ver- ið upp talið munu heilsudval- argestum bjóðast ýmsar kynn- ingar og fræðsla. Þar má nefna fyrirlestra sérfræðinga um ónæmiskerfið og kynning- ar á heilsuvörum eins og oli- um og möskum úr náttúruleg- um efnum. Þá hefur verið samið við Heilsustofnun Náttúrulækn- ingafélags íslands, sem styður framtak Hótel Arkar, um lækn- isþjónustu fyrir dvalargesti sem þess óska. Það felur í sér læknavakt allan sólarhringinn. Athygli verður einnig vakin á útivist og undir leiðsögn verða kynntar fjölbreyttar gönguleiðir við Hveragerði. Einnig má nefna púttvöll viö hótelið og tennisvelli. Ljóst er að ekki þarf að leita langt yfir skammt til að komast f heilsuparadís og er Hvera- gerði þar rétt innan seilingar. Þessi tilraun Jóns Ragnars- sonar hótelstjóra lofar góðu um framhaldið en hann hefur notið aðstoðar Ingibjargar Björnsdóttur, meðal annarra. Hún hefur haft veg og vanda af því að hóa saman fagfólki á hverju því sviði sem ætlað er að sinna og hefur eitthvað með heilsu að gera. Afslöppun og lífsstíll eru á dagskránni og nú er að sjá hvernig íslending- artaka þessari þjónustu. Einn- ig stendur til að höfða til er- lendra ferðamanna I framtíð- inni og reyna þannig að gera ísland að heilsuparadís heimsins. Það ætti ekki að vera fjarlægur möguleiki því hér eru ýmis jarðvegsefni, loft og vatn af lítt skornum skammti. Allt á þetta að minnsta kosti tvennt sameigin- legt; það er hreint og tært. □ Bjarni Sig- tryggsson útvarps- maður lét sig hafa það að leggjast á leir- og vik- urblöndu sjúkra- nuddarans en hún var um það bil fimmtíu gráða heit. Andlit Brynju Tomer gert klárt fyrir leirmask- ann en hann er borinn á og látinn liggja á andlitinu nokkra stund. SNIÐ FRÁ NEWLGÐK' burdo PLÍSERUÐ PILS EFNI í BLÚSSUR GLANSGALLAEFNI ÝMSARSMÁVÖRUR DÖMU& Herrabúðin LAUGAVEGI 55 ■ REYKJAVÍK SÍMI 1 88 90 8. TBL.1992 VIKAN 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.