Vikan


Vikan - 16.04.1992, Blaðsíða 85

Vikan - 16.04.1992, Blaðsíða 85
RAGNHEIÐUR ERLA HJALTA- DÓTTIR Ragnheiður Erla Hjaltadóttir er Reykvíkingur í húð og hár. Hún hefur búið í Breiðholtinu næstum alla tíð. Hún er nítján ára gömul, fædd 14. september 1972 og er því í meyjarmerkinu. Nú í vor útskrifast Ragnheiður Erla af félagsfræðibraut Kvenna- skólans í Reykjavík og er þessa dagana að gera upp við sig hvort hún á að taka sér eins árs frí eða setjast í Háskólann í haust og læra sálfræði. Með skólanum vinnur hún aðra hverja helgi á veitingastaðnum Mongolian Barbecue. Síðasta sumar vann hún við mælingar hjá Vegagerð rikisins og er búin að ráða sig þar aftur í sumar. Hún sleppir samt ekki vinnunni á veitingastaðnum því henni finnst gott að hafa mikið að gera. Þar fyrir utan hefur hún starfað sem sýningarstúlka með lcelandic Models og hefur gaman af því. Ef einhverjar frístundir gefast vill hún helst eyða þeim við lestur um sálfræði eða stunda útivist og ferðast. Hún hefur æft djass- ballett og lært á píanó en er hætt því núna. Ragnheiður er líka mik- ill dýravinur og segir heimili sitt löngum hafa verið hálfgerðan dýragarð. Faðir hennar deilir þessu áhugamáli með henni og þau hafa átt fjölda dýra. Sem stendur eiga þau þó aðeins einn kött. Ragnheiður Erla hefur víða farið. Hún segist ekki hafa séð nóg af eigin landi en hefur komið til Hollands, Þýskalands, Ítalíu, Spánar, Englands, Skotlands, Mexíkó og Bandarikjanna, þar sem hún hefur gert víðreist með vini sínum sem á ættir að rekja þangaö. Þar gæti hún jafnvel hugsað sér að setjast að um tíma. Af þeim löndum sem hún hefur ekki heimsótt enn langar hana mest að koma til Frakklands. Ragnheiður segist vera ævin- týramanneskja og hana langar til að gera sem mest á sem stystum tíma. Að loknu sálfræðinámi vill hún jafnvel starfa erlendis og reyna eitthvað nýtt. Hún er ákveð- in í að eignast fjölskyldu en vill koma undir sig fótunum áður en það verður. Foreldrar hennar eru Gunnhildur Kristinsdóttir og Hjalti Einarsson og er hún einkabarn þeirra. Ragnheiður Erla er 170 sm á hæð, Ijóshærð og meö blágræn augu. HANNA VALDÍS GARÐARSDÓTTIR Fegurðardrottning Suðurlands er Hanna Valdís Garðarsdóttir. Hanna Valdís er nítján ára, fædd 25. janúar 1973 og er því í vatns- beramerkinu. Hanna býr á Hellu og er fædd þar og uppalin. Daglega fer hún með rútu til Selfoss því hún stundar nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands og er þar á tungu- málabraut. Stúdentspróf tekur hún væntanlega um jólin 1993 en alveg er óráðið hvað þá tekur við enda nægur tími til að ákveða það. Þó veit hún að hana langar til aö vinna að ferðamálum í fram- tíðinni, jafnvel á ferðaskrifstofu eða verða flugfreyja. Hana langar einmitt að ferðast sem mest og komast til sem flestra landa. Aðspurð um áhugamál segir Hanna að hestamennska sé númer eitt, tvö, þrjú og fjögur. Hún á sjálf hest og ríður út eins og oft og hún getur. Annars hefur hún líka gaman af hvers konar líkamsrækt og notfærir sér allt slíkt sem býðst á Hellu en þar er ekki alltaf um auðugan garð að gresja. Þess vegna er öllum sem koma í heimsókn þangað með stutt námskeið í alls kyns líkams- rækt vel tekið. Með skólanum vinnur Hanna Valdís í sjoppu. Á sumrin hefur hún unnið ýmis störf, svo sem við trésmíðar, kjötvinnslu, afgreiðslu- störf í Grillskálanum á Hellu og eitt sumar vann hún hjá Land- græðslunni. Einhvern tíma i fram- tíðinni langar Hönnu Valdisi að eignast góða fjölskyldu. Sjálf á hún þrjú systkini og er næst elst. Foreldrar hennar eru Erla Haf- steinsdóttir og Garðar Jóhanns- son. Hanna Valdís er 174 cm á hæð og er Ijóshærð og bláeygð. 8. TBL. 1992 VIKAN 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.