Vikan


Vikan - 16.04.1992, Blaðsíða 25

Vikan - 16.04.1992, Blaðsíða 25
Við erum stödd í íþrótta- húsi Seltjarnarness og síðustu sýningu Lak- ota Sioux indíánanna er senn að Ijúka. Undirtektir hafa verið frábærar og meðal sýningar- gesta má sjá Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra og Bryndísi Schram, eiginkonu hans. Kynnir sýn- ingarinnar, Guðrún G. Berg- mann, kynnir hvern meðlim hópsins fyrir sig og þeir hljóta lofsamlegt lófaklapp frá áhorf- endum. Þegar allur hópurinn hefur verið kynntur biður Guðrún um að fá að ávarpa hann. „Fyrir mína hönd og eigin- manns míns, Guðlaugs Bergmann, vil ég þakka ykkur fyrir að hafa heimsótt ísland. Við erum mjög stolt af því að hafa verið framkvæmdaaðilar þessarar heimsóknar og gert ykkur mögulegt að kynna menningu ykkar hérna og von- um að þið hafið notið dvalar- innar hér. Eins og með svo margt annað þá varö upphafið að heimsókninni fyrst til í draumi, draumi sem mér fannst svo fjarstæöukenndur að ég sagði engum frá honum til að byrja með. Þegar ég svo sagði eiginmanni mínum frá honum og að mig langaði til að gera hann að raunveruleika var hann boðinn og búinn að aðstoða mig. Þegar ég fastaði samkvæmt ykkar hefð á Bear Butte fjallinu í fyrra fékk ég skilaboð frá ein- um af forfeðrum ykkar. Ég stóð fyrir utan svitahofið, til- búin að leggja á fjallið, þegar hann kom til mín og sagði: „Þú átt að tengja mína þjóð og þína." Ég skildi ekki þá hvern- ig það átti að eiga sér stað en með þessari heimsókn held ég að sú „tenging“ hafi átt sér stað og ég vona að hin ósýni- legu bönd, sem nú liggja á milli þjóða okkar, eigi eftir að verða sterk og að (gegnum þau get- um við liðsinnt hvert öðru. Takk fyrir.“ Ræðunni er fagnað með dúndrandi lófaklappi á meðan meðlimir hópsins ganga til Guörúnar og taka í hönd hennar. Það er greinilegt að þarna hefur átt sér stað teng- ing sem er sterkari en orð fá lýst og augu greint. Hópurinn dansar síðasta dansinn að sinni í sínum skrautlegu bún- ingum. Lakota Sioux indíán- arnir eru stolt, lítil þjóð eins og við íslendingar. Eftir sýning- una gefst forsvarsmanni hóps- ins kostur á að eiga óformleg- ar viðræður við Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra. Marcell Bull Beargreinir Jóni frá stöðu mála á Pine Ridge verndarsvæðinu sem hann kemur frá, frá þeirri kúg- un sem þjóðin hefur búið við, frá fátæktinni, menntunar- skortinum, atvinnuleysinu og fleiru. Hann greinir frá því hvernig þjóðin er nú að snúa vörn í sókn með því að mennta sig og tileinka sér nýja siði en jafnframt með því að vernda eigin menningu og gæta þess að hún deyi ekki út. HVAR VÆRUÐ ÞIÐ EF ÞIÐ HEFÐUÐ EKKI BÚIÐ Á EYJU? „Þegar við vorum rekin á mis- munandi verndarsvæði í Suð- ur-Dakóta eftir fjöldamorðin við Wounded Knee, þá vorum við gersigraöir. Þetta var árið 1890 og við vorum ekki einu sinni viðurkenndir sem mannverur eða þjóðfélags- þegnar fyrr en árið 1924. Allt frá þessum tíma hefur Banda- rfkjastjórn ráðskast með okkur. Það var ekki nóg að við værum gersigraðir heldur vor- um við einnig lítillækkaðir með ýmsu móti. Börn þjóðarinnar voru tekin og neydd til að fara í heimavistarskóla því það átti að „mennta" okkur. í skólun- um var börnunum bannaö að tala eigin tungu og iðka and- lega hlið lífsins gegnum dansa og trúarathafnir. Margt eldra fólk meðal þjóðarinnar er í dag með hnýttar og ónýtar hendur af því að þegar það var börn lömdu kennararnir þau með prikum ef þau töluðu málið sitt. Með þessari sífelldu herferð var gengið mjög nærri tungu- máli okkar og fyrir rúmum ára- tug var svo komiö að aðeins örfáir töluðu það. Hið sama má segja um dansana og aðra A Marcell Bull Bear afhendir forseta íslands, frú Vigdísl Finnboga- dóttur, gjöf frá hópn- um. „Það hefur ekki áður átt sér stað að þjóðhöfð- ingi við- komandi lands hafi tekið á móti okkur.“ Það var föngulegur hópur Lak- ota Sioux indíána sem kom fram á skemmtun- inni. T andlega iðkun. Við fengum styrk okkar í gegnum þessar athafnir og því voru þær bann- aðar. Þaö var ekki fyrr en áriö 1978 að okkur var leyft með lagasetningu að stunda and- lega iðkun okkar. Dansinn var hluti af henni, jafnframt því sem hann var hluti af lífsmáta okkar.“ Það er greinilegt að Marcell er mikið niðri fyrir og Jón hlust- ar af athygli á hluti sem hann hefur ekki vitað um áður. Ein- hvers staðar blandast inn í umræðuna að í raun séu Lak- ota Sioux indíánarnir á svip- uðu stigi og við (slendingar vorum fyrir um þaö bil 150- 200 árum, þegar við vorum að glata tungu okkar og menn- ingu vegna áhrifa frá Dönum. Þá má segja að það hafi bjarg- að okkur að við vorum eyþjóð; sjórinn og einangrunin var okkar stærsta vörn. „Hvar væri menning ykkar i dag ef þið hefðuð verið eins og við, lítil þjóð á stóru meginlandi, beitt þvingunum frá yfirráða- þjóðinni?" spyr Marcell. Spurn- ing sem fá svör fást við en vekur marga til umhugsunar. HEIÐUR AÐ FÁ AÐ HEIMSÆKJA FORSETANN YKKAR Þegar allir eru búnir að skipta um föt og orðnir að venjuleg- um Ameríku-indíánum dags- ins í dag gefst Vikunni tæki- færi til að ræða betur við Guð- rúnu, Marcell Bull Bear og Jonathan Long Soldier. Fyrsta spurningin er auðvitað hvernig þeim hafi litist á landið. „Mér finnst ísland mjög líkt Wyoming-fylki í Bandaríkjun- um,“ segir Jonathan og Guð- rún tekur undir það og segir að þau hjónin hafi einmitt talað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.