Vikan


Vikan - 16.04.1992, Blaðsíða 36

Vikan - 16.04.1992, Blaðsíða 36
forsjá ættum við mun erfiðara með að taka skakkafallalítið öllum misfellum og annarri armæðu okkar daglega lífs. Páskarnir eru því sigurhátíð kærleikans og sennilega eina raun- verulega sammannlega hátíðin sem getur aldrei orðið annað en tákn fyrir hinn líðandi og fórnandi kærleika sem öllu öðru afli er yfir- sterkari. Þeir sem vilja teljast stríðsmenn drottins eru þeir baráttu- og aflmenn sem ekkert getur, þegar á allt er litið, sigrað nema mögulega dauðinn eitt augnablik. Okkur bíður nefnilega við dauðans dyr annar og mun fullkomnari heimur sem einungis byggist upp á elsku og óeigingirni og guðlegri vitund, auk algjörs, óskilyrts kærleika. UPPRISA DAUÐRA STAÐREYND Við vitum að Kristur reis upp frá dauðum á páskadag og þess vegna er alls ekki hægt að segja með sanni að upprisa dauðra sé ekki til. Þá værum við jafnframt að segja að Kristur hefði ekki risið upp frá sínum dauða. Margur á erfitt með að sættast á þetta sjónarmið og er í sjálfu sér engu við það að bæta. Hitt er svo annað mál að þetta sjónarmið er jafnt sem áður staðreynd í huga okkar sumra. Venjuleg- ast er það byggt á ákveðinni þekkingu sem tengist reynsluþekkingu þess sem gengið hef- ur á guðs vegum um langan tíma. Það má því með sanni segja að verulega er jákvætt að temja sér það viðhorf að við erum einungis partur af mun flóknari og stærri heild sem virðist, þegar á allt er litið, vera órjúfanleg og vissulega alvarlega tengd andlegum lög- málum sem hyggilegt er að gefa gaum af festu. Af því að það eru páskar og Jesús Krist- ur og kenningar hans mjög ofarlega í huga okkar flestra er kannski ágætt að íhuga áfram mikilvægi þeirrar staðreyndar að ekkert afl, hvorki á himni eða jörðu, er máttugra og mikil- fenglegra en kærleikurinn. Hann er einmitt af þeim ástæðum líklegur til að valda straum- hvörfum í lífi þess sem fær notið þessa afls, á bæði skjótari og áhrifameiri hátt til blessunar en nokkurt annað afl okkur kunnugt. SAMHJÁLP OG NÁUNGAKÆRLEIKUR Þegar við skoðum mannlífið, sér í lagi þá sem mega sín lítils, verðum við fljótt vör við afar mikinn skort á því sem við kölluöum óskilyrtan kærleika. Okkur varðar svo sannarlega um annað fólk og ekki síst þá sem bágt eiga og finna ekki lífi sínu þann farveg sem gleöur og örvar þeirra bestu hliðar. Hvers kyns samhjálp og náungakærleikur er mikilvægur i samskipt- um manna enda augljóst.að ef hann skortir vantar venjulega flest það sem er gott og um- vefjandi. Við heyrum stundum af fólki hér og þar í veröldinni sem leggur sig í líma við að styðja meðbræður sína og er það vel. Við komumst við en venjulega nær fréttin ekki fram þeim áhrifum í huga okkar og fram- kvæmdavilja að við gerum eitthvað sjálf til að bæta hag þeirra sem þannig stuðning þurfa. Þónokkuð virðist bóla á áhugaleysi okkar fyrir náunganum og kannski miðum við flest við að ná í sem mest fyrir okkur og aðra okkur skylda eða tengda. Auðvitað má segja að ekkert sé athugavert við að leggja aðaláherslu á fram- gang og velferð sinna en málið er bara að okk- ur varðar um aðra, ekki síst þá sem af ýmsum ástæðum geta ekki borið ábyrgð á sér. Einmitt í þessu getur samábyrgð legið og eins og ögn af náungakærleika. ANDLEG FÁTÆKT OG ÞJÓNAR KIRKJUNNAR Það hefur verið rætt mikið um hvers kyns fá- tækt í samfélaginu. Raunalegust er sennilega sú fátækt sem lýsir sér í algjöru áhugaleysi á högum annarra, ekki sist þeirra sem eiga um sárt að binda. Þannig fátækt er fjötrandi á flesta þá þætti mannlegs eðlis sem tengdir eru mannúð og mildi. Einu sinni verður allt fyrst og enginn er fullkominn. Flest hefðum við þó gott af í ófullkomleika okkar að íhuga af meiri kost- gæfni raunverulegar kenningar Krists og ekki væri verra ef við í ofanálag gætum beitt þeim í daglegu lífi, til að efla betra og hamingjuríkara mannlíf. Við vitum að við eigum öll aðgang að kirkjum landsins og við vitum líka að kirkja hefur öldum saman verið andlegt fræðsluafl þjóðarinnar. Við sem teljum okkur kristin ættum undir flest- um kringumstæðum að leita andlegrar uppörv- unar og uppbyggingar innan veggja kirkjunnar. Prestar og aðrir fræðimenn hafa kynnt sér öðr- um meira gildi þess að við lifum andlegu lífi, ekki síður en efnislegu lífi. Þessir ágætu þjónar kirkjunnar og okkar um leið mega þvi miður sætta sig við þá staðreynd að íslendingar eru alls ekki kirkjurækin þjóð, þó við séum þjóð í kreppu og finnum flest svo innilega þörf fyrir andlega uppbyggingu. Vart er hægt að sættast á að réttlætanlegt sé að við eins og förum í sjálfskipaða skrúðgöngu, hálf- heilög í allri framgöngu, til kirkju á stórhátíðar- dögurji og svo náttúrlega við fermingar, jarðar- farir og skírnir en sáralítið þess utan. Fráleidd staðreynd og ógnvænleg fyrir það sem kallað er andlegt líf einstaklingsins. Betra væri að við sinntum eðlilegum og reglulegum kirkjuferðum jafnframt þessum á milli og helst auðvitað reglulega um helgar. Börnin okkar, sem eru að vaxa úr grasi, hefðu örugglega mikið gagn og andlega upp- fræðslu út úr því að fara til messu á sunnudög- um og finna stutta stund þann frið og kærleik sem auðveldlega finnst í húsi drottins sem er kirkjan. Fátt er sennilega betra en byrja nýja viku með það veganesti í farteskinu sem prest- urinn gefur okkur í messunni með því að upp- fræða okkur um vilja Guðs og kenningar Krists. BÆNIR MIKILVÆGAR OG KIRKJAN LÍKA Það er mikil öfugþróun andlega að finna ekki þörf fyrir að leita á náðir þess kristilega sam- félags sem tengist kirkjunni og bænahaldi. Ef við viljum eignast stöðugt og friðsamt andlegt lif verðum við að rækta það og hlú að því. Eins kemur svo berlega fram í vilja okkar til að rækta kærleiksboðskap frelsarans sem mest og best innra með okkur að hann er, sem betur fer, öllum aðgengilegur og í þessum málum sem öðrum og andlegum getur kirkjan virki- lega auðveldað okkur margt. Vegna þess að við þjáumst svo mörg af lífs- firringu og streitu ættum við jafnvel að íhuga möguleika þess að fara bara alls ekki fram úr rúmi á morgnana nema hafa fundið fyrir því guðlega í sjálfum okkur og alls staðar í kringum okkur. Bænir eru mikilvægar og við sem þær notum sjálfum okkur og öðrum til uppörvunar erum mun afslappaðri en þeir sem ekkert bænalíf ástunda. Bænum fylgir von og trú á kærleiksríka nálægð þess sem öllu ræður og heiminum stýrir og það er drottinn almáttugur. VALDAFÍKN OG GRÆÐGI Ef við íhugum áfram heimsmálin verðum við fljótt vör við að mikið skortir á að menn víða í veröldinni búi við hvers kyns jöfnuð. Hvert sem litið er ríkja miklar eiginhagsmunastefnur og þá um leið völd sem eru á hendi fárra en hafa gífurleg áhrif á líf og tilveru margra. Aflið græðgi er óþarflega fyrirferðarmikið í ótrúleg- ustu myndum. Við sjáum og vitum um alltof mikinn ójöfnuð, ekki bara í þessu ágæta sam- félagi okkar allra heldur og mun meira hvert sem horft er til heimsins alls. Börn og umkomulitlir taka út miklar þjáning- ar einmitt vegna valdníöslu gráðugra valdhafa sem fátt virðist koma við annað en eigið frama- pot og önnur álíka lágkúra. Velferð einstakl- ingsins getur verið af mjög skornum skammti og fátt kannski gert til að láta lítilmagnann fá möguleika á mikilfenglegra lífi en því að vera misvirtur og kúgaður af þeim sem einskis svíf- ast þegar kemur að möguleikum viðkomandi til að eignast meira, hvort sem það eru völd eða peningar eða bara eitthvað annað. Sú staðreynd kemur afdráttarlaust fram í kærleiksboðskap Krists að við eigum aö deila og minnast okkar minnsta bróður en ekki vera gráðug og valdagírug og hrifsa sem mest til okkar sjálfra af því sem við eigum kannski nóg af fyrir en fullt af fólki þarf á að halda í neyð sinni og myndi hafa mikið gagn af að njóta af borð- um þeirra sem of mikið eiga. Börn sem læra að hafa áhuga á velferð ann- arra ekki síður en sinni eigin eru mjög vel sett andlega þrátt fyrir að ekki sé allt fullkomið í þeirra daglega lífi. Minnkum því súkkulaðiátið á meöan til eru einstaklingar og þá sér í lagi börn sem hvorki eiga húsaskjól eða mat að borða. Vonandi eigum við hófsama páska ver- aidlega en virkilega stórfenglega andlega. TRÚMÁL MIKILVÆG MÁL Við minnumst um þessar mundir, elskurnar, krossfestingar Krists og við vitum að páskarnir eru þrátt fyrir píslardauða þessa mikla kær- leiksboðbera sigurhátíð kærleikans. Hann var nefnilega bæði krossfestur og reis upp frá dauðum til að minna okkur á mátt þess guð- lega og kröftugan kærleika Krists. Við ættum af þessum ástæðum aö láta kærleiksvitund hans hafa sem mest áhrif á páskamánuðinn og svo auðvitað á alla aðra mánuði héðan í frá, án þess þó að fyllast einhverjum öfgum eða annarri trúarlegri aflögun. Trúmál eru mikilvæg mál og þeim sem þau rækta af kostgæfni og ákveðinni auðmýkt farn- ast vel og eiga góöa mánuði fram undan, ekki síður en farsæl ár friðar og hamingju þrátt fyrir hvers kyns sammannlega skýjabakka þess sem lífið ætlar okkur að takast á við og vinna úr. Guð gefi okkur öllum elskuríka páskahátíð og mikið af óskilyrtum kærleika i sálartetrið þannig að sem flest í þessu ágæta samfélagi okkar allra verði ögn mýkra og mildara. Von- andi flýtur eins og eitt páskaegg með öllum kærleikanum og eins og einn uppbyggilegur eða bara gamansamur málsháttur sem örvar annars ágætt sjálfstraust. Eða langar einhvern í eitthvað annað eða þannig? Með vinsemd, Jóna Rúna. 36 VIKAN 8. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.