Vikan - 16.04.1992, Blaðsíða 58
TEXTI OG LJÓSM.: JOHANN GUÐNI REYNISSON
EN FJJGLINN
FUUGANDI
Ingibjörg
Björnsdótt-
ir og Jón
Ragnars-
son útskýra
fyrir blaöa-
mönnum
stefnu Hót-
el Arkar og
markmiðin
með heilsu-
dvölinni.
Lengi hefur þaö legiö í
loftinu aö Hótel Örk tæki
undir merki heilsustefn-
unnar sem lengi hefur loöað
viö litla bæjarfélagiö, Hvera-
gerði. Nú hefur einkaframtakiö
tekið til hendinni og sett á fót
heilsuviku til að mæta síauk-
inni eftirspurn eftir þessari teg-
und ferðaþjónustu, heilsudvöl
á Hótel Örk er í boði. íslend-
ingar eru nú aö taka við sér
hvaö heilsusamlegt líferni
varðar þó skiptar skoðanir séu
um það eins og annað. Þó ekki
sé nema til þess að skipta um
umhverfi, fæðu og jafnvel
hugsanagang í tiltekinn tíma
þá getur það vel verið þess
virði; umhugsunin í sjálfri sér.
Mörgu utanborgarfólki þykir
borgarbúar allt of spenntir og
æstir í daglegu lífi, nokkuð
sem vel getur staðist en eigin
barmur er oftar en ekki síðasti
staðurinn sem fólk grandskoð-
ar í tilveru sinni. Samt sem
áður flykkist það af mölinni,
þegar veður og vinna leyfir, til
að komast í friðsæld sveitar-
innar, fá að sofa til hádegis
dag eftir dag og byrja síðan að
vasast í garðyrkju eða bústað-
arsmíð í unaðsreitnum. Fyrir
einhverja getur slíkt atferli tal-
ist til afslöppunar og hvíldar en
umhyggja fyrir huga jafnt sem
hönd sem tækjum í daglegu
lífi virðist bera skarðan hlut frá
borði; ræktun sjálfsins getur
orðið útundan.
Helmingur íbúa landsins býr
á höfuðborgarsvæðinu sem
afmarkast annars vegar af
borgarmörkunum austan
Elliðaáa og hins vegar af
Hafnarfirði. Fyrir mörgum virð-
ist aksturinn austur yfir fjall hið
mesta ferðalag þrátt fyrir að
vegalengdin sé einungis um
það bil 35 kilómetrar eða rétt
um hálftíma akstur miðað við
90 kilómetra hraða. Þetta er i
raun ágætis bíltúr, sérstaklega
ef heiðskírt er og björt fjalla-
sýn. Þegar í Hveragerði er
komið getur heilsudvölin hafist
fyrir alvöru því að þá þegar
hefur óróleiki borgarinnar ver-
ið skilinn eftir þar sem hann á
heima.
EKKI DÝRT
Hótel Örk er þægilegur dvalar-
staöur með rúmgóðum
tveggja manna herbergjum,
búnum síma og sjónvarpi,
sófasetti og baðherbergi.
Fimm daga dvöl, fjögurra
nátta, í slíkum heimkynnum,
með öllu því sem heilsudvöl-
inni fylgir kostar 15.400 krónur
á mann eða 19.400 krónurfyr-
ir eins manns herbergi. Innifal-
ið í verði eru til að mynda frjáls
afnot af sundlaug, gufubaði og
þreksal.
Sérstakt heilsufæði er á
boðstólum. Undirstaða þess
er grænmeti, matreitt á mis-
munandi hátt og [ raun er
ótrúlegt hvað hægt er að fram-
reiða margar tegundir af mat
með hráefni sem hingað til
hefur að meginhluta talist til
meðlætis. Meðtalið ( matseðli
dagsins eru morgunverður,
salatbar í hádegi, síðdegiste
og kvöldverður.
Jógaleikfimi og hugrækt er í
boði, innifalið í verði, og fá
dvalargestir þjálfun í slíku
meðan á heilsudvölinni
stendur. Meginmarkmiðið með
þessu er að kenna fólki að
hvila og rækta huga sinn en
heilinn er það líffæri sem fáir
gefa raunverulegan gaum í
líkamsræktinni þó hann sé
reyndar það sem mestu máli
58 VIKAN 8. TBL. 1992
UÓSM.: RAFN HAFNFJÖRÐ