Vikan - 12.11.1992, Page 27
velja og hafna og sagt af eða á eftir því hvern-
ig mér hefur litist á lögin og flutninginn. Stund-
um langar mig ekkert til að gera texta og læt
það alveg eiga sig.“
TEXTARNIR FARNIR
AÐ VEGA ÞYNGRA
„Það er skortur á textahöfundum, það er mjög
greinilegt, ég finn það af eftirspurninni. Text-
arnir eru farnir að vega þyngra en þeir gerðu.
Ef á heildina er litið er óhætt að fullyrða að
dægurlagatextar séu orðnir betri en þeir voru
áður - og nú nær lag varla vinsældum nema
textinn sé líka góður og höfði til áheyrenda.
Fólk hlustar meira eftir textanum núna en það
gerði fyrir 10-20 árum.
Ég er oft beðinn um að semja texta með litl-
um fyrirvara og er mér þá ekki gefinn lengri
frestur en einn eða tveir dagar. Fyrir hefur
komið að einhver hefur hringt í mig að morgni
og gefið mér frest til kvölds en bætt þv( síðan
við að það væri í lagi ef ég skilaði ekki textan-
um fyrr en á hádegi næsta dag. Slíku hafna
ég alfarið. Ég vil hafa nógan tíma, helst allan
þann tíma sem ég þarf og þá held ég að
skástu textarnir verði til. Ég hef jafnvel fengið
að hafa lag í eitt eða tvö ár.
Það er engu að síður mjög misjafnt hvernig
lög virka á mann, við sum er unnt að semja
texta strax en önnur þurfa meiri umhugsun.
Lögin verða líka að vera við mitt hæfi og því
hef ég til dæmis ekki samið marga rokktexta.
Flestir textarnir mínir hafa verið samdir við ró-
leg lög og fjalla gjarnan um ástina, þess
vegna hæfa hinar svokölluðu „ballöður" mér
prýðilega. Mér finnst gaman að yrkja um ást-
ina og stór hluti af dægurlagatónlistinni er til-
einkaður henni. Oft er talað um dægurlaga-
texta með lítilsvirðingu og þeir sagðir ástarvæl
og merkingarlaust rugl. Mér finnst eðlilegt að
mikið sé fjallað um ástina enda er hún stór
þáttur í tilverunni.
Dægurlagatextar lúta öðrum lögmálum og
eru annars eðlis en annar kveðskapur og
maður lítur þá öðrum augum. Þeir eru bundnir
við lagið og því er höfundurinn ekki eins frjáls
og ella. Það má jafnframt segja að hið
bundna Ijóðform lifi að vissu leyti í textunum
en það hefur aftur á móti verið að hverfa eða
sofna í Ijóðinu, um sinn að minnsta kosti. í
textum við lög nota ég oftast hefðbundna
bragarhætti, mér finnst þeir henta vel þessu
formi. í Ijóðum mínum hef ég meira gaman af
því að fást við hið frjálsa form.“
AÐ MARKAÐSSETJA SJÁLFAN SIG
Hverju spáir þú um gengi geisladisksins ykk-
ar, Á einu máli, þú ert ekkert smeykur um að
hann hverfi í tónaflóðinu síðustu vikurnar fyrir
jólin?
„Ég efast um að út komi margar plötur með
jafnfjölbreyttri tónlist og þessi. Því ætti hún að
höfða til allra aldurshópa. Ég veit að bæði
ungir og aldnir hafa gaman af því sem við
erum að gera. Þess vegna held ég að við eig-
um erindi á markaðinn. Það verður síðan að
koma í Ijós hvort við höfum haft rétt fyrir okk-
ur.“
Á þessu ári hafa komið út tvær Ijóðabækur
eftir Aðalstein Ásberg, önnur með frumsömd-
um Ijóðum og hin með þýðingum. Auk þess
kemur á jólamarkaðinn þriðja barnabókin
hans, Glerfjallið, sem Almenna bókafélagið
gefur út. Ljóðabækurnar gaf hann út sjálfur -
eins og reyndar geisladiskinn og nefnist út-
gáfufyrirtækið þeirra Önnu Pálínu Dimma.
„Maður verður að hafa allar klær úti ef mað-
ur á að geta lifað af þessu. Ef maður annast
útgáfuna sjálfur gerir maður sér betri grein fyr-
ir því hvernig markaðurinn er og lögmálum
hans.“
Er ekki erfitt að selja sjálfan sig - bera sjálf-
an sig á torg markaðshyggjunnar?
„Það er alltaf svolítið óþægilegt, en verður
maður ekki að geta gert það? Þetta er
kannski eitt af því sem íslenskir listamenn,
margir hverjir, þurfa að læra - að koma verk-
um sínum alla leið til neytandans. í markaðs-
þjóðfélagi nútímans verða menn að taka þátt í
þessari baráttu. Lengi var sú skoðun viðtekin
um listamenn og jafnvel á meðal þeirra að
þeir ættu að hafa sig sem minnst í frammi og
halda sig heima við, þar sem enginn sæi þá
eða vissi af þeim. Góð listaverk áttu síðan á
einhvern hátt að síast út til þjóðarinnar. Nú er
öldin önnur.“ □
ARIMNAR ER:
COMPETENCE
Eftir 30 þarfnast húð þín
meira en fagurra fyrirheita;
ORKU + NÆRINGAR
LANCASTER COMPETENCE
FORTIFYING COMPLEX
5
2 COMPETENCE
^ F0RTIFYIN6
*sJ COMPtEX